Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.11.2009, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 13.11.2009, Qupperneq 16
 13. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR GÓÐAR FRÉTTIR Frídreifing verður áfram á höfuðborgarsvæðinu, suðvestur- horninu, Akranesi, Reykjanesi, Akureyri, í Borgarnesi og Árborg. Nú verður Fréttablaðið líka aðgengilegt í öllum öðrum landshlutum og fæst í lausasölu á kostnaðarverði. Þeir sem hafa áhuga á að fá blaðið til sölu á kostnaðarverði vinsamlegast hafi samband við Pósthúsið í síma 585 8300. Hér færðu Fréttablaðið á kostnaðarverði: Nú er Fréttablaðið aðgengilegt hringinn í kringum landið. Ásbyrgi Verslunin Ásbyrgi ehf Baula Verslun Blönduós N1 Potturinn og pannan Dalvík N1 – Olís Egilsstaðir N1 Eskifjörður Shell skáli Kría veitingastaður Fellabær Olís Hella Olís Hellissandur Hraðbúð N1 Húsavík N1 – Olís – Shell skáli Hvolsvöllur N1 Höfn N1 – Olís Ísafjörður N1 Kópasker Búðin Kópasker Laugarvatn Tjaldmiðstöðin Neskaupstaður Olís Ólafsfjörður Olís Ólafsvík N1 – Olís Raufarhöfn Verslunin Urð Reyðarfjörður N1 – Olís – N1 Rif Umboð Shell / Tandur Sauðárkrókur N1 – Shell skáli Siglufjörður Olís Skagaströnd Olís Staðarskáli N1 Stykkishólmur Bónus – Olís – Bakarí Stöðvarfjörður Brekkan veitingastaður Vestm.eyjar N1 Víðigerði Verslunin Víðigerði Vík N1 Vopnafjörður N1 Þórshöfn N1 Hægt er að fá Fréttablaðið sent frítt í tölvupósti á morgnana eða nálgast það á Visir.is. AFGANISTAN, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort fjölgað verði í herliði Bandaríkjamanna í Afganistan. Í sumar sagði bandaríski hers- höfðinginn Stanley McChrystal, sem er yfirmaður fjölþjóðaliðs NATO og Bandaríkjanna í Afgan- istan, nauðsynlegt að fá fjörutíu þúsund bandaríska hermenn til landsins í viðbót við þá sem fyrir eru. Að öðrum kosti væri engin von til þess að sigur næðist í bar- áttu við talibana og aðra upp- reisnarhópa. Nú stígur hins vegar Karl Eiken- berry, sendiherra Bandaríkjanna í Kabúl, fram og segir mesta óráð að senda fleiri hermenn til Afgan- istans. Eikenberry er fyrrver- andi herforingi og var um tíma yfirmaður fjölþjóðaliðs NATO og Bandaríkjanna í Kabúl. Hann hefur síðustu daga sent hvert bréfið á fætur öðru til stjórnvalda í Washington þar sem hann segir allt of mikla óvissu ríkja um stöðu og áform Hamids Karzais forseta til þess að verjandi sé að veita honum frekari stuðning. Karz- ai hafi engan veginn sýnt fram á getu sína til þess að ráðast gegn spillingu í stjórn sinni. Eikenberry telur einnig að fjölgun bandarískra hermanna í Afganistan geri Afgana enn háð- ara Bandaríkjunum, sem væri í andstöðu við öll markmið um að hjálpa þjóðinni til sjálfstæðis. Á miðvikudag átti Obama fund með hópi yfirmanna úr hernum, „stríðsráði“ sínu svonefndu, þar sem þeir kynntu fyrir honum fjórar tillögur að framhaldi aðgerðanna í Afganistan. Snerust þær allar um að fjölga hermönn- um, en þó mismikið. Vonast hafði verið til að þetta yrði lokafund- ur Obamas með stríðsráðinu áður en hann tæki ákvörðun, en hann hafnaði öllum tillögunum. Efasemdir Eikenberrys um Karzai eiga hljómgrunn meðal bandarískra ráðamanna. Í gær sagðist Hillary Clinton utanríkis- ráðherra hafa áhyggjur af „spill- ingu, skorti á gegnsæi, lélegu stjórnarfari og vanburða réttar- ríki“ í Afganistan. Karzai tekur í næstu viku formlega við öðru kjörtímabili sínu sem forseti. Mótframbjóð- andi hans, Abdullah Abdullah, dró framboð sitt til baka áður en önnur umferð kosninganna átti að fara fram, meðal annars vegna efasemda um réttmæti kosning- anna. gudsteinn@frettabladid.is Bandaríkjastjórn hikar í Afganistan Sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan varar við fjölgun í herliði Bandaríkja- manna í landinu. Obama hafnaði á miðvikudag öllum tillögum herforingja sinna um framhald hernaðar í Afganistan. Efasemdir um Karzai forseta. Á LEIÐ TIL AFGANISTANS? Bandarískir hermenn gengu fylktu liði í New York á miðvikudag, þegar minnst var loka fyrri heimsstyrj- aldarinnar. NORDICPHOTOS/AFP SJÁVARÚTVEGSMÁL Vilhjálmur Vil- hjálmsson, deildarstjóri uppsjáv- arsviðs HB Granda, segir sam- starf sjávarútvegsráðuneytisins, Hafrannsóknastofnunar og fyrir- tækja í rannsóknum á síldarstofn- inum í haust hafa tekist ákaflega vel. Hann telur samstarfið hafa lagt grunninn að því að gefinn var út byrjunarkvóti á dögunum. „Það má fullyrða að samstarfið hafi leitt til þess að þó þetta afla- mark var gefið út. Fimmtán þús- und tonna rannsóknarkvótinn, sem ráðuneytið gaf út, gerði útgerðar- fyrirtækjunum og Hafrannsókna- stofnun kleift að fara í útbreiðslu- könnun og síðan í stofnmælingu sem staðfesti að stofninn var mun stærri en síðustu tvær mælingar bentu til,“ segir Vilhjálmur. Samkvæmt ákvörðun sjávarút- vegsráðherra var gefinn út fjöru- tíu þúsund tonna byrjunarkvóti í íslensku sumargotssíldinni. Koma alls um 4.500 tonn í hlut skipa HB Granda. Að sögn Vilhjálms veiddu skip félagsins um 18.200 tonn á síð- ustu vertíð. Vilhjálmur segir ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af sýking- unni í síldinni og rannsóknum á henni, útbreiðslu og afleiðingum sé hvergi nærri lokið. Vilhjálmur vill ekki útiloka að hægt verði að auka við kvótann síðar í vetur. - shá Vinnubrögð við rannsóknir á stærð og ástandi síldarstofnsins tókust vel: Samstarf skilaði síldarkvóta SÍLD MOKAÐ UPP Skipin voru við veiðar upp í harðalandi í fyrra og útsýnið á kvöldgöngunni óviðjafnanlegt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MEXÍKÓ, AP Mexíkóski fíkniefnabar- óninn Joaquin „El Chapo“ Guzman Loera er í 41. sæti á nýjum lista tímaritsins Forbes yfir 67 valda- mestu einstaklinga veraldar. Guzman hefur verið á flótta síðan hann strauk úr fangelsi í Mexíkó árið 2001 og er talinn í felum í fjalllendinu norðan til í Mexíkó. Hann er einnig eftirlýstur í Bandaríkjunum. Þetta er í fyrsta sinn sem áhrifamikill glæpamaður er settur á þennan lista. Guzman er ofar á listanum en forsetar á borð við Dmitrí Med- vedev í Rússlandi, Nicolas Sar- kozy í Frakklandi og Hugo Chavez í Venesúela. Í grein í tímaritinu segir að stað- setning Guzmans á listanum sé ekki hugsuð sem endanleg niður- staða, heldur upphaf að umræðu: „Eiga fyrirlitlegir glæpamenn á borð við mexíkóska milljarða- mæringinn og fíkniefnabaróninn Joaquin Guzman,“ spyr tímaritið, „yfirleitt heima á þessum lista?“ Í mars síðastliðnum setti tíma- ritið Guzman í 701. sætið á lista sínum yfir auðugustu menn ver- aldar. Auður hans er talinn nema um einum milljarði Bandaríkja- dala. Íbúar Mexíkó eru þó ekki allir undrandi: „Eiturlyfjasalar hafa alltaf verið áhrifamiklir,“ segir lesandi frá Mexíkó í athugasemd á vefsíðu Forbes. - gb Nýr listi tímaritsins Forbes yfir valdamesta fólk heims: Fíkniefnabarón er á listanum JOAQUIN „EL CHAPO“ GUZMAN LOERA Þrettán ára gömul mynd af milljarða- mæringnum sem felur sig í fjöllum Mexíkó. NORDICPHOTOS/AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.