Fréttablaðið - 13.11.2009, Side 36

Fréttablaðið - 13.11.2009, Side 36
4 föstudagur 13. nóvember Vera Sölvadóttir og Magnús Jónsson eru dúettinn BB & Blake. Dúettinn varð til árið 2006 en fyrsta platan, sem heitir einfaldlega BB & Blake, er þessa dagana að skríða á Netið og í búðir. Dúett- inn ætlar sér að gera usla á dansgólfunum og segir að það sé miklu skemmtilegra að vera í hljómsveit í kreppu en í góðæri. Texti: Dr. Gunni Ljósmyndir: Valgarður Gíslason P latan er miklu fjöl- breyttar i en það sem við höfum sýnt af okkur til þessa,“ segir Magnús Jóns- son. „Við erum ekkert endilega í þessu sama poppi og var það fyrsta sem fólk heyrði með okkur. Við förum aðeins yfir í eitís-sándið og trip hopp. Þarna er líka frönsk kaffihúsastemning í einu lagi. Það er alltaf verið spyrja mann hvern- ig tónlist maður er að gera en ég veit aldrei hvernig tónlist ég er að gera. Veit það nokkur? Ég fer allt- af bara út í horn. Vóó … ég er bara að gera einhverja músík.“ Vera: „Við samt byrjuðum á því að hugsa, til dæmis: Gerum hérna eitt diskólag. Og svo breytt- ist allt í ferlinu og varð eitthvað allt annað.“ Magnús: „Það var enginn út- gangspunktur. Við ákváðum bara að gera lög saman. Við komum úr ólíkum áttum og erum með ólíkan bakgrunn. Hún hefur búið mikið í Frakklandi og hefur gert heim- ildarmyndir og ég er leikari. þetta smitast inn í lögin.“ GENGIÐ Á MEÐ HLÉUM Vera: „Ég var að gera lokaverkefni í kvikmyndaskóla sem ég var í úti í Frakklandi. Einhver jólin kom ég heim og heyrði eitthvert disk- ólag með Magga sem mér leist vel á og vildi fá í myndina. Ég spurði hann bara og þannig byrjaði þetta. Það varð eiginlega skiptidíll út úr þessu. Ég fékk lagið en Maggi bað mig um að syngja inn á lag sem hann var að gera og vildi hafa á frönsku. Við fórum svo bara að senda músík á milli í tölvupósti.“ Magnús: „Við sögðum aldrei: Nú stofnum við hljómsveit og förum inn í skúr og teljum í. Þetta hefur bara gengið á með hléum. Stund- um hefur hún verið á fullu í sínu og ég í leiklistinni. Nú þegar platan er komin verður bandið áberandi um hríð. Við erum búin að fjölga í því. Árni Kristjánsson (gítarleik- ari Silfurtóna og Vonbrigða) og Dj Hlynur eru orðnir fastir meðlimir og við erum með fullt af fólki sem droppar inn á tónleika.“ Útgáfutónleikar plötunnar verða annað kvöld, laugardagskvöld- ið 14. nóvember, á Sódómu. „Við erum með tvö selebritís sem koma fram með okkur,“ segir Magnús. „Þá Barða Jóhannsson og Ingvar E. Sigurðsson. Ingvar er lunkinn á harmóníkunni og leynir á sér á hljómborðinu. Og svo eru þarna líka Jara og Unnur Birna Björns- dóttir – ekki alheimsdrottning, heldur rokkari.“ Vera: „Dóttir hans Magga, Hekla Magnúsdóttir, ætlar líka að koma fram með okkur. Hún spilar á ter- amín og er í hljómsveitinni Báru- járn. Mátti ég ekki segja þetta?“ Magnús: „Ha, jú jú! Ég viður- kenni það alveg að ég er orðinn 44 ára. Er rokkið alveg ónýtt núna?“ Vera: „Nei nei, Rod Stewart er miklu eldri en þú.