Fréttablaðið - 13.11.2009, Side 28

Fréttablaðið - 13.11.2009, Side 28
28 13. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Drífa Hjartardóttir, Drífa Snæ- dal, Kolbrún Stefánsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Þórey A. Matthíasdóttir skrifa um konur í stjórnmála- um Það er á ábyrgð okkar allra að kjörnir fulltrúar endurspegli þjóðina og fjölbreytileika hennar. Í marga áratugi hefur verið háð barátta fyrir jöfnum kynjahlut- föllum í stjórnmálum sem annars staðar og hefur takmarkinu ekki enn verið náð þrátt fyrir að flestir séu sammála um mikilvægi þess. Okkur greinir á um leiðir og hvar ábyrgðin liggur. Stjórnmálaflokk- arnir hafa allir gert eitthvað til að leiðrétta kynjamisréttið þó þeir hafi valið mismunandi aðferðir. Öll getum við þó verið sammála um að við viljum jafnrétti, að við verð- um að hvetja til þess að það náist og leggja okkar af mörkum. Ein leið er til dæmis að hvetja konur til að taka þátt í stjórnmálum og komandi sveit- arstjórnarkosn- ingum. Frænd- ur okkar Danir fóru í átak á þessu ári til að hvetja konur til þátttöku og gáfu út handbók með góðum ráðum til handa konum sem hyggja á þátt- töku í sveitarstjórnum. Okkur þykir full ástæða til að miðla þess- um góðu ráðum áfram til íslenskra kvenna og hvetja þær um leið til að hafa áhrif á umhverfi sitt með þátttöku í komandi kosningum. 1. Láttu vaða – ekki draga úr kjarkinum með afsökunum eins og reynsluleysi eða þekkingar- skorti. Reynslan og þekkingin kemur með tímanum. 2. Skráðu þig í stjórnmálaflokk – taktu þátt í grasrótarstarfinu í flokkunum, þar er tækifærið til að hafa áhrif á stefnuna og koma áhuga sínum á framfæri. 3. Láttu í þér heyra – æfðu þig í því að taka til máls, skrifaðu grein- ar og taktu þátt í fundum. 4. Lærðu af reynslu annarra – taktu eftir því hverjir hafa áhrif og hvernig. 5. Vertu raunsæ – skoðaðu hvernig má samþætta vinnu, fjölskyldu- líf og pólitíkina. Ekki ætla þér að vera fullkomin á öllum svið- um heldur gerðu þitt besta. 6. Tryggðu þér stuðning fjölskyld- unnar – þátttaka í stjórnmál- um krefst tíma og þá er mikil- vægt að hafa traust bakland og að skyldum heimilisins sé jafnt skipt. 7. Styrktu tengslanetið – vertu dug- leg að sækja fundi og taka þátt í félagsstarfi hjá hinum ýmsu þrýstihópum, það veitir reynslu og styrkir tengsl. 8. Forgangsraðaðu – nýttu kraft- ana þar sem áhugasvið þitt ligg- ur og reynsla þín nýtist best. Það gerir vinnuna skemmtilegri og árangursríkari. 9. Vertu þú sjálf – stattu við sann- færingu þína og hafðu umburð- arlyndi fyrir skoðunum ann- arra. 10. Mundu að staðan veitir tæki- færi – með þátttöku í sveitar- stjórnarmálum getur þú haft áhrif á nærumhverfið og færð rödd til að láta í þér heyra í stjórnmálum og fjölmiðlum. Nýttu fagþekkinguna innan kerfisins. Að auki má bæta því við að konur innan stjórnmála eru flest- ar meðvitaðar um mikilvægi þess að styðja og styrkja hver aðra á þeim vettvangi sem karlar hafa verið ráðandi. Nýttu þér reynslu annarra kvenna hvar í flokki sem þær standa og leitaðu ráða. Sjáumst í baráttunni! Drífa Hjartardóttir, formað- ur Landssambands sjálfstæð- iskvenna. Drífa Snædal, framkvæmdastýra Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Kolbrún Stefánsdóttir, varafor- maður Frjálslynda flokksins. