Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Síða 18

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Síða 18
þess það truflist á ýmsan hátt. Undirstöðuna tel ég þó tvímælalaust vera skynsamlegan undirbúning og vand- lega áætlanagerð. Með þessu hefur okkur gengið vel að ná okkar tak- marki, sem er að framleiða góðar almenningsíbúðir á hóflegu verði. - Gætuð þið byggt ódýrara? - Það er erfitt að segja til um það. Reynslan er sú, að við höfum orðið að leggja í fyrir óvissu verðlagi. Þar höfum við þurft að sjá um erfiða hluti með því að reyna að gera okkur sem gleggsta hugmynd um þróunina. Enn sem komið er, höfum við ekki rekið okkur á neina liði í okkar áætlunum, sem ekki hafa staðizt. - Nú byggið þið á móti ríkinu í Breiðholti. Hvernig líkar þér það? - Það er auðvitað erfitt að keppa við ríkið, hvað fjár- magn snertir, en ég hef aldrei verið hræddur við sam- keppnina um framkvæmdir. - Hefur Einhamar átt einhverja samvinnu við Hús- næðismálastofnun ríkisins eða notið fyrirgreiðslu það- an? - Ekki til þessa. En nú erum við að gera við þá samn- ing í sambandi við þær 35 íbúðir, sem við erum nú að steypa upp. Við sóttum um framkvæmdalán til þeirra og okkur var gefinn kostur á því. Reyndar reikna ég með, að samning- urinn verði undirritaður í dag (viðtalið er tekið 16. júlí). Okkur munar um, að geta fengið peningana nokkurn veg- inn eftir því, sem verkinu miðar. Svo seljum við íbúð- irnar meðan þær eru í byggingu og fólk greiðir inn á þær í áföngum. Á því höfum við flotið hingað til. - Þannig að nú fljótið þið betur? - Já. Að vísu tel ég okkur hafa tekizt vonum framar í peningamálunum. En þetta hjálpar auðvitað. - Hvað vilt þú segja um ástandið almennt í bygging- ariðnaðinum? 54 - Það er reikult. Ýmislegt verður til að hamla; bæði lóða- og peningamál. Það, sem fer verst með þennan iðnað - sem efalaust fleira, eru sveiflurnar í þjóðfélaginu. Vegna þeirra er erfitt að skipuleggja fram í tímann, en að mínu viti er alltaf bezt, að geta gert nokkuð samfelldar áætlanir fram á við. - Hvað með afstöðu yfirvalda? - Hvað okkur snertir, held ég, að við njótum nú frekar samúðar yfirvalda en hitt. Að minnsta kosti eftir okkar fyrstu íbúðir. Góður árangur er ekki til að horfa fram hjá. - Var þá ekki spennandi að vinna til þessarar samúðar? - Auðvitað. Eru ekki allar framkvæmdir spennandi, hvort sem samúð fylgir með í kaupbæti eða ekki? Og samúðin fæst ekki ókeypis. Þú verður að sanna þinn dug og þá geta erfiðleikarnir oft verið þreytandi. En allur sig- ur er sætur. - Hvað myndir þú gera, ef þú mættir ráða? - Eg er ekki með neinar stórhugmyndir um breytingar í sjálfu sér. Aðalerfiðleikarnir eru að mínu viti að stand- ast áætlanir og framkvæmdaplön. Þar grípur margt inn í. Oll verk, stór og smá, þarfnast nákvæms undirbúnings. — Kannski ég skjóti því hér inn í, að ég vona, að bygg- ingamenn stefni að því að fullgera húsin alveg, en fleygi þeim ekki frá sér hálfkláruðum. Að skila fullkláruðu er bæði hentugra fyrir væntanlega eigendur og skemmti- legra fyrir fagmanninn sjálfan. Nú. Óróinn í þjóðfélaginu hindrar það, að unnt sé að gera fyllilega raunhæfar áætlanir langt fram í tím- ann. Þennan óróa þarf að lækna. Eg ætla ekki hér að fara út í fyrirlestur um verðstöðvun eða annað því um líkt. Mitt starf er að byggja. Eg geri það sem bezt ég kann og vona auðvitað um leið, að þeir, sem við verð- stöðvunina og það fást, gleymi ekki í glímunni mér og mínum líkum. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.