Fréttablaðið - 13.11.2009, Síða 38

Fréttablaðið - 13.11.2009, Síða 38
 13. NÓVEMBER 2009 FÖSTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● leikur í höndum Ásta Heiðrún Stefánsdóttir hefur mikla ánægju af sauma- skap og hefur haft síðan í grunnskóla. Um leið og hún saumar á sjálfa sig og alla fjölskylduna fær hún útrás fyrir sköpunargleðina. „Ég fermdist árið 1975 og man vel eftir pilsinu. Það var sítt pils úr flöskugrænu fínflaueli, afskaplega fallegt,“ segir Ásta Heiðrún og brosir. „Ég var í heimavistarskóla á Stóru-Tjörnum í Ljósavatns- skarði, þar sem handavinnu- kennslan var mjög góð. Okkur var meðal ann- ars kennt að sauma, prjóna, hnýta, hekla og sauma út. Það var mjög almenn- ur áhugi á þessum tíma, enda fata- úrvalið á land- inu ekki mikið og föt oft dýr. Þarna og hjá mömmu lagði ég grunn að minni kunnáttu í saumaskap.“ Ásta Heiðrún segir einnig að hefð sé fyrir handavinnu í bæði móðurfjöl- skyldu hennar og föður. Eru þá ekki fjölmargir saumaklúbbar haldnir í fjölskyldunni? „Nei, það er nefnilega svo skrít- ið,“ segir Ásta Heiðrún hlæjandi. „Það eru ekki haldnir formleg- ir saumaklúbbar en við erum hins vegar oft með matar- og kökuklúbba.“ Saumakonan fjölhæfa saumaði á dætur sínar og son frá fæðingu og hún er enn að sauma á dætur sínar sem eru 25 og 28 ára. „Þá er ég komin út í hönnun og það finnst mér afskaplega gaman. Það jafn- ast ekkert á við að hanna og sauma flottan árshátíðarkjól. Ég hef gert nokkra á mig sjálfa þegar þorra- blót hafa verið í sveitinni,“ segir Ásta Heiðrún, sem býr í Reykár- hverfi í Eyjafjarðarsveit. - uhj Smekklegar í sveitinni Ásta Heiðrún segist hafa lagt grunn að kunnáttu sinni í saumaskap í heimavistarskóla á Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði. FRÉTTA- BLAÐIÐ/HEIÐA.IS Eins og sjá má er saumakonunni ýmislegt til lista lagt. „Skólastúlkur eru rosalega duglegar að sauma sjálfar,“ segir Guðlaug Ólafsdóttir í vefnaðarvöruversluninni Virku. Hún segir það hafa færst í aukana að fólk saumi sér föt og hefur fundið fyrir síaukinni sölu á fataefni síðastliðið eitt og hálft ár. „Það koma hingað konur sem segjast ekki hafa saumað í mörg ár en ætla að fara að taka út saumavélina. Skólastúlkur kaupa helst jersey- efnin sem þær nota meðal annars í kjóla, peysur og fleira. Svo eru efni í leggings-buxur sem glansa aðeins rosalega vinsæl og við erum með mikið úrval af þeim í gulli, silfri og svörtu,“ útskýrir Guðlaug. „Soðna ullin og þunn prjónaefni í kjóla og peys- ur eru að koma mikið inn fyrir konur á öllum aldri. Einnig eru „memory taft“-efni tekin mikið í svona pokapils, því þau krumpast og hægt er að forma þau eins og fólk vill,“ útskýrir Guðlaug. „Það er mikið saumað úr jogging-efni, bæði buxur og gallar, og teygjusatín er mjög vinsælt í kjóla ásamt venjulegu satíni,“ bætir hún við. Aðspurð segir hún sniðin einnig fáanleg í versl- uninni. „Við erum með bækur og blöð sem fólk getur flett. Fólk getur sest hérna og skoðað sniðin og við reynum að ráðleggja fólki eins og við getum,“ segir Guðlaug. - ag Fólk duglegt að sauma sjálft Guðlaug segir jersey-efnin vera vinsæl í kjóla, peysur og fleira, auk þess sem glansandi efni í leggings-buxur seljist vel. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Skemmtileg matrósaföt úr smiðju Ástu Heiðrúnar. 20% afsláttur á meðan birgðir endast! Metasys er áhrifaríkt fæðubótaefni sem hefur hjálpað þúsundum Íslendinga við að létta sig. Að auki er Metasys mjög heilnæmt og þykir auka orku og úthald. Þeir sem hafa náð bestum árangri á Metasys hafa bætt inn hæfi- legri hreyfingu og viðhaft skynsamlegt mataræði Kíktu inn á www.metasys.is Þú færð Metasys í heilsu- og lyfjaverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. 100% náttúrulegt

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.