Fréttablaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 53
FÖSTUDAGUR 13. nóvember 2009 33 UMRÆÐAN Garðar Björgvinsson skrifar um sjávarútvegsmál Eini veiki hlekkurinn í okkar ágætu ríkisstjórn er sjávar- útvegsráðherra. Athugið að arð- vænlegasta nýtingaraðferð fiski- miðanna er fyrst og fremst að umgangast fiskimiðin á landgrunninu með varúð og virðingu. Því eru náttúruvæn- ar veiðar það sem leggja þarf áherslu á. Okkar hátt- virti sjávarút- vegsráðherra kaus þann kostinn að byrja starfs- ferilinn sinn með því að þiggja boð Friðriks Arngrímssonar hjá LÍÚ að fara í skemmtiferð til Bretlands til að kynna sér aðferðir Breta við að vinna hágæða matvæli úr íslensku hráefni. Þessi skemmti- ferð er nú orðin þjóðfélagi voru dýrkeypt. Á sama tíma bauðst ráðherra tækifæri til að íhuga og fram- kvæma vel rökstudda áætlun sem hefur í för með sér atvinnu fyrir 30 til 40 þúsund einstakl- inga. Þetta er nú einu sinni stað- reynd sem undirritaður er tilbúinn að rökstyðja. Athugið: til þess að þetta geti orðið að veruleika þarf að stokka upp kvótakerfið. Þessi ágæti ráðherra tók svo steininn úr með því að hleypa að strandveiði- dæminu mönnum sem voru búnir að selja og leigja frá sér aflaheim- ildir sínar. Þetta dæmi er óafsak- anlegt tilræði gegn nýliðun í sjáv- arútvegi, og til stórskammar fyrir Vinstri græna. Fyrst áttu þessir ágætu sölumenn á sameign þjóð- arinnar að endurgreiða í ríkissjóð það fé sem þeir höfðu sölsað undir sig á forsendu ólöglegrar fiskveiði- stefnu, samkvæmt áliti mannrétt- indanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem við erum aðilar að. Höfundur er talsmaður Framtíð- ar Íslands. Varðandi sjávarútveg GARÐAR BJÖRG- VINSSON UMRÆÐAN Hjörleifur Hallgríms skrifar um bæjarmál á Akureyri Að líkja síki því sem á að skera miðbæ Akureyrar við síkin í Kaupmannahöfn eins og gert hefur verið, þar sem jafnvel stór- ar skútur og smærri skip geta athafnað sig, er mjög bíræfin sögufölsun, sem fáum dytti í hug að halda fram nema meirihluta bæjarstjórnar Akureyrar. Það er bara gert til að slá ryki í augu bæjarbúa. En það er til góð lausn til að lífga myndarlega upp á miðbæinn, sem blasti við í sumar þegar voru hér þrjú skemmtiferðaskip sam- tímis og ekki í fyrsta skiptið og einu þeirra var vísað inn að Torf- unefsbryggju. Það lifnaði sann- arlega yfir miðbænum að fá þetta mikla nálægð skipsins og minnti á fyrri tíma, enda streymdu far- þegarnir í miðbæinn bæði til að versla og skoða nágrennið. Þetta var auðvitað nýtt fyrir farþegana að skipið skyldi leggjast að mið- bænum. Þetta er m.a. það, sem miðbæinn vantar. Það á að byggja upp Torfunefsbryggjuna og lengja hana í 150-200 metra því þá geta skemmtiferðaskip allt að 30 þús- und tonnum lagst þar því nóg er dýpið. Kostnaður við framkvæmd- irnar, eftir upplýsingum Hafnar- skrifstofu, yrði væntanlega á milli fjögur og fimm hundruð milljón- ir, og myndu strax fara að koma inn peningar því eitt skip greiðir hátt í milljón krónur í gjöld hverju sinni. Áætlað er að fyrrgreint síki myndi kosta svipaða upphæð og þar yrði bara kostnaður a.m.k. við að hreinsa upp drulluna úr því. Nú mætti spyrja Akur- eyringa hvers þeir ósk- uðu frekar, uppbyggðrar Torfunefsbryggju, sem skilaði miklum arði, eða fyrrgreinds síkis. Þegar fram líða stundir mætti síðan byggja viðlegukant suður með Drottningar- brautinni þar sem hægt væri að taka á móti fleiri skipum og einnig auglýsa þar viðlegupláss fyrir stærri og minni skútur því margar slíkar eru á ferð til landsins, allavega yfir sumarið. Þetta yrði sannar- lega til að lífga heldur betur upp á miðbæinn, sem ekki veitir af, svo ekki sé talað um ef fleiri legðu hönd á plóginn því t.d. er það hálf ræfilslegt af KEA og Saga Capital fjárfesting- arbanka, sem eiga Hótel Akureyri, að koma húsinu ekki strax í fyrra horf á myndarlegan hátt. Allt sem gert er til að fegra og laga miðbæinn er mjög gott mótvægi við óskapnaðinn, svokallað menningarhús, sem reist var á kolröngum stað og er lýti á miðbænum og komið gróf- lega fram úr upphaflegri kostnað- aráætlun, sem nemur ca tveimur til þremur milljörðum. Fyrirtæki sem kallaði sig Íþróttaakademíuna fékk lóð á sundlaugarlóðinni í tíð Kristján Þórs Júlíussonar þáverandi bæj- arstjóra í trássi við samstarfs- flokkinn í bæjarstjórn, sem var Framsóknarflokkurinn. Íþrótta- akademían byggði hús á lóðinni undir vaxtarrækt og er sagt að þar hafi verið ein milljón í hlutafé og Landsbankinn sagður hafa lánað a.m.k. fimm hundruð milljónir og situr nú uppi með bygginguna því fyrirtækið mun vera komið á haus- inn. Ekki ónýtt það í öllu banka- fárinu. Eins og áður hefur marg oft komið fram sótti sundfélagið Óðinn um aðstöðu þarna fyrir lög- lega innisundlaug, keppnislaug, og safnað var þúsundum undir- skrifta til stuðnings sundfólkinu, sem hefur staðið sig frábærlega. En ævintýrið endaði á annað veg, því miður fyrir sundfólkið. Á sama tíma og ævintýrin eru að gerast hjá Landsbankanum sitja útibússtjórarnir hér fullir vandlætingar á móti viðskipta- vinunum og dæmi eru um að eig- anda lítils fyrirtækis með þokka- lega veltu var neitað um eina milljón í yfirdrátt, nema haldlagt yrði á prívat innistæðu, sem eig- andinn átti sjálfur persónulega í bankanum. Að lokum skal þess getið að viðkomandi aðili hefur í gegnum árin verið með veltu við Landsbankann upp á tugi millj- óna bæði í Reykjavík og Akur- eyri og alltaf staðið sig mjög vel. Svona er Akureyri í dag, öll lífs- ins gæði. Höfundur er fyrrverandi ritstjóri. Enn um miðbæ Akureyrar HJÖRLEIFUR HALLGRÍMS Svooona gott Því lengi býr að fyrstu gerð Sumt breytist aldrei Enn sem fyrr býður Gerber upp á mikið úrval af næringarríkum, hollum og góðum barnamat. Veldu aðeins það besta fyrir barnið þitt, því lengi býr að fyrstu gerð. E N N E M M / S ÍA / N M 3 9 5 5 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.