Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Side 23

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Side 23
Nýskipan verk- og tæknimenntunar Nefndarálit. Sumarið 1970 skipaði Menntamálaráðuneytið Verk- og tœknimenntunarnefnd til þess að kanna stöðu tcekni- menntunarinnar innan skólakerfisins og eðlileg tengsl hinna jmsu frceðslustiga og gera tillögur um endurhcetur t þessum efnum. Nefndina skipuðu Andri ísaksson, sem var formaður hennar, Bjarni Kristjánsson, Gunnar Bjarna- son, Jóhannes Zoéga, Magnús Jónsson, Óskar Guðmunds- son, Stefán Guðjohnsen, Þór Sandholt og Þorbjörn Sigur- geirsson. Nefndin skilaði áliti í júnímánuði sl. en á meðan hún starfaði gaf hún ýmsum hagsmunaaðilum, þ. á m. Lands- sambandi iðnaðarmanna, kost á að koma á framfceri sjón- armiðum sínum og gagnrýni á frumtillögur nefndarinnar. Þar sem búast má við, að margir iðnaðarmenn hafi áhuga á að kynna sér þcer tillögur nefndarinnar, sem varða framtíðarskipun iðnnáms og tceknináms, eru birtir hér á eftir kaflar úr áliti nefndarinnar. I. INNGANGUR Verk- og tæknimenntunarnefnd telur það vera einna helzta gallann á núverandi skólakerfi verk- og tæknináms á íslandi, að skólastig eru of illa tengd hvert við annað varðandi námsskrá og réttindi nemenda til framhaldsnáms, og ólíkar námsbrautir og skólar á sama eða sambærilegu skólastigi eru of einangruð hver frá öðrum og viðurkenna ekki sem skyldi námsþætti eða námseiningar hver annarra. Sem dæmi um slík tengsl, sem ábótavant er, má nefna annars vegar námsskrá verk- náms gagnfræðaskóla og iðnskóla í ýmsum greinum tré- og málmiðnaðar, og hins vegar réttindi til að hefja nám í verkfræðideild Háskólans að loknu prófi í raungreina- deild Tækniskólans. Þennan vanda telur nefndin æskilegt, að reynt verði að leysa á eftirfarandi hátt: a) að fjölga hliðarbrautum milli námsbrauta, sem eðli- legt er að tengja, svo að nemendur þurfi sem minnst að tefjast, ef þeir vilja bæta við sig námi á skyldu- námssviði, þótt í öðrum skóla kunni að vera; b) að fjölga skilgreindum réttindum til framhaldsnáms á efri stigum að loknum tilteknum námsáföngum; c) að samhæfa betur nám á framhaldsskólastigi með endurskipulagningu þess í samræmdum framhalds- skóla, og jafnframt að samræma betur verk- og tækni- menntun á háskólastigi með stofnun tækniháskóla. Umræddar skipulagsbreytingar eru svo umfangsmikl- ar, að þeim verður ekki komið á nema á æðilöngum tíma. Því gerir nefndin í tillögum sínum ráð fyrir all- mörgum áföngum að hinu setta marki, og hefur hún sett tillögurnar fram í þremur megináföngum: skamm- tímalausn, millilausn og langdrægri lausn. Kemur þessi áfangaskipting fram á yfirlitsmyndum yfir tillögur nefnd- arinnar, en einnig í drögum að framkvæmdaáætlun. Skylt er að geta þess, að tillögur og framkvæmdaáætlun nefndarinnar eru að nokkru leyti grundvallaðar á þeirri forsendu, að meginatriði frumvarps til laga um grunn- skóla verði að lögum vorið 1972, og í samræmi við þau lög verði komið á fót nýjum skyldunámsskóla 7-16 ára barna, er yrði orðinn ríkjandi í landinu um eða upp úr 1980, og mundi nám í honutn jafngilda a. m. k. námi til gagnfræðaprófs nú, en 4. bekkur gagnfræðastigs hyrfi ofan af gagnfræðaskólunum. Hvað á verk- og tæknimenntunarnefnd við með sam- ræmdum framhaldsskóla? Nefndin á við samræmt skipu- lagskerfi náms á framhaldsskólastigi — skólastiginu milli væntanlegs grunnskólastigs og háskólastigs — þannig að samning námsskrár sé samhæfð af fræðsluyfirvöldum, og verði námið skipulagt í hverri grein sem röð námsein- inga, þar sem ein eining taki við af annarri og nám í nýrri einingu námsgreinar miðist að jafnaði við það, að nemandi hafi með viðhlítandi árangri lokið námi í næstu einingu á undan. Jafnframt verði allt nám á skólastiginu, bæði bóklegt og verklegt, metið samkvæmt sambærilegu TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 59

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.