Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Side 42

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Side 42
SKÝRSLA IÐNFRÆÐSLURÁÐS UM TÖLUIÐNNEMA í ÁRSLOK 1967 OG 1968 Samkvæmt töflum þeim, sem hér fara á eftir, voru nemendur í Reykjavík á staðfestum iðnnámssamningi í árslok 1967 alls 1385 og í árslok 1968 voru þeir 1287 talsins. í árslok 1966 voru iðnnemar í Reykjavík 1419 og hefur þeim því fækkað um 34 á árinu 1967 0g 98 til viðbótar á árinu 1968. Frá árslokum 1966 til ársloka 1968 hefur nemendum á staðfestum iðnnámssamningum í Reykjavík því fækkað um 132. Annars staðar á landinu eru við árslokin 1967 alls 1192 nemendur og í árslok 1968 1067 iðnnemar á stað- festum námssamningum. í árslok 1966 voru 1086 nem- endur á staðfestum námssamningum utan Reykjavíkur og hefur því fjölgað um 106 á árinu 1967 en fækkað um 125 á árinu 1968. Frá árslokum 1966 til ársloka 1968 hefur nemendum á staðfestum námssamningum því fækk- að um 19 utan Reykjavíkur. A öllu landinu voru í árslok 1966 í gildi 2505 iðnnáms- samn:ngar í árslok 1967 2577 og í árslok 1968 alls 2354 samningar. Arið 1967 hefur því fjölgað um 72 iðnnema á landinu og það ár hafa verið flestir iðnnemar á íslandi. Árið 1968 hefur iðnnemum aftur fækkað um 223 og eru iðnnemar nú álíka margir og á árunum 1964 og 1965. Að fenginni reynzlu má vænta þess, að ríflega 100 námssamningar hafi verið ókomnir til staðfestingar um áramótin og má því búast við bví, að við árslok 1968 hafi verið um 2500 iðnnemar á námssamningum á öllu landinu. Síðustu níu ár hefur fjöldi iðnnema á öllu landinu verið sem hér segir: Á þessu tímabili hefur iðnnemum fjölgað um 744 eða um rúmlega 46%. í árslok 1967 voru flestir iðnnemar í Reykjavík eða 1385, í Gullbringu- og Kjósarsýslu 280, á Akureyri 247, í Hafnarfirði 120, í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 117 og í Árnessýslu 91. Breytingar frá árinu 1966 eru þær helztar, að iðn- nemum hefur fjölgað í öllum þessum umdæmum, nema í Reykjavík og Gullbringu- og Kjósarsýsla er komin með næstflesta nemendur en Akureyri hefur færzt niður í þriðja sæti. Við árslok 1968 er þessi röð óbreytt. í Reykjavík eru 1287 nemendur, í Gullbringu- og Kjósarsýslu 268, á Ak- ureyri 234, í Hafnarfirði 115, í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu 112 og í Árnessýslu 68 nemendur. Á þessu ári hefur því orðið fækkun í öllum þessum umdæmum. Fjölmennusm iðngreinarnar, sem hafa yfir 100 nem- endur, eru þessar í árslok 1968: Húsasmíði 559, raf- magnsiðn 222, vélvirkjun 208, bifvélavirkjun 188, múr- un 156, hárgreiðsla 143 og húsgagnasmíði 107. Hér hafa orðið nokkrar breytingar frá árinu 1966. Verulega hef- ur fækkað nemum í vélvirkjun (um 67) og rafmagnsiðn (um 45), nokkuð fækkað í húsasmíði (um 22) og hús- gagnasmíði (um 12). Fjöldi nema í múrun og bifvéla- virkjun hefur svo til staðið í stað en fjölgað um 42 í hár- greiðslu. Röð fjölmennustu iðngreinanna hefur breytzt til samræmis við þetta. Þær 40 iðngreinar, sem töldu 100 nemendur, eða færri, við árslok 1968 skiptast eftir nemendafjölda, sem hér segir: Árið 1960 Staðfestir námssamningar alls 1610 1961 - - - 1800 Fjöldi nemenda Fjöldi iðngreina 1962 - - - 1891 10 eða færri 17 1963 - - - 2061 11-20 8 1964 - - 2289 21-40 8 1965 _ — - 2459 1966 — _ - 2505 41-60 5 1967 - - - 2577 61-80 1 1968 — - - 2354 81-100 1 78 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.