Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.11.2009, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 13.11.2009, Qupperneq 41
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009 5leikur í höndum ● fréttablaðið ● ● BLETTAÐU BÍLINN Það getur verið dýrt að láta gera við lakkskemmdir og bletta bílinn. Best er að gera við litlar skemmd- ir jafnóðum áður en ryð fer að myndast, en það getur maður gert sjálfur og sparað sér pening. „Ef ryð er komið þarf að slípa það úr fyrst, en svo lengi sem grunnurinn er heill undir getur fólk farið á sprautuverkstæði og látið blanda fyrir sig réttan lit og gert við litla punkta eftir grjóthögg,“ segir Árni Þór Árnason hjá Massi þrif ehf. „Umboðin eru líka að selja lakk í litlum stautum, en það endist mjög stutt og kostar mun meira en lakk á verkstæði,“ bætir hann við. „Nýir bílar eru yfirleitt með verra lakk en eldri bílar vegna þess að hér áður fyrr var blý í lakkinu svo það var sterkara, en nú er vatns- lakk út af umhverfissjónarmið- um. Ef verið er að bletta í svoleið- is verður eiginlega að setja glæru áður og á eftir, nema þetta séu litlir punktar,“ út- skýrir Árni og segir það góða reglu að fara yfir bíl- inn einu sinni á ári. - AG „Ég held bílnum mínum við með því að bóna hann á eins og hálfs til tveggja mánaða fresti, alltaf með sama bón- inu,“ segir Arek Kújoth hjá bónstöð- inni Bóni og þvotti í Vatnagörðum. Hann segir mikilvægt að bóna og þrífa bílinn reglulega til að halda honum í góðu ástandi. „Ég byrja á því að taka gömlu bónhúðina af með bónleysi sem fæst í málningarvöruverslunum. Síðan er bíllinn þveginn að utan og þurrkaður vel áður en ég bóna vel yfir hann, en þá nota ég teflon-bónblöndu frá Concept,“ segir Arek. „Það er líka mikilvægt að bóna inn í falsið á hurð- unum því þá festist síður drulla þar. Ég bóna bara allt sem hægt er því þá er minna að þrífa næst og minna viðhald á lakkinu,“ útskýrir Arek og segir bónið ekki aðeins gefa glans heldur verja lakkið gegn ryðblettum. Aðspurður segir hann það misjafn- lega tímafrekt að þrífa bílinn. „Þegar ég er að þrífa bílinn minn get ég þess vegna verið þrjá klukkutíma að því. Þá er ég að þrífa hann að utan og innan og felgurnar líka, svo það safnist ekki tjara og drulla á þær,“ segir Arek. - ag Mikilvægt að bóna líka falsið á bílhurðunum Ef hægt er að treysta á eitthvað í þessum heimi þá er það málið að það kostar peninga að eiga bíl. Sú staðreynd á einkum við hjá þeim sem láta fagmenn um að laga alla mögulega og ómögulega hluti, því verkstæðisreikningurinn er nán- ast alltaf hærri en búist hafði verið við. Yfirlega á internetinu getur í þessum tilfellum, eins og svo mörg- um öðrum, gert lífið léttara. Þar er nefnilega að finna ótal vefsíður sem geyma leiðbeiningar um það hvern- ig hægt er að gera sjálfur við bíl- inn sinn. Ef þú vilt spara með því að skipta sjálfur um olíu, bremsu- klossa og allt þar á milli er næsta víst að ráðið finnst á Netinu. Oftast nær nægir að slá inn lyk- ilorð vandamálsins upp á engilsax- nesku í þar til gert leitarforrit. Til hægðarauka má þó benda á vefsíð- urnar repair4car.org og 10w40.com sem eru hafsjór af fróðleik um bíla- viðgerðir. - kg Bílaviðgerðir á internetinu Fróðleik um bílaviðgerðir má finna víða á internetinu. NORDICPHOTOS/GETTY Arek segir mikilvægt að bóna og þrífa bílinn reglulega. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.