Fréttablaðið - 13.11.2009, Qupperneq 45
13. nóvember föstudagur 5
IDÍLL
að ljúga að okkur. Ef fólk skoðar
þetta tímalega séð er ekki fræði-
legur fótur fyrir þessari kenningu,
að við séum komin úr einhverri
örveru og höfum þróast í þessa
hugsandi veru sem við erum í
dag. Hvaða kjaftæði er þetta að
við séum einhverjir hálfapar?!
Fólk getur til dæmis lesið Voyag-
er 1 og 2 eftir Ashayana Deane ef
það vill fá sannleikann.“
Vera: „Ég sagði að þetta myndi
taka tíma.“
NETTUR STINGUR
Ég svissa því snögglega í eitthvað
áþreifanlegra. Hvað er betra til að
koma mönnum niður á jörðina
en blessuð íslenska kreppan? Nú
hefur BB & Blake bæði verið til í
góðæri og kreppu. Er ekkert erfitt
að vera í stuði í kreppunni?
Vera: „Alls ekki! Mér finnst
meira stuð í kreppunni. Það er
miklu skemmtilegra núna.“
Magnús; „Við ákváðum til
dæmis ekki að gera þessa plötu
fyrr en kreppan skall á.“
Vera. „Það kom kannski smá ör-
vænting yfir okkur. Við tókum dag
í að búa til kreppuplanið.“
Magnús: „Góðærið var þannig að
maður var bara í einhverju dúlli
dúll dúll, en svo kom kreppan og
bara (smellir fingrum): Gerum
eitthvað! Ég held að kreppan sé
hvetjandi fyrir listafólk, en ég er
ekki viss um að hún sé hvetjandi
fyrir aðrar greinar. Ég tek mikið
eftir þessu hjá listafólki. Það hefur
vaknað.“
Fer þá fólk kannski bara að gera
allt sem býðst – þú verður kom-
inn í bangsabúning í Smáralind
fyrir rest?
Magnús: „Ég er alltaf þar! Hef-
urðu ekki séð mig?“
Vera: „Nei, það getur verið að
þetta hafi einmitt farið í hina átt-
ina. Að maður hafi gert eitthvað
sem mann langaði ekkert til að
gera því maður var að fá einhver
svakaleg gylliboð.“
Magnús: „Auðvitað fengu samt
allir nettan sting þegar þetta skall
á. Við erum ekkert undanskilin því.
Það kom óvissa og maður óttast
óvissuna. Samt hefur líf mitt alltaf
verið þannig síðan ég útskrifaðist
úr leiklistarskólanum. Þetta hefur
samt alltaf náð að rúlla.“
Vera: „Fólk neyðist til að spinna
sér nýjar hugmyndir. Maður hugs-
ar að þær séu framkvæmanlegar.
Maður þorir meiru því það hangir
meira á spýtunni.“
10:00 – 13:00
Vatnaveröld, Sunnubraut 31 – Dótadagur í lauginni
Kl. 11:00 og kl. 12:00 Sjóræningjaleikur. Við hvetjum
yngri kynslóðina til að koma í Vatnaveröld og taka þátt
í sjóræningjaleik í innilauginni.
10:00 – 16:00
Bókasafnið, Hafnargötu 57 – Laugardagar eru fjölskyldu-
dagar á bókasafninu. Kl. 11:00 Sögustund. Í tilefni af
norrænni bókasafnaviku verður Einar Áskell kynntur
og lesin ein saga um piltinn.
14:00 – 16:00
Svartholið í 88 Húsinu, Hafnargötu 88. Hjólabretta-
og línuskautamót.
15:00 – 17:00
Fjörheimar Barnaball fyrir börn á leikskólaaldri
Ásbrú, Keilisbraut 749.
08:00 - 18:00
Vatnaveröld - fjölskyldusundlaug er opin allan daginn.
11:00 – 18:00
Víkingaheimar Víkingabraut 1. Alvöru víkingar taka
á móti börnunum og segja frá. Kl. 12:00 og 16:00 Víkingar
segja sögur um borð í Íslendingi. Kl. 13:00 – 16:00 Smíð-
aðu þitt eigið víkingasverð og klæddu þig upp að víkinga-
sið. Tilboð - tveir fyrir einn. Frítt inn fyrir börn.
12:00 – 15:00
Innileikjagarðurinn verður opinn alla helgina.