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, for- maður Kvennahreyfingar Sam- fylkingarinnar. Þórey A. Matthíasdóttir, formað- ur Landssambands framsóknar- kvenna. Tíu hollráð fyrir þig sem hyggur á þátttöku í stjórnmálum DRÍFA HJARTARDÓTTIR DRÍFA SNÆDAL KOLBRÚN STEFÁNSDÓTTIR STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR ÞÓREY A. MATTHÍASDÓTTIR UMRÆÐAN Eiríkur G. Guðmundsson skrifar um norræna skjaladag- inn Á morgun verður norræni skjala-dagurinn haldinn á Norður- löndum. Verða Þjóðskjalasafn Íslands, Borgarskjalasafn og Hér- aðsskjalasafn Kópavogs með sér- staka dagskrá í húsakynnum ÞÍ við Laugaveg 162 frá kl. 11. Þema dags- ins verður „konur og kvenfélög“. Við sama tækifæri tekur mennta- málaráðherra nýjan manntalsvef Þjóðskjalasafns Íslands formlega í notkun. Árið 2001 hóf Þjóðskjalasafn vinnu við að tölvuskrá manntöl sem safnið varðveitir og birta þau leitarhæf á netinu. Verkið gekk hægt þar til sérstök fjárveiting fékkst árið 2007 til þess að gera tíu manntöl stafræn og aðgengileg fyrir vefinn á tveimur til þremur árum. Um stærsta verkefni safns- ins á sviði miðlunar til þessa er að ræða. Fyrir almenning og fræði- menn er þetta bylting í aðgengi að þessum mikilvægu heimildum. Frá því að Þjóðskjalasafn setti stafræna gerð manntalsins 1703 á vefinn haustið 2001 hefur það verið eitt helsta forgangsverkefni safns- ins á sviði rafrænnar miðlunar að tölvusetja manntöl sem það varð- veitir og gera þessar lykilheimild- ir um persónusögu og staðfræði aðgengilegar á netinu. Rafræn gerð manntalanna er forsenda allr- ar alvöru talningar og vinnslu og skapar fjölmarga nýja möguleika til rannsókna. Norðurlandaþjóðirnar eru einna ríkastar þjóða af manntölum. Í þeim hópi eru Íslendingar hvað lán- samastir, en tvö elstu heildar- manntöl á Norð- urlöndum voru tekin á Íslandi, 1703 og 1762. Áhugi á ætt- fræði hér á landi hefur allt- af verið mikill og er augljós- lega enn. Án efa hafði tilkoma Íslendingabók- ar mikil áhrif enda geysilegt hag- ræði að geta á augabragði leitað yfir netið að ættmennum sínum og prófað skyldleika sinn við aðra. Manntölin gefa þó mun ítarlegri upplýsingar en Íslendingabók, þar sem þau eru svipmyndir af heim- ilum í landinu á hverjum tíma, flokkaðar eftir sóknum og sýsl- um og ömtum. Þannig eru mann- töl, auk þess að sýna fjölskyldur, lykilheimildir um heimilin, hús- bændur, börn og hjú, kynskiptingu og atvinnuskiptingu og fjölmargt annað sem varpar ljósi á aðstæð- ur fyrri alda. Þau eru grunnheim- ildir um héraðssögu og aðstæður í byggðum landsins áður en þéttbýl- ismyndun gjörbylti því landslagi. Þannig má ætla að þeim sem hafa áhuga á ættfræði finnist áhugavert að kynnast aðstæðum forfeðranna í því ljósi sem manntölin varpa á íslenskt samfélag áður fyrr. Mann- tölin eru, auk þess að vera skrár yfir fólk, skrár yfir býli, sóknir og byggðir í landinu á hverjum tíma. Aðgengi að þeim á netinu mun gjör- breyta aðstöðu almennings til ætt- fræði- og átthagarannsókna. Slóð manntalsvefjarins er manntal.is. Höfundur er sviðsstjóri upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns Íslands. Bylting í ættfræði- og átthagarannsóknum UMRÆÐAN Elín Þuríður Samúelsdóttir skrifar um sykursýki Alþjóðadagur sykursjúkra er 14. nóvem-ber. Deginum er ætlað að vekja athygli fólks á sjúkdómnum sem talinn er vera ein mesta heilsufarsógn 21. aldarinnar. Sameinuðu