Fréttablaðið - 13.11.2009, Side 53
FÖSTUDAGUR 13. nóvember 2009 33
UMRÆÐAN
Garðar Björgvinsson skrifar
um sjávarútvegsmál
Eini veiki hlekkurinn í okkar ágætu ríkisstjórn er sjávar-
útvegsráðherra. Athugið að arð-
vænlegasta nýtingaraðferð fiski-
miðanna er fyrst og fremst að
umgangast
fiskimiðin á
landgrunninu
með varúð og
virðingu. Því
eru náttúruvæn-
ar veiðar það
sem leggja þarf
áherslu á.
Okkar hátt-
virti sjávarút-
vegsráðherra
kaus þann kostinn að byrja starfs-
ferilinn sinn með því að þiggja boð
Friðriks Arngrímssonar hjá LÍÚ
að fara í skemmtiferð til Bretlands
til að kynna sér aðferðir Breta
við að vinna hágæða matvæli úr
íslensku hráefni. Þessi skemmti-
ferð er nú orðin þjóðfélagi voru
dýrkeypt.
Á sama tíma bauðst ráðherra
tækifæri til að íhuga og fram-
kvæma vel rökstudda áætlun
sem hefur í för með sér atvinnu
fyrir 30 til 40 þúsund einstakl-
inga. Þetta er nú einu sinni stað-
reynd sem undirritaður er tilbúinn
að rökstyðja. Athugið: til þess að
þetta geti orðið að veruleika þarf
að stokka upp kvótakerfið. Þessi
ágæti ráðherra tók svo steininn úr
með því að hleypa að strandveiði-
dæminu mönnum sem voru búnir
að selja og leigja frá sér aflaheim-
ildir sínar. Þetta dæmi er óafsak-
anlegt tilræði gegn nýliðun í sjáv-
arútvegi, og til stórskammar fyrir
Vinstri græna. Fyrst áttu þessir
ágætu sölumenn á sameign þjóð-
arinnar að endurgreiða í ríkissjóð
það fé sem þeir höfðu sölsað undir
sig á forsendu ólöglegrar fiskveiði-
stefnu, samkvæmt áliti mannrétt-
indanefndar Sameinuðu þjóðanna,
sem við erum aðilar að.
Höfundur er talsmaður Framtíð-
ar Íslands.
Varðandi
sjávarútveg
GARÐAR BJÖRG-
VINSSON
UMRÆÐAN
Hjörleifur Hallgríms skrifar um
bæjarmál á Akureyri
Að líkja síki því sem á að skera miðbæ Akureyrar við síkin
í Kaupmannahöfn eins og gert
hefur verið, þar sem jafnvel stór-
ar skútur og smærri skip geta
athafnað sig, er mjög bíræfin
sögufölsun, sem fáum dytti í hug
að halda fram nema meirihluta
bæjarstjórnar Akureyrar. Það
er bara gert til að slá ryki í augu
bæjarbúa.
En það er til góð lausn til að
lífga myndarlega upp á miðbæinn,
sem blasti við í sumar þegar voru
hér þrjú skemmtiferðaskip sam-
tímis og ekki í fyrsta skiptið og
einu þeirra var vísað inn að Torf-
unefsbryggju. Það lifnaði sann-
arlega yfir miðbænum að fá þetta
mikla nálægð skipsins og minnti
á fyrri tíma, enda streymdu far-
þegarnir í miðbæinn bæði til að
versla og skoða nágrennið. Þetta
var auðvitað nýtt fyrir farþegana
að skipið skyldi leggjast að mið-
bænum. Þetta er m.a. það, sem
miðbæinn vantar. Það á að byggja
upp Torfunefsbryggjuna og lengja
hana í 150-200 metra því þá geta
skemmtiferðaskip allt að 30 þús-
und tonnum lagst þar því nóg er
dýpið. Kostnaður við framkvæmd-
irnar, eftir upplýsingum Hafnar-
skrifstofu, yrði væntanlega á milli
fjögur og fimm hundruð milljón-
ir, og myndu strax fara að koma
inn peningar því eitt skip greiðir
hátt í milljón krónur í gjöld hverju
sinni. Áætlað er að fyrrgreint síki
myndi kosta svipaða upphæð og
þar yrði bara kostnaður a.m.k. við
að hreinsa upp drulluna úr því.
