Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Qupperneq 31

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Qupperneq 31
ur stofnað, stytti nám í garðyrkjuskóla og fiskvinnslu- skóla um ár, sbr. álitsgerð kjörsviðanefndar, og iðn- nám í kjötiðnaði einnig um eitt ár. Verði stofnað til sjómennskukjörsviðs í framhalds- deild, veiti ársnám þar rétt til hálfs árs styttingar á stýrimannanámi. 14.2. Millilausn. Þar er fyrst og fremst um þá nýjung að ræða, að frá og með 1981 veiti sveinspróf og vélstjóra- próf 2. stigs, grundvölluð á námsefni, er byggir á grunn- skólanámi, rétt til að hefja nám beint í raungreinadeild tæknaskóla. 14.3 Langdrceg lausn. Þar verður öll tenging náms- brauta auðveldari en fyrr vegna upptöku samræmds námseiningakerfis og námsmats; sjá lið 13. hér að framan. 15. Tœkjamiðstöð. Nefndin telur nauðsynlegt, að komið verði á fót í Reykjavík sameiginlegri tækjamiðstöð, er veiti tæknileg- um skólum á framhalds- og háskólastigi aðstöðu til verk- legrar kennslu með viðeigandi tækja- og vélabúnaði. Legg- ur verk- og tæknimenntunarnefnd til, að sérstakri nefnd verði falið að kanna þörfina fyrir stofnun slíkrar tækja- miðstöðvar og annast undirbúning málsins. Ætla má, að þeir skólar, sem mestra hagsmuna hafa að gæta á þessu sviði, verði Háskóli íslands, Tækniskóli íslands, Vélskóli Islands, Stýrimannaskólinn í Reykjavík, Iðnskólinn í Reykjavík og Póst- og símaskólinn. Nefndin leggur áherzlu á það, að á umræddum skóla- stigum verði jafnan kynntir möguleikar hinna fullkomn- ustu reiknivéla, sem völ er á á hverjum tíma, og fái nem- endur í tæknilegu námi jafnframt þjálfun í notkun þeirra reiknivéla, sem líklegt er, að þeir muni nota við störf sín. Til þess að svo megi verða, þarf að vera til í landinu úrval reiknivéla, sem skólarnir eigi aðgang að, svo og leiðbeiningar um notkun þeirra, og virðist nefndinni eðli- legt, að fyrirhuguð tækjamiðstöð verði hinn skipuleggj- andi aðili á þessu sviði. 16. Tengsl skóla og atvinnulífs. 16.1 Frceðslunefndir. Til þess að tryggja, að námsefni samræmist kröfum atvinnulífsins fyrir hinar einstöku starfsgreinar, leggur nefndin til, að komið verði á fót fræðslunefndum fyrir hverja starfsgrein eða hóp skyldra starfsgreina. í slíkar nefndir verði tilnefndir fulltrúar við- komandi hagsmunasamtaka undir yfirstjórn fulltrúa fræðsluyfirvalda. Þessum nefndum til aðstoðar verði starfshópar, skip- aðir sérfræðingum og reyndum kennurum í viðkomandi grein. Vinnuhóparnir skipti námsefninu niður í þætti með skilgreindu markmiði fyrir hvern þátt, sbr. 13. lið. Fræðslunefndirnar skilgreini starfssvið sérgreinar sinn- ar og velji síðan þá þætti úr námsefninu, sem þarf til að mennta nema fyrir starfssviðið. Fulltrúar starfsgreinar geta farið fram á endurskoðun námsefnis fyrir greinina, svo og setningu námsskrár um nýtt námsefni. Nefndin telur eðlilegt, að þau hagsmunasamtök, sem tilnefna menn í slíkar fræðslunefndir, greiði þeim þókn- un fyrir störf þeirra. 16.2 Verkskólaráð, skipað fulltrúum frá samtökum vinnumarkaðarins, kennurum, nemendum, sérfræðingum og embættismönnum Menntamálaráðuneytisins, verði ráðuneytinu til ráðgjafar um stefnumörkun og meiri háttar nýjungar eða breytingar í verk- og tækninámi, sbr. lið III. 1.5. hér á eftir. 16.3 Orlof kennara á verk- og tæknisviðinu verði að nokkru skipulagt sem þáttur í myndun tengsla milli at- vinnulífs og skóla, þannig að kennurum verði að jafnaði gert að taka vinnuleyfi á ákveðnum fresti og starfa þá ekki við kennslu, heldur vinna í hlutaðeigandi atvinnu- grein, kynna sér hana erlendis eða starfa að samningu námsbóka eða námsgagna í kennslugrein sinni í samráði við fulltrúa atvinnugreinarinnar. 17. Útgáfa bóka og kennslugagna. Nefndin vekur athygli á því, að útgáfa bóka og kennslugagna fyrir verk- og tækninám er verulegt vanda- mál, sem afar vel verður að gaumgæfa, þegar nám á þessu sviði er endurskipulagt, eins og tillögur nefndar- innar miða að. Telur nefndin eðlilegast, að málið verði a. m. k. í fyrstu leyst þannig, að Iðnskólaútgáfan verði efld og útvíkkuð í þessu skyni, og beinir nefndin þeim tilmælum til Sambands iðnskóla á íslandi, að það vinni að slíkri breytingu á starfsgrundvelli útgáfunnar. 18. Um menntun kennara. Vakin skal athygli á því, að menntun kennara er grund- vallaratriði í allri áætlanagerð um þróun verk- og tækni- menntunar, sbr. liði 13. og 16. hér að framan. Menntamálaráðuneytið setji reglur um menntunarkröf- ur til kennara á öllum stigum verk- og tæknináms. III. MEGINTILLÖGUR UM ALMENN ATRIÐI OG FRAMKVÆMD 1. Yfirstjórn. Verk- og tæknimenntun er mjög víðtækt svið, í vax- andi mæli sérhæft og afar mikilvægt fyrir efnahagsþróun þjóðarinnar. Er brýnt, að yfirstjórn þessa þáttar fræðslu- mála verði samræmd innan vébanda Menntamálaráðu- neytisins og kvaddir þar til starfa sérfróðir aðilar. Af fyrrgreindum sökum leggur nefndin til eftirfarandi aðgerðir og skipulagsbreytingar. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 67

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.