Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Side 24

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Side 24
stigakerfi, t. d. þannig, að eitt námsstig samsvari fullri námsvinnu nemanda í eina viku. Innan samræmds fram- haldsskóla verði mikið valfrelsi námsgreina, og með því að velja tilteknar einingasamstæður geti nemendur öðl- azt rétt til háskólanáms í ýmsum greinum, eða aflað sér t. d. iðnaðarmannsréttinda. Aformað er, að allir nemendur fái einhverja verklega þjálfun í slíkum skóla, sumir stutta, aðrir langa, eftir vali. Þá er gert ráð fyrir sérhæfðu við- bótarnámi í samræmdum framhaldsskóla, sambærilegu við t. d. tæknadeildir Tækniskólans nú, og yrði þetta við- bótarnám sérhæfður starfsundirbúningur. Loks er áætlað, að þeir skólar á framhaldsskólastigi, sem fyrir eru í land- inu, muni flestallir falla inn í hinn samræmda framhalds- skóla, þ. á m. iðnskólar og menntaskólar. Munu þeir þó yfirleitt halda áfram störfum hver á sínum stað, en taka þátt í þeirri samvinnu og verkaskiptingu, sem eru grundvöllur samræmds framhaldsskóla. Þess skal getið, að sá almenni verknámsskóli, sem kem- ur fram í millilausn nefndarinnar, er áfangi að og verður síðar hluti af samræmdum framhaldsskóla. Tillögur nefndarinnar um áfangana að hinu setta marki, samræmdum framhaldsskóla, koma fram á yfir- litsmyndum um skammtímalausn, millilausn og lang- dræga lausn, en einnig í nánari greinargerð um þróun hinna ýmsu menntabrauta núverandi skólakerfis, sem nefndin hefur um fjallað. í meginatriðum verða tillög- ur nefndarinnar tilgreindar í samþjöppuðu formi hér á eftir. II. MEGINTILLÖGUR NEFNDARINNAR UM SKIPAN VERK- OG TÆKNIMENNTUNAR Stefnt skal að því að koma í áföngum á samrœmdum framhaldsskóla og tækniháskóla. Viðvíkjandi einstökum 60 skólum eða námsbrautum núverandi skólakerfis verði í aðalatriðum um eftirfarandi þróun að ræða. 1. Iðnfrœðsla. 1.1. Almennt. Iðnnám með verkskólasniði, þar sem bæði bókleg og verkleg menntun er veitt af iðnskólunum sjálfum, leysi iðnnám með meistarafræðslusniði af hólmi samkvæmt sérstakri framkvæmdaáætlun, er verði að mestu komin til framkvæmda árið 1976. Iðnnám með verkskólasniði verði að heildarnámstíma u. þ. b. ári styttra en fjögurra ára iðnnám með meistara- fræðslusniði, og verði námstíminn skipulagður sem 9 mánuðir á ári í skóla, þar sem bóknám og verkleg þjálf- un verði u. þ. b. jafnvæg, að viðbættum a. m. k. tveim mánuðum árlega, sem verði varið til starfs og reynslu í atvinnulífinu í viðeigandi iðngrein. Heildarnámstími til sveinsprófs samkvæmt hinu nýja kerfi verði því að jafnaði um 33 mánuðir, þ. e. þrír 11 mánaða áfangar, sem skiptast þannig: u. þ. b. 4Vi mánuður bóknám -j- u. þ. b. 41/2 mánuður verkleg þjálfun í skóla -j- a. m. k. 2 mánuðir starfsreynsla á vinnustað. Námstími einstakra iðngreina verði ákvarðaður nánar, þegar námsskrá hefur verið fullgerð samkvæmt hinu nýja kerfi. Inntökuskilyrði í iðnnám verði þau, að fram til ársins 1976 u. þ. b. verði krafizt miðskólaprófs með a) aðal- einkunn 5 hið minnsta og b) einkunninni 4 í hverri eftir- talinna greina: íslenzku, dönsku, ensku og stærðfræði. Heimilt verði í undantekningartilvikum að veita nem- anda undanþágu frá þessu síðara ákvæði, ef hann nær 4 í þremur þessara greina og lægsta greinin telst ekki grundvallarnámsgrein fyrir þá iðngrein, er hann hyggst nema. Frá og með 1976 verði krafizt gagnfræðaprófs eða grunnskólaprófs af umsækjendum. Til að öðlast meistararéttindi í iðngrein sinni skulu iðnsveinar stunda eins árs framhaldsnám við meistara- skóla og afla sér a. m. k. árs starfsreynslu í iðninni eftir sveinspróf. Loks leggur nefndin til, að iðnskólar verði með nýrri lagasetningu gerðir að hreinum ríkisskólum, eins og ná- lega allir aðrir tæknilegir yrkisskólar á íslandi eru nú þegar orðnir. 1.2. Hótel- og veitingaskóli. Nefndin leggur til, að hótel- og veitingaskóli verði ríkisiðnskóli með verk- skólasniði, sbr. lið 1.1. Nýsett lög um skólann heimila fyllilega slíka kennslutilhögun að því tilskildu, að skól- inn fái viðhlítandi aðstöðu til að láta sjálfur í té alla verklega þjálfun. 1.3. Matvœlatœkni, þ.á m. fiskvinnsluskóli. Nefndin lauk í febrúarmánuði 1971 við samningu lagafrumvarps um fiskvinnsluskóla ríkisins, og var frumvarpið samþykkt með fáeinum breytingum sem lög frá Alþingi hinn 2. apríl s. 1. Vísast um mál þetta til umræddra laga, en þau eru birt sem fylgiskjal 1 með þessu nefndaráliti. TÍMARIT IÐNABAEMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.