Fréttablaðið - 13.11.2009, Page 31
Lára Björk Hördal, nemi í kvikmynda-
fræði og ensku við Háskóla Íslands, hefur
lengi haft gaman af eldamennsku og er
orðin það sleip í matargerðarlistinni að
hún getur sett saman uppskriftir eftir að
hafa bragðað tiltekna rétti. Á það meðal
annars við um pitsu sem hún kynntist á
kaffihúsinu The Quarter í Liverpool þar
sem hún bjó um skeið.
„Pitsan er með geitaosti og sultuðum
lauk og þótti mér hún svo góð að ég ákvað
að reyna að búa hana til upp á eigin spýt-
ur. Ég notaði pitsubotn úr matreiðslubók
Nönnu Rögnvaldardóttur og steikti lauk-
inn upp úr smjöri og púðursykri. Pitsan
hitti í mark og er nánast alveg eins og sú
sem ég fékk á kaffihúsinu,“ segir Lára.
Hún segir pitsuna eitt af sínum helstu
trompum og býr hún hana ósjaldan til
þegar gesti ber að garði.
Lára segir félaga sinn, snilldarkokk-
inn Hjálmar Sigmarsson, hafa smitað sig
af matargerðaráhuganum. „Ég fékk oft að
smakka góðan mat hjá honum og upp úr
því fór ég að prófa mig áfram. Þessa dag-
ana er ég hrifnust af mið-austurlenskum
mat og geri hinar ýmsu tilraunir.“
vera@frettabladid.is
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
TÍSKUSÝNING fataiðnaðardeildar Tækniskólans fer
fram á laugardagskvöldið klukkan 20 í Skautahöllinni í
Laugardal. Sýnd verða föt eftir 31 nemanda auk tveggja
gesta. Sýningin er hluti af Unglist, listahátíð unga fólks-
ins sem Hitt húsið stendur fyrir.
Eldar af fingrum fram
Á kaffihúsi í Liverpool kynntist Lára Björk Hördal pitsu sem henni fannst svo góð að hún ákvað að reyna
að búa hana til upp á eigin spýtur. Tilraunin heppnaðist vel og nú er pitsan eitt af hennar aðalsmerkjum.
Gestir Láru hafa margir hverjir fengið að bragða á pitsunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Pitsudeig (úr Matreiðslubók
Nönnu)
1/2 tsk. perluger
250 ml ylvolgt vatn
400 g hveiti eða eftir þörfum
2 msk. ólívuolía
1/2 tsk. salt
Gerið leyst upp í volgu vatni.
Þegar það freyðir er um
helmingnum af hveitinu hrært
saman við. Það er síðan látið
lyfta sér við stofuhita í um eina
klukkustund. Þá er olíu og salti
hrært saman við og síðan meira
hveiti þar til deigið er hnoðun-
arhæft en þó fremur lint.
Hnoðað vel þar til deigið er slétt
og silkimjúkt. Þá er það sett í
hveitistráða skál, breitt yfir hana
og deigið láta standa þar til
það hefur tvöfaldast. Það er
síðan slegið niður, sett á
hveitistráð borð og flatt út
með lófum eða kökukefli.
Álegg
1-2 rauðlaukar (eftir smekk)
púðursykur
geitaostur (hvítur, fæst í Búrinu og
í Nóatúni)
pitsaostur
pitsusósa
Laukurinn skorinn niður og
steiktur í nokkrar mínútur á
pönnu, eða þar til hann er
orðinn mjúkur. Púðursykur
settur á pönnuna. Lára setur
slatta. Látið malla í smá stund
á lágum hita eða þangað til
laukurinn er orðinn karamellu-
kenndur. Sósan sett á pitsu-
botninn og lauknum dreift yfir.
Osturinn skorinn niður í bita
og honum raðað á
pitsuna. Pitsaost-
inum stráð yfir.
Bakað við 180-
200 gráður í
um það bil 20
mínútur.
PITSA MEÐ GEITAOSTI OG SULTUÐUM LAUK
Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207
Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is
Verð 8.290 kr.
Villibráðar-
hlaðborð
22. október - 18. nóvember
Síðasta helgin!
Nú fer hver að verða síðastur
í villibráðarhlaðborð Perlunnar.
Jólahlaðborð Perlunnar hefst 19. nóvember
Tilboð mán.-þri. 6.890 kr. — Verð: 7.890 kr.