Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 19

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 19
GRÍMUR Bjarnason pípulagningameiscari, lézt á Ríkis- spítalanum í Kaupmannahöfn 22. október sl. 69 ára að aldri. Af því tilefni langar mig að setja á blað nokkur minningar- og kveðjuorð. Okkar fyrstu kynni voru í sambandi við verkfram- kvæmdir við húsbyggingar hér í bænum. Þá vann hann sem meistari í sínu fagi og ennfremur hafði ég spurnir af honum í verkframkvæmdum við hið mikla mannvirki Hitaveitu Reykjavíkur, ásamt fleiri aðilum í hans stétt, en sú verkframkvæmd stóð mest í kringum árið 1940, og fór þá sem endranær orð af honum fyrir traust og áreiðan- leika í öllum viðskiptum. En það er ekki fyrr en um einum áratug síðar að leiðir okkar lágu saman á ný að nokkru ráði, en það var þegar Sameinaðir verktakar voru stofnaðir árið 1951, en til- gangur þeirra samtaka var að taka að sér byggingafram- kvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem áður höfðu verið framkvæmdar af erlendum aðilum. Félagsuppbygging var á þann veg, að hún samanstóð af deildum úr hverri fag- grein. Grímur var þá strax einn af forsvarsmönnum Vatns- virkjadeildar, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri allt frá stofnun og til dauðadags, ennfremur var hann í stjórn heildarsamtaka S. V. frá árinu 1954. Störf Gríms í þágu iðnaðarsamtakanna eru orðin bæði mikil og merk, hann var strax ungur að árum kominn í forustusveit stéttar sinnar, ýmist stjórnarmaður eða for- maður í meistarafélagi pípulagningamanna og um nokk- urra ára bil formaður Meistarasambands byggingamanna, þar til hann lét af þeim störfum að eigin ósk á síðastliðn- um vetri. í Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík hefur hann gegnt mörgum trúnaðarstörfum, meðal annars verið full- trúi þess á mörgum iðnþingum. Síðasta iðnþing sæmdi hann heiðursmerki Landssambands iðnaðarmanna úr gulli fyrir frábær störf í þágu iðnaðarsamtakanna, sem að sjálf- sögðu sýnir bezt hvers álits hann naut. Grímur var félagshyggjumaður að eðlisfari og var op- inn fyrir hvers konar framfaramálum og lagði þeim lið eftir beztu getu bæði með fjárframlögum og með sínu starfi. Eitt var það mál, sem hann var flutningsmaður að á iðnþingi, það var starfsemi tryggingafélags fyrir iðnað- inn. Þetta félag var stofnað og fékk nafnið Iðntrygging, en hefur ekki enn starfað sem upphaflega var áætlað, er nú aðeins umboðsaðili í sambandi við annað tryggingafélag. Hans áhugamál var fyrst og fremst að hvetja atvinnurek- endur í iðnaði að tryggja sig á sem flestum sviðum fyrir hvers konar skakkaföllum, sem menn geta orðið fyrir í atvinnurekstri, og gera það á sem hagkvæmastan hátt. í þetta mál var hann búinn að leggja mikla vinnu og mér er kunnugt um að hann hafði ætlað sér að vinna meira að þessum málum, ef honum hefði enzt aldur til. Eitt var það sem gerði Grími létt um vik í öllu hans félagsmálastarfi og það var það, hve afbragðsgóður ræðu- maður hann var á fundum eða á öðrum mannamótum. Hann talaði gott mál, notaði orð sem sögðu mikið, því laus við orðmælgi, raddbeiting og áherzlur bundnar efn- Grímur Bjarnason Minning inu, sem flutt var, og að síðustu málefninu sjálfu skipu- lega raðað í hugann á þann veg, að ræðan var órofin heild, sem menn gátu ekki annað en hlustað á með athygli. Eg tel mér það til ávinnings í lífinu að hafa átt þess kost að hafa átt samleið og oft á tíðum náið samstarf með Grími Bjarnasyni sakir mannkosta hans. Hann var maður prýðilega gefinn og raunsær, enda hafði hann tamið sér að grandskoða hvert mál frá fleiri hliðum en einni. Hann var velviljaður og sáttfús, og vildi jafna deilur í millum manna með góðu ef mögulegt var, en fastur fyrir ef hann mætti ójöfnuði eða ósanngirni. Ætlan mín var aðeins að flytja Grími vini mínum nokkur kveðjuorð, þar sem ég veit að skrifuð verða eftir- mæli eftir hann af öðrum, sem geta um ætt hans og upp- runa. Þessi fáu og fátæklegu orð, sem ég hef sett hér á blað, eru aðeins svipmyndir, sem koma í hugann þegar leiðir skiljast. Ég vil svo leyfa mér, fyrir hönd Landssambands iðnað- armanna og stjórnar Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík, að votta Grími Bjarnasyni virðingu og jafnframt þakklæti fyrir vel unnin störf í þágu iðnaðarsamtakanna. Að endingu vil ég votta einkadóttur hans, Thelmu, mína innilegustu samúð, svo og öðru venzlafólki. Hafðu þökk, gamli vinur, fyrir samfylgdina og vinskap þinn til mín. Ingólfur Finnbogason TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.