Fréttablaðið - 13.11.2009, Page 63

Fréttablaðið - 13.11.2009, Page 63
FÖSTUDAGUR 13. nóvember 2009 43 Íslenskir hönnuðir hafa verið duglegir við að skipuleggja hönnunarmarkaði sem skjóta upp kollinum hér og þar í miðbænum. Um helgina verða tveir slíkir markaðir haldnir, annar í Kópavoginum og hinn í Bankastræti. Fatahönnuðirnir Linda Ósk Guðmunds- dóttir og Sandra Berndsen standa fyrir milliliðalausri verslun á vinnustofu sinni við Smiðjuveg, grænni götu, í Kópavogi á laugardag. Linda Ósk hannar flík- ur undir heitinu Another Scorpion og Sandra undir nafninu Oktober. „Við verðum aðallega með vetrarvörur, ull- arpeysur, hettupeysur og mikið af slám. Þetta er í fyrsta sinn sem við höldum slíkan markað en okkur þótti þetta kjörin leið til að koma okkur á framfæri,“ segir Linda Ósk. Markað- urinn hefst klukkan 11.00 á laugardag og stendur til klukkan 18.00. Í Bankastræti 14, þar sem verslunin Nakti apinn var áður til húsa, verður einn- ig haldinn hönnunarmarkaður og munu níu hönnuðir selja þar vörur sínar á hag- stæðu verði og má þar nefna Eygló Lárusdóttur, Guðbjörgu Jakobs- dóttur, Sonju Bent, Aaron Charles Bullion, Elvu Dögg Árnadóttur auk annarra. Markaðurinn hefst klukk- an 11.00 og stendur til klukkan 20.00. - sm Miss J Alexander sem sló í gegn sem einn þriggja dómara í þátt- unum America‘s Next Top Model er stjúpforeldri sjö ára drengs. Miss J útskýrði í spjallþætti Tyru Banks að fyrrverandi sam- býlismaður hans hefði aðstoð- að gamla vinkonu við að geta barn með því að gefa henni sæði. „Frönsk samkynhneigð kona spurði okkur hvort við vildum aðstoða hana og við vorum til í það,“ útskýrir Miss J, sem segist taka virkan þátt í uppeldi drengs- ins. „Reynslan hefur gert líf mitt betra. Ég held þó að eitthvað af mínum genum hljóti að hafa læðst þarna með því hann heimt- ar að klæðast fallegum skóm og drekka úr fínum glösum.“ Miss J er stjúpforeldri FORELDRI Miss J er stjúpforeldri sjö ára drengs. Bítillinn Paul McCartney viður- kenndi nýlega í viðtali að honum hefði ekki þótt Bítlarnir sérstak- lega góð hljómsveit á sínum tíma. Í viðtalinu segir hann jafnframt að það hafi ekki komið á óvart þegar útgáfufyrirtækið Decca neitaði þeim um samning. „Við vorum ekkert svo öflugir. Við vorum enn að móta hljómsveitina. Þú hefðir sjálfur neitað okkur um samning á þessum tíma, hefðir þú verið að vinna fyrir útgáfufyrir- tæki,“ sagði hann. Hann sagði jafnframt að hljómsveitin hefði lært að heilla áhorfendur á meðan hún lék á skemmtistöðum í Hamborg. „Í Hamborg lærðum við að heilla fólk og laða að okkur áhorfendur. Við urðum virkilega góðir í því.“ Bítlarnir byrjuðu illa HEILLUÐU HAMBORG McCartney segir að Bítlarnir hafi lært margt í Hamborg. EYGLÓ Meðal þeirra hönnuða sem selja vörur sínar er Eygló Lárusdóttir, hér má sjá fyrirsætu klæðast kjól frá henni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Íslensk hönnun skýtur upp kolli Rihanna biður ekki um neina holl- ustu í búningsherbergi sitt. Söng- konan, sem er 21 árs, mun koma fram í London í næstu viku og samkvæmt skipuleggjendum tón- leikanna óskaði hún eftir pitsu, frönskum kartöflum, kleinuhringjum, kartöflu- flögum, örbylgjulasanja og kjúklingavængjum í bún- ingsherbergi sitt. Listinn innihélt yfir 7.000 kal- oríur og var epli eina hollustan sem þar var að finna. „Þessar banda- rísku stórstjörnur vilja yfirleitt ekkert nema fáránlega holl- an mat. Rihanna var því skemmtileg til- breyting og var ekki með neitt kol- vetna- og glúteinsnautt rugl,“ sagði einn skipuleggjandi tónleikanna. Sjálf segist Rihanna hafa litlar áhyggjur af línunum. „Að vera á tónleikaferðalagi kemur manni í form, sem er gott þar sem ég borða nánast hvað sem ég kemst yfir.“ Rihanna var valin Kona ársins af bandaríska tímarit- inu Glamour síðastliðinn mánu- dag og plata hennar, Rated R, er væntanleg í verslanir í næstu viku. Borðar hvað sem er HUGSAR EKKI UM LÍNURNAR Rihanna segist halda sér í formi með því að koma fram á tónleikum og hún borðar allt sem hana langar í.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.