þjóðirnar hafa viðurkennt þennan dag, á sama hátt og alnæmisdaginn, og er sykursýki fyrsti sjúkdómurinn sem ekki er smitandi sem fær þá stöðu. Deginum er ætlað að vekja athygli á sjúkdómnum og taka Samtök sykur- sjúkra á Íslandi virkan þátt í honum með því að bjóða upp á blóðsykursmælingar fyrir almenning þeim að kostnaðarlausu. Líf með sykursýki er ákveðinn lífs- stíll sem fólk þarf að temja sér ætli það sér að lifa sem eðlilegustu lífi. Talið er að mjög margir sykur- sjúkir einstaklingar á Íslandi hafi ekki verið greindir. 12. mars 1991 greindist ég með sykursýki tegund 1, mánuði fyrir fermingu. Á þessum tíma hafði ég grennst töluvert sem mér fannst nú ekki leiðinlegt en vissi ekki að það var eitt af einkennum ómeðhöndl- aðrar sykursýki. Ég var stöðugt þyrst og þurfti mjög oft að fara á salernið. Ég man að kennslustundirnar í grunnskóla voru 40 mínútur og síðustu 10 mínútur tímans voru kvöl og pína fyrir mig þar sem ég taldi mjög grunsamlegt að biðja um að fara á salerni oft í kennslustund. Það var ekki fyrr en ég fór að ræða málið við mömmu og segja henni frá því óheyrilega magni af vökva sem ég hafði drukkið að hún átt- aði sig á hvað var í gangi. Hún fór strax með mig til læknis og tjáði honum að ég væri með sykursýki. Það reyndist rétt og síðan hef ég notað insúlínsprautur og nú insúlíndælu. Það tók mig töluvert mörg ár að komast úr minni afneitun og fara að virða sjúkdóminn eins og mér bar. Ég hef aldrei látið sykursýkina stoppa mig í neinu sem ég hef viljað gera. Ég hef verið mjög opin með hana og hef talið mér lífsnauðsynlegt að fræða fólk í kringum mig á því að ég sé sykursjúk ef eitthvað kemur upp á en að öðru leyti hugsaði ég lítið um sjúkdóm- inn. Nú síðustu árin hef ég tekið mig á varð- andi stjórnun á blóðsykri. Ekki síst er það að þakka insúlíndælumeðferðinni sem ég er á í dag. Með tilkomu dælunnar jókst þekking mín á sykursýkinni. Ég geri mér meðal ann- ars betur grein fyrir því hversu mikið insúlín ég nota á mismunandi tímum dagsins. Dælan gerir mér auðveldara fyrir að halda blóðsykr- inum innan marka en hún er engin töfralausn nema ég sé sjálf tilbúin að mæla blóðsykurinn og velta fyrir mér kolvetnainnihaldi fæðunn- ar. Sykursýkin hefur ekki hamlandi áhrif á líf mitt. Ég hef gengið með eitt barn og ég stunda þau áhuga- mál sem höfða til mín. Í sumar gekk ég á fjöll og synti út í Viðey svo eitthvað sé nefnt. En til þess að ég ætli að lifa eðlilegu lífi, án þess að láta sykursýk- ina stjórna mér, þarf ég að bera mikla virðingu fyrir henni og veita henni ákveðinn tíma af lífi mínu dag- lega. Ég mæli blóðsykurinn allt að sex sinnum á dag, einfaldlega til að vita hvernig staðan er hverju sinni. Suma daga gef ég mér oft insúlín og aðra ekki. Það þýðir ekki að ég sé slæm af sykursýkinni heldur það að ég er að lifa eðlilegu lífi sem felur í sér að borða og hreyfa sig mismikið milli daga. Samtök sykursjúkra á íslandi hafa starfað frá árinu 1971 og er hlutverk þeirra meðal annars að veita fræðslu um sykursýki og bæta félagslega aðstöðu syk- ursjúkra. Samtökin standa fyrir nokkrum fræðslu- fundum á ári og gönguferðir eru fastur liður í starfinu svo eitthvað sé nefnt. Á morgun verður alþjóðadagur sykursjúkra og af því tilefni standa samtökin fyrir blóðsykursmæling- um í Smáralind frá 12.00-16.00. Öllum er velkomið að