Fréttablaðið - 13.11.2009, Síða 16
13. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR
GÓÐAR
FRÉTTIR
Frídreifing verður áfram á höfuðborgarsvæðinu, suðvestur-
horninu, Akranesi, Reykjanesi, Akureyri, í Borgarnesi og Árborg.
Nú verður Fréttablaðið líka aðgengilegt í öllum öðrum
landshlutum og fæst í lausasölu á kostnaðarverði.
Þeir sem hafa áhuga á að fá blaðið til sölu á kostnaðarverði
vinsamlegast hafi samband við Pósthúsið í síma 585 8300.
Hér færðu Fréttablaðið á kostnaðarverði:
Nú er Fréttablaðið
aðgengilegt hringinn
í kringum landið.
Ásbyrgi Verslunin Ásbyrgi ehf
Baula Verslun
Blönduós N1
Potturinn og pannan
Dalvík N1 – Olís
Egilsstaðir N1
Eskifjörður Shell skáli
Kría veitingastaður
Fellabær Olís
Hella Olís
Hellissandur Hraðbúð N1
Húsavík N1 – Olís – Shell skáli
Hvolsvöllur N1
Höfn N1 – Olís
Ísafjörður N1
Kópasker Búðin Kópasker
Laugarvatn Tjaldmiðstöðin
Neskaupstaður Olís
Ólafsfjörður Olís
Ólafsvík N1 – Olís
Raufarhöfn Verslunin Urð
Reyðarfjörður N1 – Olís – N1
Rif Umboð Shell / Tandur
Sauðárkrókur N1 – Shell skáli
Siglufjörður Olís
Skagaströnd Olís
Staðarskáli N1
Stykkishólmur Bónus – Olís – Bakarí
Stöðvarfjörður Brekkan veitingastaður
Vestm.eyjar N1
Víðigerði Verslunin Víðigerði
Vík N1
Vopnafjörður N1
Þórshöfn N1
Hægt er að fá Fréttablaðið sent
frítt í tölvupósti á morgnana
eða nálgast það á Visir.is.
AFGANISTAN, AP Barack Obama
Bandaríkjaforseti hefur enn ekki
tekið ákvörðun um hvort fjölgað
verði í herliði Bandaríkjamanna
í Afganistan.
Í sumar sagði bandaríski hers-
höfðinginn Stanley McChrystal,
sem er yfirmaður fjölþjóðaliðs
NATO og Bandaríkjanna í Afgan-
istan, nauðsynlegt að fá fjörutíu
þúsund bandaríska hermenn til
landsins í viðbót við þá sem fyrir
eru. Að öðrum kosti væri engin
von til þess að sigur næðist í bar-
áttu við talibana og aðra upp-
reisnarhópa.
Nú stígur hins vegar Karl Eiken-
berry, sendiherra Bandaríkjanna
í Kabúl, fram og segir mesta óráð
að senda fleiri hermenn til Afgan-
istans. Eikenberry er fyrrver-
andi herforingi og var um tíma
yfirmaður fjölþjóðaliðs NATO
og Bandaríkjanna í Kabúl. Hann
hefur síðustu daga sent hvert
bréfið á fætur öðru til stjórnvalda
í Washington þar sem hann segir
allt of mikla óvissu ríkja um stöðu
og áform Hamids Karzais forseta
til þess að verjandi sé að veita
honum frekari stuðning. Karz-
ai hafi engan veginn sýnt fram á
getu sína til þess að ráðast gegn
spillingu í stjórn sinni.
Eikenberry telur einnig að
fjölgun bandarískra hermanna í
Afganistan geri Afgana enn háð-
ara Bandaríkjunum, sem væri í
andstöðu við öll markmið um að
hjálpa þjóðinni til sjálfstæðis.
Á miðvikudag átti Obama fund
með hópi yfirmanna úr hernum,
„stríðsráði“ sínu svonefndu, þar
sem þeir kynntu fyrir honum
fjórar tillögur að framhaldi
aðgerðanna í Afganistan. Snerust
þær allar um að fjölga hermönn-
um, en þó mismikið. Vonast hafði
verið til að þetta yrði lokafund-
ur Obamas með stríðsráðinu áður
en hann tæki ákvörðun, en hann
hafnaði öllum tillögunum.
Efasemdir Eikenberrys um
Karzai eiga hljómgrunn meðal
bandarískra ráðamanna. Í gær
sagðist Hillary Clinton utanríkis-
ráðherra hafa áhyggjur af „spill-
ingu, skorti á gegnsæi, lélegu
stjórnarfari og vanburða réttar-
ríki“ í Afganistan.
Karzai tekur í næstu viku
formlega við öðru kjörtímabili
sínu sem forseti. Mótframbjóð-
andi hans, Abdullah Abdullah,
dró framboð sitt til baka áður en
önnur umferð kosninganna átti að
fara fram, meðal annars vegna
efasemda um réttmæti kosning-
anna. gudsteinn@frettabladid.is
Bandaríkjastjórn
hikar í Afganistan
Sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan varar við fjölgun í herliði Bandaríkja-
manna í landinu. Obama hafnaði á miðvikudag öllum tillögum herforingja
sinna um framhald hernaðar í Afganistan. Efasemdir um Karzai forseta.
Á LEIÐ TIL AFGANISTANS? Bandarískir hermenn gengu fylktu liði í New York á miðvikudag, þegar minnst var loka fyrri heimsstyrj-
aldarinnar. NORDICPHOTOS/AFP
SJÁVARÚTVEGSMÁL Vilhjálmur Vil-
hjálmsson, deildarstjóri uppsjáv-
arsviðs HB Granda, segir sam-
starf sjávarútvegsráðuneytisins,
Hafrannsóknastofnunar og fyrir-
tækja í rannsóknum á síldarstofn-
inum í haust hafa tekist ákaflega
vel. Hann telur samstarfið hafa
lagt grunninn að því að gefinn var
út byrjunarkvóti á dögunum.
„Það má fullyrða að samstarfið
hafi leitt til þess að þó þetta afla-
mark var gefið út. Fimmtán þús-
und tonna rannsóknarkvótinn, sem
ráðuneytið gaf út, gerði útgerðar-
fyrirtækjunum og Hafrannsókna-
stofnun kleift að fara í útbreiðslu-
könnun og síðan í stofnmælingu
sem staðfesti að stofninn var mun
stærri en síðustu tvær mælingar
bentu til,“ segir Vilhjálmur.
Samkvæmt ákvörðun sjávarút-
vegsráðherra var gefinn út fjöru-
tíu þúsund tonna byrjunarkvóti í
íslensku sumargotssíldinni. Koma
alls um 4.500 tonn í hlut skipa HB
Granda. Að sögn Vilhjálms veiddu
skip félagsins um 18.200 tonn á síð-
ustu vertíð.
Vilhjálmur segir ástæðu til að
hafa miklar áhyggjur af sýking-
unni í síldinni og rannsóknum á
henni, útbreiðslu og afleiðingum sé
hvergi nærri lokið. Vilhjálmur vill
ekki útiloka að hægt verði að auka
við kvótann síðar í vetur. - shá
Vinnubrögð við rannsóknir á stærð og ástandi síldarstofnsins tókust vel:
Samstarf skilaði síldarkvóta
SÍLD MOKAÐ UPP Skipin voru við veiðar
upp í harðalandi í fyrra og útsýnið á
kvöldgöngunni óviðjafnanlegt.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
MEXÍKÓ, AP Mexíkóski fíkniefnabar-
óninn Joaquin „El Chapo“ Guzman
Loera er í 41. sæti á nýjum lista
tímaritsins Forbes yfir 67 valda-
mestu einstaklinga veraldar.
Guzman hefur verið á flótta
síðan hann strauk úr fangelsi í
Mexíkó árið 2001 og er talinn í
felum í fjalllendinu norðan til í
Mexíkó. Hann er einnig eftirlýstur
í Bandaríkjunum. Þetta er í fyrsta
sinn sem áhrifamikill glæpamaður
er settur á þennan lista.
Guzman er ofar á listanum en
forsetar á borð við Dmitrí Med-
vedev í Rússlandi, Nicolas Sar-
kozy í Frakklandi og Hugo Chavez
í Venesúela.
Í grein í tímaritinu segir að stað-
setning Guzmans á listanum sé
ekki hugsuð sem endanleg niður-
staða, heldur upphaf að umræðu:
„Eiga fyrirlitlegir glæpamenn
á borð við mexíkóska milljarða-
mæringinn og fíkniefnabaróninn
Joaquin Guzman,“ spyr tímaritið,
„yfirleitt heima á þessum lista?“
Í mars síðastliðnum setti tíma-
ritið Guzman í 701. sætið á lista
sínum yfir auðugustu menn ver-
aldar. Auður hans er talinn nema
um einum milljarði Bandaríkja-
dala.
Íbúar Mexíkó eru þó ekki allir
undrandi: „Eiturlyfjasalar hafa
alltaf verið áhrifamiklir,“ segir
lesandi frá Mexíkó í athugasemd
á vefsíðu Forbes. - gb
Nýr listi tímaritsins Forbes yfir valdamesta fólk heims:
Fíkniefnabarón er á listanum
JOAQUIN „EL CHAPO“ GUZMAN LOERA
Þrettán ára gömul mynd af milljarða-
mæringnum sem felur sig í fjöllum
Mexíkó. NORDICPHOTOS/AFP