Fréttablaðið - 13.11.2009, Page 39

Fréttablaðið - 13.11.2009, Page 39
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009 3leikur í höndum ● fréttablaðið ● „Ég auglýsti saumanámskeið fyrir þremur árum og þá svaraði eng- inn auglýsingunni, en núna síðan í september hefur allt verið fullt og endalausir biðlistar,“ segir Helga Rún Pálsdóttir sem heldur sauma- námskeið ásamt Elínu Björk Ás- björnsdóttur á vinnustofu þeirra á Suðurlandsbraut 52. „Flestar konur mæta til að koma sér aftur af stað, en svo eru aðrar sem hafa aldrei verið að sauma og langar til að læra að breyta fötun- um sínum eða sauma ný,“ útskýrir Helga Rún. „Í dag getur verið mikill sparn- aður að sauma sér frá grunni, geta lagað eigin föt eða keypt föt á hag- stæðu verði og breytt þeim. Á saumanámskeiðunum okkar förum við í gegnum alla þessa þætti,“ bætir hún við. Fjórar til átta konur komast á hvert námskeið sem er fjögur kvöld, einu sinni í viku í þrjár klukkustundir í senn. „Konur þurfa ekki að koma með saumavélar frekar en þær vilja því við erum með góðan vélakost. Þær þurfa aðeins að kaupa efnið sem þarf í flíkina, allt hitt erum við með á staðnum,“ segir Helga, en nánari upplýsingar um námskeiðin má finna á www.prem.is. - ag Biðlistar á námskeið ● ALFRÆÐIBÓK UM SAUMASKAP Í bókinni The New Complete Guide to Sewing er að finna allar þær upplýsingar sem þú þarft á að halda varðandi saumaskap, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Í bókinni er farið skref fyrir skref í gegnum allt frá því að sníða yfir í hvernig skal festa rennilása. Leiðbeint er um val á efnum og hvaða aðferð hentar best hverju sinni. Þessi alfræðibók um saumaskap er fallega myndskreytt og inniheldur fjölda hagnýtra ráða. Í henni má finna tuttugu verkefni sem eru tilvalin til þjálfunar og gefa hugmyndir að fatnaði, gluggatjöldum og bútasaumsteppum svo eitthvað sé nefnt. Með The New Complete Guide to Sewing geturðu náð góðum tökum á saumaskapnum, en bókin er fáanleg í Pennanum. - ag ● SAUMAVÉLAR SELJAST VEL „Sala á saumavélum hefur aukist mikið síðustu tvö ár, sérstaklega núna á þessu ári,“ segir Selma Gísladóttir í saumvéladeild Pfaff. Hún segir Husqvarna Emerald-saumavélar vera vinsæl astar, en Pfaff er umboðsaðili fyrir Husqvarna- og Singer-saumavél- ar á Íslandi. „Husqvarna Emerald-saumavél- arnar eru til í fjórum gerðum og á mismunandi verði, en vinsælasta vélin hjá okkur heitir Emerald 122. Hún er hefðbundin og með öllu þessu helsta sem maður þarf, overlook, hnappa- götum, blindfaldi og teygjuspori. Það er vélin sem við seljum mest af og kostar 64.900 krónur,“ útskýrir Selma. „Við erum einnig með Husqvarna Emerald-vél sem er stafræn. Það er bæði hægt að nota hana í allan fata- saum og bútasaum. Þessar stafrænu vélar eru einfaldari í notkun og stilla sig að mesti leyti sjálfar, svo það eru auðveldustu vélarnar, sérstaklega fyrir þá sem eru að byrja,“ bætir hún við. - ag Margir bíða eftir að komast á saumanámskeiðin hjá Helgu Rún og Elínu Björk. ● EINFALT OG FLJÓTLEGT Auðvelt er að sauma einfalt en flott pils til að skottast í við leggings eða utan yfir buxum. Það sem þarf er þunnt efni sem fellur vel, til dæmis viskós eða blúnda og hið þægilega stroffefni sem haft er tvöfalt í mittið. Byrja þarf á að gæta þess að stroffið verði passlega vítt í mittið svo pilsið haldist nú uppi. Best er að sauma stroffið við þunna efnið með teygjuspori eða overlook-spori en stórt sikksakkspor gagnast líka. Fallegt er að búa til fellingar í þunna efnið efst og þræða þær niður áður en stroffið er lagt ofan á þær á réttunni og kantarnir eru saumaðir saman. Enn þá einfaldara er þó að rykkja pilsið með því að teygja á stroffinu um leið og það er saumað við þunna efnið. (Gæta þess að leggja stroffið ofan á réttuna.) Svo er pilsið einfald lega saumað saman með einum saumi sem síðan er hafður að aftan. - gun Síðan 1896Álafossvegi 23, Mosfellsbæ Sími: 566 6303 Opið: Mánudaga til föstudaga: 9:00 - 18:00 og laugardaga 9:00 - 16:00 www.alafoss.is Gífurlegt úrval af efnum!! Mörkin 3, sími 5687477 www.virka.is Allt til bútasaums, fullt af nýjum jólaefnum, batik og barnaefnum. Tilbúnar teppapakkningar í falleg jólatrésteppi og margt fleira! Einnig allt til fatasaums, jerseyefnin vinsælu í miklu úrvali og nýjustu tískuefnin, daglega nýjar sendingar! Komið og skoðið úrvalið! Opið mán-föst. 10-18. Laugardaga 11-15. Hjálpaðu umhverfinu með Blaðberanum Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.