“ JÁRNIN Í ELDINUM Meðlimir BB & Blake hafa mörg járn í eldinum. Það er íslenska aðferðin. Vera: „Þetta er svolítið kaótískt, ég viðurkenni það. Maggi er að leika á fullu svo við æfum á kvöld- in. Ég er að vinna heimildarmynd með Þorsteini Joð sem við tókum upp í Afríku. Hún er um hjón á Hvolsvelli sem eru komin á eft- irlaunaaldur. Þau eru með skóla úti í Búrkína Fasó. Þegar krepp- an skall á varð erfiðara að fjár- magna skólann svo þau keyrðu tvo jeppa rúmlega níu þúsund kílómetra til að selja þá fyrir skól- ann. Við eltum þau og vonumst til að afraksturinn komi í sjónvarp- ið um jólin. Svo er ég að kenna í Kvikmyndaskóla Íslands. Og líka að búa til stuttmynd með vinum mínum.“ Magnús: „Ég er að æfa fyrir aðra syrpu af Rétti, sem fer í tökur eftir rúma viku. Ég er að koma mér í þann gírinn núna. Ég er svo líka í Brennuvörgunum í Þjóðleikhúsinu og svo fer ég norður og leik Frank- N-Furter í Rocky Horror eftir ára- mót.“ Vera: „Magnús hefur alltaf verið góður í sokkabuxum.“ MAGGI GEIMVERA Magnús er áhugamaður um geim- verur og samsæriskenningar. Ég má til með að spyrja hann aðeins út í það. Vera varar mig við að það geti tekið langan tíma svo ég bið um stuttu útgáfuna. „Aðalatriðið í geimverufræð- um – exopolitics – er að sálin er eilíf. Við erum orka. Þetta er bara millibilsástand, stoppi- stöð,“ segir Magnús. „það sem mér finnst merkilegast núna er að það er enginn að velta áhrif- um bóluefnisins á svínaflensuna. Það er rosalega lítil umræða um það. Allir fjölmiðlar keyra á sömu fölsuninni. Svo þegar maður les aðra hlið á málinu eru margir sem segja: Ekki taka þetta! Bólu- setningin er stórhættuleg! Það er kvikasilfur í þessu og ekki búið að prófa þetta á fólki. Hver segir svo að þessi svínaflensa sé eitthvað hættulegri en aðrar flensur? Það er bara búið að ljúga þessu í haus- inn á okkur.“ Vera: „Af hverju fórum við að tala um þetta?“ Magnús: „Nú, þetta er partur af exopolitics. Þetta er partur af „The new world order agenda“. Exopolitics – hvað er nú það? Magnús: „Það er orð sem rúmar margt, til dæmis geimverufræði og Illuminati. Sumir kalla þetta samsæriskenningar. Ég kalla þetta „alternative thinking“. Ég er stolt- ur af því að vera kallaður Maggi geimvera. Ég er alveg hundrað pró- sent viss um að við séum geim- verur. Í alvöru! Þróunarsaga Dar- wins er bara eitthvað sem er búið BANDIÐ BYRJAÐI SEM SKIPTI ✽ ba k v ið tjö ldi n Uppáhaldsborgin mín: Vera: Í dag er það New York. Magnús: Prag. Land sem langar að heimsækja: Vera: Japan. Magnús: Argentína. Besti árstíminn á Íslandi: Vera: Sumarið. Magnús: Veturinn. Uppáhaldshljómsveit eða tón- listarmaður: Vera: Madonna, Jara og David Bowie. Magnús: Ég kem með klisjuna: David Bowie. Skemmtilegast að gera: Vera: Að vera til. Magnús: Að leika tónlistar- mann uppi í geimnum. En leiðinlegast: Vera: Bíða. Magnús: Ég er of jákvæður til að vita það. Uppskrift að fullkomnum sunnudegi: Vera: Vakna, fara í sund, fara á hestbak, vera svo lengi á hestbaki að maður er að drepast úr hungri og þarf að borða rosalega mikið af kjötsúpu. Fara svo á Annie Hall hafandi aldrei séð hana. Magnús: Vakna, horfa á Esjuna út um gluggann, fá sér morgunmat, fara í Koló, borða sushi og fara svo á Silence of the lambs hafandi aldrei séð hana. Vera Sölvadóttir og Magnús Jónsson eru BB & Blake. „Platan er miklu fjölbreyttari en það sem við höfum sýnt af okkur til þessa.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.