Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2009næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Fréttablaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 26
26 13. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Helgi K. Hjálmsson skrifar um kjör eldri borgara Ellilífeyrisþegar munu lengi minnast 1. júlí 2009. Þá vann núverandi ríkisstjórn eitt mesta óþurftarverk varðandi þann hóp borgara þessa lands, sem með hörðum höndum og ósérhlífni byggði það upp. Þann dag tóku gildi lög, sem tekjutengdu svo- kallaðan grunnlífeyri ásamt ýmsum öðrum skerðingum á áunnum kjarabótum til handa ellilífeyrisþegum. Landssamband eldri borgara mótmælti harðlega væntanleg- um skerðingum og síðan eftir að skerðingarnar tóku gildi var enn og aftur mótmælt og þess kraf- ist að þessar aðgerðir yrðu tafar- laust dregnar til baka. Meðal annars í opnu bréfi til félags- málaráðherra, Árna Páls Árna- sonar. Ellilaun mikils þorra eldri borgara voru þarna skert nán- ast fyrirvaralaust. Með þessum aðgerðum er verið að taka til baka (stela) réttmætum ellilíf- eyri, sem lagður hafði verið til hliðar til elliáranna. Kominn er tími til að líta frekar á ellilífeyrisþega sem launþega en eftirlaunaþega og í mörgum tilfellum nánast sem ölmusufólk. Við erum launþegar í þeim skilningi að ellilífeyrir, hvort sem hann kemur frá hinum frjálsu lífeyrissjóðum eða hinu opinbera, er laun sem hafa verið lögð til hliðar með greiðslu í lífeyrissjóði, sömu- leiðis til TR (Tryggingastofnun ríkisins), til endurgreiðslu við starfslok. Grunnlífeyrir sem TR ber að greiða er ekkert annað en endurgreiðsla á a t v i n nu - tekjum. Með þetta í huga má það kallast hreinn þjófnaður af hálfu hins opin- bera að tekju- tengja þennan grunnlífeyri, svo sem nú er gert. Svo og að skerða hann sem hlutfall af laun- um frá því sem var í maí 1969, þegar allsherjar samkomulag var gert milli samningsaðila vinnumarkaðarins með aðkomu og stuðningi ríkisvaldsins, um að koma á lífeyrissjóðakerfi fyrir allt launafólk. Það er leitt til þess að vita að verk þeirra mætu manna, sem að þessu verki unnu, þeirra Bjarna Bene- diktssonar, ráðherra, Edvarðs Sigurðssonar, formanns ASÍ og Björgvins Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra Vinnuveitenda- sambandsins, skulu að engu höfð í einhverri örvæntingarfullri aðgerð til að bjarga ríkissjóði. Þarna finnst mér að ríkisvaldið leggist æði lágt. Það hefur aldrei þótt stórmannlegt að leggjast á lítilmagnann. Það er alveg ljóst að þegar þetta samkomulag var gert þá stóð aldrei til að hinir frjálsu lífeyrissjóðir myndu í tímans rás yfirtaka skuldbind- ingu TR á greiðslu grunnlífeyr- is eins og ýmsir eru núna farnir að halda fram. Einróma samkomulag þess- ara aðila var, að forsenda þessa væri, að upphæð grunnlífeyris almannatrygginga þyrfti að hald- ast í um það bil 20 prósentum af launum verkafólks. Þá yrði grunnlífeyririnn og greiðslur frá lífeyrissjóðum, þegar þeir hefðu náð fullum þroska, þ.e. eftir að fólk hefði greitt til þeirra iðgjald heila starfsævi, 75-80% af sam- tímalaunum viðkomandi starfs- stéttar. Þetta má meðal annars mjög vel sjá á samningi þeim sem einnig var undirritaður þá um tekjutryggingu til handa því fólki sem aldurs vegna hafði ekki möguleika til þess að afla sér fullra réttinda frá lífeyris- sjóðum. Samtök opinberra starfsmanna hafa vandlega gætt þess að þeirra viðsemjendur hafa staðið við sitt að því er varðar lífeyrisréttindi og njóta nær 80% launa sinna við starfslok, sem er ágætt svo langt sem það nær. ASÍ og VSÍ hafa því miður ekki gætt þess sem skyldi að gæta hagsmuna sinna umbjóðenda gagnvart rík- inu að þessu leyti. Það nær auð- vitað engri átt að láta ríkið kom- ast upp með það að brjóta svona freklega rétt eftirlaunafólks með því bæði að tekjutengja hinn svo- kallaða