Fréttablaðið - 13.11.2009, Side 40

Fréttablaðið - 13.11.2009, Side 40
 13. NÓVEMBER 2009 FÖSTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● leikur í höndum Pétur er enginn venjulegur maður. Hann rekur hálfgert félagsheimili í vel skipulögð- um bílskúr sínum. Þar er alltaf líf og fjör hjá verklögnum körl- unum sem oft fá svo kaffi hjá Veigu, eiginkonu Péturs. „Já, þeir koma oft hingað karlarn- ir í kaffi og svo kíkjum við í skúr- inn. Það er alltaf eitthvað sem þarf að dytta að og laga,“ segir Pétur. Hann fékk bíladelluna ungur að árum. „Við erum oft ekkert að gera sömu hluti, sumir eru að gera við bílana, aðrir að renna járn eða gera upp gamla hluti eins og mótorhjól. Þetta er bara svona hobbí og góður félagsskapur,“ segir Pétur og vill sem minnst úr þessu gera. Sannleik- urinn er nefni- lega sá að hvorki meira né minna en fjörutíu manns hafa lykil að bílskúrn- um hans Péturs. „Já, ætli ég sé ekki bóngóð- ur en ég á líka marga góða vini og kunningja. Ef þú gerir ekki neitt fyrir aðra gera aðrir ekki neitt fyrir þig. Við erum góðir félag- ar hér.“ Pétur vill varla gefa upp í hverju hann sé flinkur. Kunningi hans segir hann vera „altmuligt- man“. Bílskúrinn hans Péturs er vel skipulagður og ljóst að hann legg- ur sig fram við að hafa félags- heimilið fínt. Á veggjum eru skáp- ar sem verkfærum er haganlega raðað í og á gólfum eru borð með skúff- um þar sem sömuleið- is allt er vel nið- urrað- að. „Ég set allt- af verk- færin strax á sinn stað,“ segir Pétur sem getur samt ekki kastað tölu á öll skrúfjárnin í einum skápnum. „Kannski eru þau hundrað, nei ég veit það ekki, hundrað og fimmtíu,“ segir hann og lítur spyrjandi á blaðamann og saman samþykkjum við þá tölu. Notarðu öll þessi verkfæri? „Já, en veistu að ég nota þau eig- inlega alltaf þótt síðar sé. Ég lána þau líka stundum vinum og kunn- ingjum.“ En ertu ef til vill stundum eins og konur sem kaupa föt þótt þær eigi fullt af þeim í fataskápnum? „Já, já, eflaust. Kannski er ég svo- lítið verkfærasjúkur. En það er gott að eiga þetta í handraðanum og aldrei að vita hvort þau komi að notum.“ Hvað myndirðu ráðleggja þeim sem eru að kaupa eða skipuleggja bílskúra? „Ég myndi ráðleggja þeim að hafa vítt til veggja í skúr- unum og hátt til lofts svo hægt sé að setja bílalyftu í skúrinn. Þá er gott að flísaleggja gólfið og láta plast vera á gólfinu til að halda því vel og hafa svona skápa eins og ég er með. Það er ekkert gaman að vinna í skítugum skúr með verk- færin út um allt,“ segir hann. „Hjá mér er þetta eins og ég segi hobbí en þetta er nú líka svona miðstöð fyrir okkur karlana en það er besta mætingin á laugardögum. Þá er líka þessi ansans enski fót- bolti og við erum fegnir að vera lausir við hann.“ - uhj Félagsheimilið í vel skipulögðum bílskúrnum Bílskúrseigandinn á nokkrar borvélar enda á hann vini sem þurfa stundum á þeim að halda. Pétur notar sérstaka verkfæraskápa undir verkfærin sín og skipuleggur þannig bílskúrinn sinn vel. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Pétur viðurkennir fúslega að vera svolítið verkfærasjúkur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.