Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Qupperneq 33

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Qupperneq 33
1. Innan ráðuneytisins verði umsjá málefna verk- og tæknimenntunar á framhaldsskólastigi, svo og verk- náms í gagnfræðaskóla, sameinuð í óskipta starfsein- ingu, er að verði ráðnir nægir sérhæfðir starfskraftar samkvæmt því, sem starfsgreining á verkefnum ráðu- neytisins leiðir í ljós um þörfina fyrir slíka starfs- menn. 2. Starfsliðsþörf við þau verk, sem starfseining þessi þarf að vinna, verður mjög sveiflótt og enn sveiflóttari fyrir einstakar greinar tæknimenntunar. MannaflaþÖrfin verður að líkindum mest um seinni hluta skammtíma- lausnar, minnkar síðan, en vex aftur um seinni hluta millilausnar, og síðan dregur úr þörfinni smám saman. Þá verða einnig talsverðar breytingar á samsetningu starfsliðs á tímabilinu. í fyrsta áfanganum verða aðal- lega not fyrir ákvarðendur um námsinnihald, bæði verklegt og bóklegt, þ. e. einkum verk- og tæknifræð- inga með kennslureynslu og sérfræðinga í bóklegum greinum; síðan koma til sérfræðingar í námsmati og þörf atvinnulífsins fyrir menntun, einnig sérfræðingar í nýtni á kennslu og tækjanotkun, enn fremur kerfis- fræðingar og tölfræðingar vegna rafreiknisvinnslu. Ljóst er, að skipulag á vinnu starfseiningarinnar, svo og ráðningartími einstaklinga til ákveðinna verka, þarf að vera í mjög sveigjanlegu formi í samræmi við rök hvers vinnuáfanga. 3. Umrædd starfseining verði sérstök skor, verk- og tœkninámsskor, innan fræðslumáladeildar ráðuneytis- ins, og heyrir undir hana málefni allra þeirra skóla/ námsbrauta, sem verk- og tæknimenntunarnefnd hefur fjallað um, nema búfræði- og garðyrkjunám, svo og tæknifræði- og verkfræðinám á háskólastigi. Fræðslu- máladeild á samkvæmt skjalinu „Menntamálaráðu- neytið, verkefni, skipulag og starfsreglur", útg. 7. maí 1971, að fjalla um málefni flestra umræddra skóla, og telur nefndin heppilegra til samræmingar að stofna skor fyrir verk- og tækninám innan vébanda hennar en að skilja þessar námsbrautir frá öðrum skólum í sérstaka deild. Nefndin gerir ráð fyris því, að skóla- rannsóknadeild verði verk- og tækninámsskorinni og fræðslumáladeild til ráðuneytis um námsskrá og náms- efni, prófagerð, endurmenntun kennara o. fl. 4. Meðal viðfangsefna verk- og tækninámsskorar verði eftirtalin atriði: 4.1 Undirbúningur að menntunaráætlun fyrir verk- og tæknisviðið í samráði við skólarannsóknadeild og fjármála- og áætlanadeild. 4.2 Samning og endurskoðun námsskrár, þ. á m. for- skrift verkþjálfunaráfanga í námi, sbr. iið II. 13., svo og samvinna við fulltrúa starfsgreina um val námsþátta. 4.3 Kennslueftirlit, námsstjórn og könnunarpróf. 4.4 Meistarafræðsla iðnnáms, meðan hún er enn við lýði, staðfesting námssamninga o. þ. u. 1. 4.5 Samráð og aðstoð viðvíkjandi útgáfu og útvegun kennslubóka og annarra námsgagna, svo og kennslutækja, sbr. lið II. 17. 4.6 Kennsluaðstaða og húsnæði verk- og tæknilegra skóla, þ. á m. tækjamiðstöð, í samráði við bygg- ingadeild. 4.7 Sérmenntun og endurmenntun verkskólakennara, í samráði við skólarannsóknadeild. 4.8 Mannaflaspá fyrir þörf á menntuðu vinnuafli vegna ýmissa starfsgreina, í samvinnu við og með aðstoð verkskólaráðs, sbr. einnig lið II. 16. 5. Verk- og tækninámsskor og ráðuneytinu til aðstoðar og ráðgjafar verði Verkskólaráð, er leysi Iðnfræðslu- ráð af hólmi og útvíkki starfssvið þess til allra þeirra skóla og námsbrauta, sem skorin skal fjalla um. Full- trúar í Verkskólaráði verði 15-20 talsins, tilnefndir af helztu samtökum vinnumarkaðarins á þessu sviði, kennurum og nemendum skóla, sem heyra undir skor- ina; auk þess fulltrúar frá ráðuneytinu og sérfróðir aðilar, sem ráðuneytið skipar án tilnefningar. Verk- skólaráð haldi a. m. k. tvo fundi árlega til þess að fjalla um ársskýrslu skorarinnar og ganga frá fram- kvæmdaáætlun næsta árs. Verkskólaráð kjósi 5 manna framkvtsmdanefnd úr sínum hópi, og haldi hún fundi eigi sjaldnar en mán- aðarlega. Hlutverk framkvæmdanefndar verði stöðug ráðgjöf um stefnumörkun í verk- og tækninámi og umsjón með skilgreiningu námskrafna og vali náms- þátta, sbr. liði II. 13 og II. 16. Sérstök reglugerð verði sett, er kveði á um kjörtímabil, skipan, réttindi, skyld- ur, verkefni og starfshætti Verkskólaráðs. 2. Lagabreytingar. Verði álitsgerð verk- og tæknimenntunarnefndar sam- þykkt, er nauðsynlegt að hefja þegar á næsta hausti undir- búning að þeim lagabreytingum, sem nauðsynlegar eru til að koma á hinu nýja kerfi. í samræmi við þetta virð- ist nefndinni eðlilegast, að haustið 1971 verði skipaðar laganefndir, svo sem hér greinir: 1. 3ja—4urra manna nefnd, er fjalli um málefni iðnskóla, þ. e. endurskoðun laga nr. 68/1966 um iðnfræðslu og laga nr. 18/1971 um breyting á þeim lögum, en einnig fjalli nefndin um málefni Póst- og símaskóla, að því er varðar nám símvirkja. 2. 2ja—3ja manna nefnd, er fjalli um málefni vélskóla, sbr. lög nr. 67/1966 um vélstjóranám. Þessi nefnd athugi einnig, hvort æskilegt sé og tímabært að efna til sérstakrar lagasetningar um nám loftskeyta- manna. 3. 2ja—3ja manna nefnd, er fjalli um málefni stýrimanna- skólanna, sbr. lög nr. 84/1966 um Stýrimanaskólann í Reykjavík, lög nr. 73/1964 um stýrimannaskóla í Vestmannaeyjum og lög nr. 52/1968 um atvinnurétt- indi skipstjórnarmanna á íslenzkum skipum. Einnig má benda hér á reglugerð nr. 1/1967 fyrir Stýrimanna- skólann í Reykjavík, svo og frumvarp til laga um skól- TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 69

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.