grunnlífeyri svo og að hann skuli ekki hafa fylgt eðli- legri launaþróun. Verst er þó, að með því að svipta ellilífeyrisþega ellilífeyri sínum, eru virðuleg stjórnvöld í raun að stela. Þjófnaður, hverju nafni sem hann nefnist, þó svo að hann eigi að heita lögvarinn, er engum stjórnvöldum eða virðu- legum alþingismönnum til sóma. Ég skora á þá alþingismenn, sem hugsanlega hafa einhverja sóma- tilfinningu, að fella úr gildi þenn- an „lögvarða þjófnað“ án tafar. Höfundur er formaður Lands- sambands eldri borgara. Ellilífeyrir UMRÆÐAN Örn Sigurðsson skrifar um sveitarstjórnarmál Við Íslendingar erum eftirbátar granna okkar í lýðræðis málum. Oftar en ekki bera stjórnmál og stjórnsýsla hér fremur keim af ein- ræði en lýðræði. Fram er komið á Alþingi frum- varp til laga um fjölgun í sveitar- stjórnum til samræmis við ákvæði í lögum á öðrum Norðurlöndum. Fyrsti flutningsmaður er Þór Saari. Samkvæmt íslenskum lögum er hámarks fjöldi fulltrúa 27, en í nor- rænum lögum er hins vegar kveðið á um lágmarks fjölda í samræmi við íbúatölu sveitarfélags. Að sænsk- um lögum ættu fulltrúar í Reykja- vík t.d. að vera 61 að lágmarki, 41 í Kópavogi og 31 á Akureyri. Í flestum norrænum sveitar- félögum er tala fulltrúa enn hærri, svona rétt til að styrkja lýðræðið. Í Þrándheimi eru fulltrúar t.d. 85 eða 30% fleiri en krafist er. Fjölgun fulltrúa eflir lýðræðið, bætir tengsl íbúa og sveitarstjórna og leiðir til aukinnar skilvirkni og gagnsæis. Í janúar 1908 var fulltrúum í Reykjavík fjölgað úr 11 í 15. Í októ ber 2009 eru þeir enn 15 þó á röskri öld hafi íbúatala Reykjavíkur fimmtánfaldast, landsframleiðsla á hvern íbúa fimmtánfaldast, þjón- ustu- og lýðræðiskrafa margfaldast og umfang stjórnsýslu því a.m.k. tvöhundruðfaldast. Frambjóðandi til borgarstjórnar Reykjavíkur þarf nú að fá um 7% atkvæða og eru engin fordæmi um svo lága tölu fulltrúa og háan lýð- ræðisþröskuld í jafnstórum sveitar- félögum hjá grannþjóðunum. Nær útilokað er fyrir einstaklinga og samtök utan landsmálaflokka að komast til áhrifa. Lýðræðisskerðingin stríðir gegn alþjóðasáttmálum og er andstæð viðhorfum og venjum í lýðræðis- ríkjum þar sem meginmarkmiðið er ekki að torvelda heldur að auð- velda almenna þátttöku borgar- anna. Í r á ð hú s i Reykjavíkur ríkir fáræði (e. oligarchy), næsti bær við einræði. Þar er jafnan við völd naum- ur meirihluti með minni hluta kjósenda að baki, sem sópar til sín völdum og vegtyllum á meðan 6 eða 7 fulltrú- ar minnihluta sitja aðgerðalitlir á hliðarlínunum. Í áratugi hefur borgarstjórnin ekki valdið hlutverki sínu sökum fámennis. Nægir að nefna hæpn- ar stjórnkerfisbreytingar og fjöl- mörg stórmál á sviði borgarskipu- lags, samgöngumála og nú síðast REI-málið. Helstu mótbárur gegn fjölgun í sveitarstjórnum eru að stjórnun verði þunglamalegri og að kostnað- ur aukist en því er til að svara að það er á valdi rétt kjörinna sveitar- stjórna að ákvarða greiðslur, verk- lag og verkaskiptingu. Með fjölgun taka kjörnir fulltrúar í Reykjavík t.d. við störfum í borgarkerfinu, sem nú eru mönnuð af umboðs- lausum einstaklingum neðarlega af framboðslistum fjórflokksins. Gagnsæi, jöfnuður, ábyrgð og skilvirkni aukast og þar með minnka spilling og sóun. Valda- einokun fjórflokksins hverfur. Neikvæð áhrif landsbyggðarafla og atkvæðamisvægis minnka eða hverfa og sjálfstæði borgarstjórn- ar gagnvart ríkisvaldinu vex. Þörf fyrir ráðandi meirihluta og öfluga leiðtoga minnkar eða hverfur. Hingað til hefur fjórflokkurinn í Reykjavík skammtað fulltrúum sínum rífleg laun án þess að um fulla vinnu hafi verið að ræða enda hafa margir stundað önnur störf, m.a á Alþingi og í ríkisstjórn. Almennur ábati af fjölgun kjör- inna fulltrúa í sveitarstjórnum er aukið lýðræði og réttlæti, sem seint verða of dýru verði keypt. Höfundur er arkitekt og stjórnar- maður í Samtökum um betri byggð. 