Fréttablaðið

Date
  • previous monthNovember 2009next month
    MoTuWeThFrSaSu
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Fréttablaðið - 13.11.2009, Page 31

Fréttablaðið - 13.11.2009, Page 31
Lára Björk Hördal, nemi í kvikmynda- fræði og ensku við Háskóla Íslands, hefur lengi haft gaman af eldamennsku og er orðin það sleip í matargerðarlistinni að hún getur sett saman uppskriftir eftir að hafa bragðað tiltekna rétti. Á það meðal annars við um pitsu sem hún kynntist á kaffihúsinu The Quarter í Liverpool þar sem hún bjó um skeið. „Pitsan er með geitaosti og sultuðum lauk og þótti mér hún svo góð að ég ákvað að reyna að búa hana til upp á eigin spýt- ur. Ég notaði pitsubotn úr matreiðslubók Nönnu Rögnvaldardóttur og steikti lauk- inn upp úr smjöri og púðursykri. Pitsan hitti í mark og er nánast alveg eins og sú sem ég fékk á kaffihúsinu,“ segir Lára. Hún segir pitsuna eitt af sínum helstu trompum og býr hún hana ósjaldan til þegar gesti ber að garði. Lára segir félaga sinn, snilldarkokk- inn Hjálmar Sigmarsson, hafa smitað sig af matargerðaráhuganum. „Ég fékk oft að smakka góðan mat hjá honum og upp úr því fór ég að prófa mig áfram. Þessa dag- ana er ég hrifnust af mið-austurlenskum mat og geri hinar ýmsu tilraunir.“ vera@frettabladid.is Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 TÍSKUSÝNING fataiðnaðardeildar Tækniskólans fer fram á laugardagskvöldið klukkan 20 í Skautahöllinni í Laugardal. Sýnd verða föt eftir 31 nemanda auk tveggja gesta. Sýningin er hluti af Unglist, listahátíð unga fólks- ins sem Hitt húsið stendur fyrir. Eldar af fingrum fram Á kaffihúsi í Liverpool kynntist Lára Björk Hördal pitsu sem henni fannst svo góð að hún ákvað að reyna að búa hana til upp á eigin spýtur. Tilraunin heppnaðist vel og nú er pitsan eitt af hennar aðalsmerkjum. Gestir Láru hafa margir hverjir fengið að bragða á pitsunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Pitsudeig (úr Matreiðslubók Nönnu) 1/2 tsk. perluger 250 ml ylvolgt vatn 400 g hveiti eða eftir þörfum 2 msk. ólívuolía 1/2 tsk. salt Gerið leyst upp í volgu vatni. Þegar það freyðir er um helmingnum af hveitinu hrært saman við. Það er síðan látið lyfta sér við stofuhita í um eina klukkustund. Þá er olíu og salti hrært saman við og síðan meira hveiti þar til deigið er hnoðun- arhæft en þó fremur lint. Hnoðað vel þar til deigið er slétt og silkimjúkt. Þá er það sett í hveitistráða skál, breitt yfir hana og deigið láta standa þar til það hefur tvöfaldast. Það er síðan slegið niður, sett á hveitistráð borð og flatt út með lófum eða kökukefli. Álegg 1-2 rauðlaukar (eftir smekk) púðursykur geitaostur (hvítur, fæst í Búrinu og í Nóatúni) pitsaostur pitsusósa Laukurinn skorinn niður og steiktur í nokkrar mínútur á pönnu, eða þar til hann er orðinn mjúkur. Púðursykur settur á pönnuna. Lára setur slatta. Látið malla í smá stund á lágum hita eða þangað til laukurinn er orðinn karamellu- kenndur. Sósan sett á pitsu- botninn og lauknum dreift yfir. Osturinn skorinn niður í bita og honum raðað á pitsuna. Pitsaost- inum stráð yfir. Bakað við 180- 200 gráður í um það bil 20 mínútur. PITSA MEÐ GEITAOSTI OG SULTUÐUM LAUK Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is     Verð 8.290 kr. Villibráðar- hlaðborð 22. október - 18. nóvember Síðasta helgin! Nú fer hver að verða síðastur í villibráðarhlaðborð Perlunnar. Jólahlaðborð Perlunnar hefst 19. nóvember Tilboð mán.-þri. 6.890 kr. — Verð: 7.890 kr.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue: 269. tölublað (13.11.2009)
https://timarit.is/issue/297812

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

269. tölublað (13.11.2009)

Actions: