Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.11.2009, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 13.11.2009, Qupperneq 36
4 föstudagur 13. nóvember Vera Sölvadóttir og Magnús Jónsson eru dúettinn BB & Blake. Dúettinn varð til árið 2006 en fyrsta platan, sem heitir einfaldlega BB & Blake, er þessa dagana að skríða á Netið og í búðir. Dúett- inn ætlar sér að gera usla á dansgólfunum og segir að það sé miklu skemmtilegra að vera í hljómsveit í kreppu en í góðæri. Texti: Dr. Gunni Ljósmyndir: Valgarður Gíslason P latan er miklu fjöl- breyttar i en það sem við höfum sýnt af okkur til þessa,“ segir Magnús Jóns- son. „Við erum ekkert endilega í þessu sama poppi og var það fyrsta sem fólk heyrði með okkur. Við förum aðeins yfir í eitís-sándið og trip hopp. Þarna er líka frönsk kaffihúsastemning í einu lagi. Það er alltaf verið spyrja mann hvern- ig tónlist maður er að gera en ég veit aldrei hvernig tónlist ég er að gera. Veit það nokkur? Ég fer allt- af bara út í horn. Vóó … ég er bara að gera einhverja músík.“ Vera: „Við samt byrjuðum á því að hugsa, til dæmis: Gerum hérna eitt diskólag. Og svo breytt- ist allt í ferlinu og varð eitthvað allt annað.“ Magnús: „Það var enginn út- gangspunktur. Við ákváðum bara að gera lög saman. Við komum úr ólíkum áttum og erum með ólíkan bakgrunn. Hún hefur búið mikið í Frakklandi og hefur gert heim- ildarmyndir og ég er leikari. þetta smitast inn í lögin.“ GENGIÐ Á MEÐ HLÉUM Vera: „Ég var að gera lokaverkefni í kvikmyndaskóla sem ég var í úti í Frakklandi. Einhver jólin kom ég heim og heyrði eitthvert disk- ólag með Magga sem mér leist vel á og vildi fá í myndina. Ég spurði hann bara og þannig byrjaði þetta. Það varð eiginlega skiptidíll út úr þessu. Ég fékk lagið en Maggi bað mig um að syngja inn á lag sem hann var að gera og vildi hafa á frönsku. Við fórum svo bara að senda músík á milli í tölvupósti.“ Magnús: „Við sögðum aldrei: Nú stofnum við hljómsveit og förum inn í skúr og teljum í. Þetta hefur bara gengið á með hléum. Stund- um hefur hún verið á fullu í sínu og ég í leiklistinni. Nú þegar platan er komin verður bandið áberandi um hríð. Við erum búin að fjölga í því. Árni Kristjánsson (gítarleik- ari Silfurtóna og Vonbrigða) og Dj Hlynur eru orðnir fastir meðlimir og við erum með fullt af fólki sem droppar inn á tónleika.“ Útgáfutónleikar plötunnar verða annað kvöld, laugardagskvöld- ið 14. nóvember, á Sódómu. „Við erum með tvö selebritís sem koma fram með okkur,“ segir Magnús. „Þá Barða Jóhannsson og Ingvar E. Sigurðsson. Ingvar er lunkinn á harmóníkunni og leynir á sér á hljómborðinu. Og svo eru þarna líka Jara og Unnur Birna Björns- dóttir – ekki alheimsdrottning, heldur rokkari.“ Vera: „Dóttir hans Magga, Hekla Magnúsdóttir, ætlar líka að koma fram með okkur. Hún spilar á ter- amín og er í hljómsveitinni Báru- járn. Mátti ég ekki segja þetta?“ Magnús: „Ha, jú jú! Ég viður- kenni það alveg að ég er orðinn 44 ára. Er rokkið alveg ónýtt núna?“ Vera: „Nei nei, Rod Stewart er miklu eldri en þú.“ JÁRNIN Í ELDINUM Meðlimir BB & Blake hafa mörg járn í eldinum. Það er íslenska aðferðin. Vera: „Þetta er svolítið kaótískt, ég viðurkenni það. Maggi er að leika á fullu svo við æfum á kvöld- in. Ég er að vinna heimildarmynd með Þorsteini Joð sem við tókum upp í Afríku. Hún er um hjón á Hvolsvelli sem eru komin á eft- irlaunaaldur. Þau eru með skóla úti í Búrkína Fasó. Þegar krepp- an skall á varð erfiðara að fjár- magna skólann svo þau keyrðu tvo jeppa rúmlega níu þúsund kílómetra til að selja þá fyrir skól- ann. Við eltum þau og vonumst til að afraksturinn komi í sjónvarp- ið um jólin. Svo er ég að kenna í Kvikmyndaskóla Íslands. Og líka að búa til stuttmynd með vinum mínum.“ Magnús: „Ég er að æfa fyrir aðra syrpu af Rétti, sem fer í tökur eftir rúma viku. Ég er að koma mér í þann gírinn núna. Ég er svo líka í Brennuvörgunum í Þjóðleikhúsinu og svo fer ég norður og leik Frank- N-Furter í Rocky Horror eftir ára- mót.“ Vera: „Magnús hefur alltaf verið góður í sokkabuxum.“ MAGGI GEIMVERA Magnús er áhugamaður um geim- verur og samsæriskenningar. Ég má til með að spyrja hann aðeins út í það. Vera varar mig við að það geti tekið langan tíma svo ég bið um stuttu útgáfuna. „Aðalatriðið í geimverufræð- um – exopolitics – er að sálin er eilíf. Við erum orka. Þetta er bara millibilsástand, stoppi- stöð,“ segir Magnús. „það sem mér finnst merkilegast núna er að það er enginn að velta áhrif- um bóluefnisins á svínaflensuna. Það er rosalega lítil umræða um það. Allir fjölmiðlar keyra á sömu fölsuninni. Svo þegar maður les aðra hlið á málinu eru margir sem segja: Ekki taka þetta! Bólu- setningin er stórhættuleg! Það er kvikasilfur í þessu og ekki búið að prófa þetta á fólki. Hver segir svo að þessi svínaflensa sé eitthvað hættulegri en aðrar flensur? Það er bara búið að ljúga þessu í haus- inn á okkur.“ Vera: „Af hverju fórum við að tala um þetta?“ Magnús: „Nú, þetta er partur af exopolitics. Þetta er partur af „The new world order agenda“. Exopolitics – hvað er nú það? Magnús: „Það er orð sem rúmar margt, til dæmis geimverufræði og Illuminati. Sumir kalla þetta samsæriskenningar. Ég kalla þetta „alternative thinking“. Ég er stolt- ur af því að vera kallaður Maggi geimvera. Ég er alveg hundrað pró- sent viss um að við séum geim- verur. Í alvöru! Þróunarsaga Dar- wins er bara eitthvað sem er búið BANDIÐ BYRJAÐI SEM SKIPTI ✽ ba k v ið tjö ldi n Uppáhaldsborgin mín: Vera: Í dag er það New York. Magnús: Prag. Land sem langar að heimsækja: Vera: Japan. Magnús: Argentína. Besti árstíminn á Íslandi: Vera: Sumarið. Magnús: Veturinn. Uppáhaldshljómsveit eða tón- listarmaður: Vera: Madonna, Jara og David Bowie. Magnús: Ég kem með klisjuna: David Bowie. Skemmtilegast að gera: Vera: Að vera til. Magnús: Að leika tónlistar- mann uppi í geimnum. En leiðinlegast: Vera: Bíða. Magnús: Ég er of jákvæður til að vita það. Uppskrift að fullkomnum sunnudegi: Vera: Vakna, fara í sund, fara á hestbak, vera svo lengi á hestbaki að maður er að drepast úr hungri og þarf að borða rosalega mikið af kjötsúpu. Fara svo á Annie Hall hafandi aldrei séð hana. Magnús: Vakna, horfa á Esjuna út um gluggann, fá sér morgunmat, fara í Koló, borða sushi og fara svo á Silence of the lambs hafandi aldrei séð hana. Vera Sölvadóttir og Magnús Jónsson eru BB & Blake. „Platan er miklu fjölbreyttari en það sem við höfum sýnt af okkur til þessa.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.