15 fulltrúar í 110 ár HELGI K. HJÁLMSSON ÖRN SIGURÐSSON UMRÆÐAN Sunna Magnúsdóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir og Kristj- án Valgeir Þórarinsson skrifa um háskóla Hvernig komum við okkur út úr kreppunni? Eitt er víst að það er ekki með því að draga úr mennt- un þjóðarinnar. Íslendingar leggja nú þegar hlutfallslega minna af þjóðarframleiðslu sinni til menntun- ar en helstu nágrannaþjóðir okkar og hlutfall háskólamenntaðs fólks er lægra en á meðal þessara sömu þjóða. Það er skýrt í huga okkar að sameining tveggja stærstu háskóla landsins er ekki sá valkostur sem kemur okkur út úr kreppunni. Af hverju ekki? Nemendur vilja hafa val um hvað þeir læra og hvar þeir læra það. Íslenskir háskólar eru ólíkir inn- byrðis, þeir leggja mismunandi miklar áherslur á hina ýmsu þætti háskólanáms og þeir henta fólki þ.a.l. misvel. Í HR er t.d. lögð áhersla á að kenna í smærri hópum og mikið er um hópavinnu. Nemendur vinna raunhæf verk- efni fyrir stofnanir og atvinnulíf- ið sem er dýrmætur grunnur fyrir framtíðarstörf okkar. Áhersla er á nýsköpun í náminu og þeir sem vilja einbeita sér að rannsóknum geta unnið þær í samstarfi við fræði- menn á heimsmælikvarða. Þetta val og þessi sérstaða var ekki í boði í íslensku háskólasamfélagi þegar HR var stofnaður fyrir 11 árum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og þetta er framþróun sem má ekki stöðva og útrýma með því að hverfa aftur til fortíðar. Góð menntun er lykillinn að fjölbreyttu og farsælu þjóðfélagi. Háskólinn í Reykjavík hefur þar að auki skapað sér sess í alþjóð- legu háskóla- sa mfélagi á ýmsum svið- um og verður leiðandi afl í að koma Íslandi út úr kreppunni. Sameining eða samvinna? Stór hluti nem- enda allra háskóla landsins kemur til með að verja næstu árum í uppbyggingar starf þjóðarinnar og menntunin okkar er eldsneytið. Samkeppni er af hinu góða og bætir nám skólanna, hefur hvetjandi áhrif á fræðimenn, kennara og nemend- ur skólanna. Skólarnir veita hver öðrum aðhald og verða fyrir vikið samkeppnishæfari á alþjóðlegan mælikvarða. Sjálfsagt er að háskól- arnir vinni saman á ýmsum sviðum í hagræðingarskyni, en mikilvægt er að það feli ekki í sér neikvæð áhrif á sérstöðu skólanna og sam- keppnina. Vilji nemenda Gæði menntunar á Íslandi er hags- munamál allrar þjóðarinnar. Ef tryggja á gæði og fjölbreytni í háskólamenntun á Íslandi er sam- eining ekki lausnin. Höfundar sitja í stjórn Stúdenta- félags Háskólans í Reykjavík. Framþróun háskóla KRISTÍN TRYGGVADÓTTIR KRISTJÁN VALGEIR ÞÓRARINSSON SUNNA MAGNÚSDÓTTIR Sími 551-7722 · www.indianmango.is Eldumindverskt með hjartanu Á horni Frakkastígs og Grettisgötu IndianMangoRestaurant Indian Mango í 2 s æti á Trip Advisor *An experience you won’t want to miss !” *Absolutely delicio us *Like nothing we h ave tasted before, lo vely. *Indian Mango is w orth a trip to Icelan d *One of the best in the world... *What a surprise to find such excellent Indian food in Iceland Gluten free food Blaðad ómar: Matur og Vín , Morg unblað ið, Steing rímur Sigurg eirsson : „Ný ví dd í in dversk ri mata rgerð á Ísland i“ „Magn aður M angó“ Allt, F réttabl aðið, E dda Jó hannsd óttir „Að el da ind verskt með hj artanu “ „Að ve ra í ma tarboð i hjá G eorge e r eins o g að vera st addur á fímm stjörn u veitin gastað “ Sirrý s krifar, Morgu nblaði ð, Sigríðu r Arna rdóttir „...á fr ábæru m veiti ngasta ð á hei msmæ likvarð a á Frak kastíg. “ Sendiherra Indlands á Íslandi:„Wonderful food and service.. will definately recommend you...“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 269. tölublað (13.11.2009)
https://timarit.is/issue/297812

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

269. tölublað (13.11.2009)

Aðgerðir: