Fréttablaðið - 13.11.2009, Page 46

Fréttablaðið - 13.11.2009, Page 46
✽ fylgist vel með tíðin Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl? Ég held að ég hafi engan ákveðinn stíl þar sem hann breytist næstum frá degi til dags. Mér finnst alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og blanda saman ólíkum efnum og munstrum. Ég hef sérstaklega gaman af notuðum fötum þar sem engar tvær flíkur eru eins. Hverjar eru tískufyrirmyndir þínar? Ég á mér engar sérstak- ar tískufyrirmyndir en hef gaman af því að skoða ýmis tískublogg, vefsíður og -tímarit og fæ mik- inn innblástur þaðan. Hverjir eru uppáhaldsfata- hönnuðirnir þínir? Ég er mjög hrifin af Balmain, Alexander Wang, Stellu McCartney, Marc Jacobs og Al- exander McQueen en oftast hrífst ég af ein- stökum flíkum frek- ar en fatalínum eftir ákveðna hönnuði. Hvar finnur þú falda fjársjóði? Fyrir utan búðir sem selja notuð föt finnst mér gaman að fara á markaði, þá sérstaklega í útlöndum, en það má finna ýmislegt hér á landi, til dæmis í Kolaportinu og Rauðakrossbúðum. Það leynast líka oft faldir fjársjóðir í bílskúrn- um hjá ömmu. Eru tískuslys í fataskápnum hjá þér? Ekki beint tískuslys en ég á það til að kaupa eitthvað flippað í flýti sem ég kem svo aldrei til með að nota. Hverjar eru uppáhalds- búðirnar þínar? Hingað til hef ég verslað mikið bæði í Kaupmannahöfn og Barcelona þar sem hægt er að finna allt frá flottum merkjavörum yfir í skemmtilegar „vintage“- og hönnunarbúðir. En draumur- inn er að versla í New York. Hvað ætti að vera alger- lega bannað? Að sýna óþarflega mikið hold. Hvað langar þig í fyrir veturinn? Mig langar í svört, þröng stígvél sem ná yfir hnén og einhverja hlýja fal- lega yfirhöfn, jafnvel með hlé- barðamunstri. - amb Svala Lind Þorvaldssdóttir, starfsmaður í Rokki og rósum: DRAUMURINN ER AÐ VERSLA Í NEW YORK 1. Fjólublár flauelskjóll úr Rokki og rósum. 2. Röndóttir Tsumori Chisato-sokkar úr KronKron. 3. Svart hárband úr silkiflaueli eftir Önnu Soffíu, fæst í Rokki og rósum. 4. Svört skólataska keypt á 100 kr. í Samhjálp. 5. Blá regnkápa frá árinu 1977 sem amma mín gaf mér. 6. Rósóttur síðkjóll úr Rokki og rósum. Fötin sem ég var í: 7. Hvítur blúndukjóll og loðkragi úr Rokki og rósum og Dr. Martens-skór keyptir í Barcelona. 8. Samfestingur úr Rokki og rósum, bolur úr Einveru og gullúr úr Fríðu frænku. 2 1 3 5 4 7 8 6 Sími : 568 5305 • Grandagarði 5 Opið v i rka daga 900 - 1800 Laugardag 900-1300 Arnar, Aníka og Mat t i bjóða ykkur velkomin og enn betri fréttir Frábærar Til þeirra þúsunda Íslendinga sem nota Pro-Gastro8 við meltingarörðuleikum. 50% meira er af góðgerlum í hverju hylki sem þýðir að sumir þurfa bara að taka inn 1 hylki á dag. Pro-Gastro8 góðgerlanir vinna gegn erfiðri meltingu. Pro-gastro8 fæst í APÓTEKUM, HEILSUBÚÐUM OG HEILSUHILLUM STÓRMARKAÐANNA! TIL BO Ð! VETRARDEKK ÓD ÝR T 5.490,- jepplingur kr 6.490,- Tilboð á umfelgun Verðtilboð fyrir eldri borgara Fólksbíll kr 4.990,- Jepplingur kr 5.990,- Gerið verðsamanburð Sama verð fyrir ál- og stálfelgur Borgartúni 36, (bakvið Cabin hótel) • Sími 588 9747 • www.vdo.is Opið mán.–fös. 8–18. Lau. 10–14. PASSLEGA STÓR Það getur verið snúið að finna tösku sem rýmir allt sem þarf á djammið en er samt handhæg á dansgólfinu. Þessi sæta svarta vatnshelda taska er frá Birnu design, Skólavörðustíg.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.