Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Síða 21

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Síða 21
Nýr iðnaðarráðlierra Hinn 14. júlí sl. léc ríkisstjórn Jóhanns Hafsteins af störfum en við tók ríkisstjórn undir forsæti Ólafs Jó- hannessonar. Iðnaðarráðherra í hinni nýju ríkisstjórn er Magnús Kjartansson. Magnús er fæddur á Stokkseyri 25. febrúar 1919, sonur hjónanna Kjartans Ólafssonar frá Hafnarfirði og Sigrún- ar Guðmundsdóttur. Hann varð stúdent frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1938 og cand. phil. frá Kaupmanna- hafnarháskóla 1941. Verkfræðinám stundaði hann við Fjöllistaskólann í Kaupmannahöfn 1938-40 og norrænu- nám við háskólann í Kaupmannahöfn 1940—43 og síðar við háskólana í Lundi og Stokkhólmi. Hann var ritstjóri Þjóðviljans frá 1947 til 1971. Hann hefur átt sæti á Alþingi frá 1967 en var áður varaalþingismaður um skeið. Eiginkona Magnúsar er Kristrún Ágústsdóttir og eiga þau eina dóttur. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 57

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.