Nú mætti spyrja Akur-
eyringa hvers þeir ósk-
uðu frekar, uppbyggðrar
Torfunefsbryggju, sem
skilaði miklum arði, eða
fyrrgreinds síkis. Þegar
fram líða stundir mætti
síðan byggja viðlegukant
suður með Drottningar-
brautinni þar sem hægt
væri að taka á móti fleiri
skipum og einnig auglýsa
þar viðlegupláss fyrir stærri og
minni skútur því margar slíkar
eru á ferð til landsins, allavega
yfir sumarið. Þetta yrði sannar-
lega til að lífga heldur betur upp á
miðbæinn, sem ekki veitir af, svo
ekki sé talað um ef fleiri legðu
hönd á plóginn því t.d. er það
hálf ræfilslegt af KEA og
Saga Capital fjárfesting-
arbanka, sem eiga Hótel
Akureyri, að koma húsinu
ekki strax í fyrra horf á
myndarlegan hátt.
Allt sem gert er til að
fegra og laga miðbæinn
er mjög gott mótvægi við
óskapnaðinn, svokallað
menningarhús, sem reist
var á kolröngum stað og
er lýti á miðbænum og komið gróf-
lega fram úr upphaflegri kostnað-
aráætlun, sem nemur ca tveimur
til þremur milljörðum.
Fyrirtæki sem kallaði sig
Íþróttaakademíuna fékk lóð á
sundlaugarlóðinni í tíð Kristján
Þórs Júlíussonar þáverandi bæj-
arstjóra í trássi við samstarfs-
flokkinn í bæjarstjórn, sem var
Framsóknarflokkurinn. Íþrótta-
akademían byggði hús á lóðinni
undir vaxtarrækt og er sagt að þar
hafi verið ein milljón í hlutafé og
Landsbankinn sagður hafa lánað
a.m.k. fimm hundruð milljónir og
situr nú uppi með bygginguna því
fyrirtækið mun vera komið á haus-
inn. Ekki ónýtt það í öllu banka-
fárinu. Eins og áður hefur marg oft
komið fram sótti sundfélagið
Óðinn um aðstöðu þarna fyrir lög-
lega innisundlaug, keppnislaug,
og safnað var þúsundum undir-
skrifta til stuðnings sundfólkinu,
sem hefur staðið sig frábærlega.
En ævintýrið endaði á annað veg,
því miður fyrir sundfólkið.
Á sama tíma og ævintýrin eru
að gerast hjá Landsbankanum
sitja útibússtjórarnir hér fullir
vandlætingar á móti viðskipta-
vinunum og dæmi eru um að eig-
anda lítils fyrirtækis með þokka-
lega veltu var neitað um eina
milljón í yfirdrátt, nema haldlagt
yrði á prívat innistæðu, sem eig-
andinn átti sjálfur persónulega í
bankanum. Að lokum skal þess
getið að viðkomandi aðili hefur í
gegnum árin verið með veltu við
Landsbankann upp á tugi millj-
óna bæði í Reykjavík og Akur-
eyri og alltaf staðið sig mjög vel.
Svona er Akureyri í dag, öll lífs-
ins gæði.
Höfundur er fyrrverandi ritstjóri.
Enn um miðbæ Akureyrar
HJÖRLEIFUR
HALLGRÍMS
Svooona gott
Því lengi býr að fyrstu gerð
Sumt breytist aldrei
Enn sem fyrr býður Gerber upp á mikið úrval af næringarríkum,
hollum og góðum barnamat. Veldu aðeins það besta fyrir barnið þitt,
því lengi býr að fyrstu gerð.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
9
5
5
2