láta mæla sig. Sjúkdómurinn getur verið til staðar í fólki í töluvert langan tíma áður en fólk áttar sig á ein- kennum en það er mjög mikilvægt fyrir heilsu fólks að greina sjúkdóminn sem fyrst. Höfundur er sykursjúkur og meðlimur í stjórn Samtaka sykursjúkra. Líf með sykursýki UMRÆÐAN Eygló Rúnarsdóttir skrifar um unglingastarf Vöffluilmur og glaðværar raddir mættu gestum félagsmiðstöðv- arinnar Frosta við Frostaskjól mið- vikudaginn 4. nóvember síðastliðinn. Þá var Félagsmiðstöðvadagurinn í Reykjavík 2009 og unglingar buðu systkini, foreldra, afa, ömmur og aðra áhugasama velkomna í félags- miðstöðina sína þetta kvöld. Svip- að var uppi á teningnum í flestum þeim 23 félagsmiðstöðvum í Reykja- vík þar sem unglingar og starfsfólk tóku höndum saman þetta kvöld. Víða notuðu unglingarnir tækifærið og stóðu fyrir fjáröflun vegna ýmissa verkefna og seldu veitingar og vörur. Sums staðar skoruðu unglingar á for- eldra sína og aðra gesti í spurninga- keppni, tölvuleiki, borðtennis, billi- ard og fótboltaspil. Annars staðar voru leiksýningar, myndasýningar, tónlistarflutningur og aðrar uppák- omur. Eitt var þó sammerkt með félagsmiðstöðvunum þetta kvöld. Þar skemmtu sér allir hið besta. Félagsmið- stöðvar í Reykja- vík eiga sér ára- tuga sögu þótt starfsemin hafi breyst í takt við tíðarandann frá því Fellahell- ir hóf starfsemi sína í Breiðholti 9. nóvember 1974. Viðfangs- efnin hafa alla jafna tekið mið af áhuga unglinganna á hverjum tíma, þörfum þeirra og væntingum til starfseminnar en blómlegt félags- starf og stuðningur við menningu ungs fólks hefur ávallt verið rauður þráður í starfsemi félagsmiðstöðv- anna. Félagsmiðstöðvadagurinn í Reykjavík var fyrst haldinn í nóvem- ber 2005. Markmiðið var að kynna það starf sem þar fór fram fyrir foreldrum og öðrum áhugasömum. Hugmyndin kviknaði upphaflega hjá framsýnum frístundaráðgjafa og hafði legið í dvala nokkur miss- eri. Tilefnið var m.a. umræða um félagsmiðstöðvarnar sem vígi ungl- inganna þar sem margir foreldr- ar höfðu sjaldan eða aldrei komið, jafnvel þótt unglingarnir eyddu þar lunganum af sínum frítíma. Fyrsti félagsmiðstöðvadagurinn mæltist vel fyrir og nokkrir foreldrar kíktu í heimsókn þennan fyrsta félags- miðstöðvadag. Síðan þá hefur gest- um fjölgað jafnt og þétt og í ár var víða troðið út úr dyrum þegar leikar stóðu sem hæst. Aðsókn á félagsmiðstöðvadaginn í ár helst í hendur við aukna aðsókn unglinga í starf félagsmiðstöðvanna það sem af er árinu. Starfið blómstr- ar og unglingarnir láta til sín taka í starfinu, ýmist sem virkir þátttak- endur í því sem þar fer fram eða við skipulag og framkvæmd starfsins, enda unglingar dugmikið fólk. Unglingar, frístundaráðgjaf- ar, foreldrar og aðrir góðir gestir félagsmiðstöðvadagsins í Reykjavík 2009 – takk fyrir frábæra skemmtun og ánægjulega samveru og sjáumst á Félagsmiðstöðvadeginum að ári. Höfundur er verkefnastjóri ungl- ingastarfs ÍTR og formaður Félags fagfólks í frítímaþjónustu. Innlit í heim unglinga EIRÍKUR G. GUÐMUNDSSON EYGLÓ RÚNARSDÓTTIR ELÍN ÞURÍÐUR SAMÚELSDÓTTIR Aðeins eitt verð 1.190, - kr/kg Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Ath! Sama hvað það er. Allur ferskur fi skur, allir fi skréttir ....allur fi skur í fi skborði. Tilboðið gildir alla vikuna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.