Tilvalið fyrir yngstu börnin. Tómstundatorg á Ásbrú,
Keilisbraut 778.
13:00 – 17:00
Skessuhellir við smábátahöfnina í Gróf. Hellirinn er
opinn og Skessan er heima. Kl. 13:00 og 15:00 Vinkona
skessunnar segir tröllasögur og gefur heitt kakó.
13:00 – 17:00
Duushús Duusgötu 2 - 8. Bátasalur: Ratleikur í Bátasafni
Gríms Karlssonar. Dregið úr réttum lausnum. Listasalur:
Pappírsbrot: Lærðu að búa til bát, gogg eða eira úr papp-
ír. Bíósalur: Hvernig léku a og amma sér? Leiksmiðja
þar sem sjá má gömul og ný leikföng í gömlum stíl.
11:00
Keflavíkurkirkja – Poppað í kirkjunni.
13:00 – 15:00
Íþróttamiðstöð Akurskóla, Tjarnabraut 5,
Gömlu leikirnir rifjaðir upp.
13:00 – 15:00
Innipútt og golf, Hafnargata 2. Kylfur á staðnum.
14:00
Hjálpræðisherinn á Ásbrú: Einstök hátíð fyrir einstök
börn! Ásbrú, Flugvallarbraut 730, Einar einstaki: Töfra-
sýning með hinum landsþekkta töfrastrák. Samsöngur
með Gospelkrökkum og margar aðrar skemmtilegar upp-
ákomur.
15:00 17:00
Tómstundatorgið á Ásbrú, Keilisbraut 778
Brenniboltamót í skautahöllinni.
Póstkassi skessunnar er opinn fyrir myndir og bréf frá
börnum. Verðlaun verða veitt fyrir skemmtilegasta bréð
og teikninguna sem birt verða í Víkurfréttum.
Má Skessan geyma snuðið þitt? Skessuna langar að gera
fínt í hellinum sínum og nnst tilvalið að skreyta hann
með litríkum og skemmtilegum snuðum.
Taktu þátt í happdrætti – prentaðu út boðskort skess-
unnar á skessudaga út af nýjum vef hennar: skessan.is,
skilaðu inn í hellinn eða Víkingaheima með nafni þínu og
þú getur tekið þátt í happdrætti.
Sjá nánari dagskrá á skessan.is
Æskilegt er að börn séu í fylgd með fullorðnum.
Skemmtum okkur saman!
Mig langar að bjóða ykkur öllum til hátíðar í
bænum mínum Reykjanesbæ þar sem ég hef nú
komið mér vel fyrir í helli við smábátahöfnina.
Ég hlakka til að sjá ykkur og vona að við get-
um átt notalega stund saman.
Verið velkomin í hellinn minn og ekki vera
hrædd - ég geri engum mein.
Ég hlakka til að sjá ykkur
Skessan í hellinum
fjölskyldan saman
Hárgreiðslumeistarinn Herdís Sigurðardóttir opnar nýja og
glæsilega hárgreiðslu- og snyrti-
stofu í Mosfellsbænum um helg-
ina. Stofan verður sú eina hér-
lendis sem verður í samstarfi
við snyrtivörufyrirtækið Bobbi
Brown en snyrtivörur frá því
merki njóta gífurlegrar hylli er-
lendis. „Ég hef verið að vinna
sem kennari og fræðslufulltrúi
fyrir Vidal Sassoon hérlendis
en er nú í fyrsta sinn að opna
eigin stofu,“ útskýrir Herdís. „Þar
bjóðum við bæði upp á förðun og
hármeðferðir og það sem er sér-
stakt hjá okkur er að við opnum
samkvæmt pöntunum. Þetta
getur verið mjög hentug í kring-
um hátíðarnar og sérstök tæki-
færi þegar fólk á erfitt með að
koma um miðjan dag.“ Eins eru
snyrtivörurnar frá Bobbi Brown
fáanlegar á stofunni auk úrval
hárvara frá Vidal Sassoon.
- amb
Hárstofan Sprey,
Háholti 12, Mosfellsbæ.
Ný stofa í Mosó Katrín Sif Jónsdóttir , Herdís sigurðardóttir og Svava Björk Gunn-
arsdóttir hár og snyrtifræðingar.
Hárgreiðslustofa opnar í samstarfi við Bobbi Brown:
Opnum samkæmt pöntunum