Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.11.2009, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 13.11.2009, Qupperneq 70
50 13. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is Margir handboltaáhugamenn ráku upp stór augu um helgina þegar gamla kempan Bjarki Sigurðsson birtist í búningi FH-liðsins. Bjarki er orðinn 42 ára gamall en hefur samt ekki sagt sitt síðasta í boltanum hér heima. „Þetta voru fæstu mínútur sem ég hef spilað í leik síðan ég spilaði minn fyrsta leik fyrir Víking á sínum tíma,“ sagði Bjarki léttur. Hann spilaði nokkra leiki með Víkingi í úrvalsdeildinni í fyrra en hætti þar sem honum fannst hann ekki passa í hóp- inn. Héldu margir að það hefðu verið hans síðustu leikir í efstu deild en svo var nú ekki. „Ég hef verið að spila í utandeildinni en var ekki ánægð- ur með spilamennskuna þar. Sjálfur er ég að æfa mikið, hleyp úti og er því í góðu formi. Svo hringir Einar Andri, þjálfari FH, í mig og biður mig að koma á æfingar þar sem örvhenta skyttan í liðinu hafi puttabrotnað. Ég var nú á báðum áttum en ákvað að slá til og mæta. Ég fór því úr utandeildinni í eitt sterkasta lið landsins á mettíma,“ sagði Bjarki og hló við. „Ég er þarna til þess að leysa menn af og ef ég get hjálpað til og jafnvel kennt einhverjum eitthvað þá er það hið besta mál,“ sagði Bjarki en er það ekki óðs manns æði fyrir mann á hans aldri að vera að standa í þessu? „Það hafa margir spurt mig að því hvort ég sé að ganga af göflunum. Það má kannski segja að það sé ekki langt í að ég gangi af göflunum. Annars er ég fíkill og hef bara rosalega gaman af þessu. Það er skemmtilegra að æfa með þessum strákum en að æfa einn, þó svo að ég hafi orðið gaman af því að hlaupa.“ Bjarki segir að hann fái enga sérmeðferð hjá leik- mönnum FH-liðsins þó svo að hann sé kannski kominn af léttasta skeiði. Í FH-liðinu er sonur hans, Örn Ingi, og þeir feðgar spiluðu saman gegn Haukum um síðustu helgi. „Það er vissulega gaman að spila með stráknum og stór bónus. Það er líka gaman að vera í þessu flotta liði. Þarna eru góðir strákar,“ sagði Bjarki, sem ætlar að taka einn dag fyrir í einu og lofar engu um hvað hann verði lengi í viðbót í boltanum. KEMPAN BJARKI SIGURÐSSON: ÚR UTANDEILDINNI Í EITT BESTA LIÐ LANDSINS Á METTÍMA Það er ekki langt í að ég gangi af göflunum FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið er á ferð og flugi þessa dagana. Liðið lék gegn Íran í Teheran um helgina og er núna komið til Lúx- emborg. Ferðalagið þangað tók sinn tíma en landsliðið var eina 23 tíma að komast til Lúxemborgar frá Teheran. Ólafur Jóhannesson landsliðs- þjálfari var ánægður með ferðina til Írans og hafði ekki yfir neinu að kvarta. „Það var mjög fínt í Íran. Auð- vitað er önnur menning þarna, en móttökurnar voru mjög fínar og við gátum ekkert kvartað. Hótel- ið var gott en auðvitað var matur- inn öðruvísi. Við áttum von á því þannig að það kom okkur ekkert í opna skjöldu. Hvað varðar matinn þá létum við senda mat á undan okkur. Svo prófuðum við þeirra rétti. Meginuppistaðan í matnum hjá okkur var samt kjúklingur og pasta,“ sagði Ólafur. Vel var passað upp á íslenska hópinn í Teheran þó svo að Ólafur segi að ekki hafi verið ástæða til að óttast neitt. „Okkur var ráðlagt að fara ekki neitt án þess að hafa verði með okkur. Þeir voru til staðar á hótel- inu ef á þurfti að halda. Við fórum annars ekki mikið. Skelltum okkur í smá útsýnisferð um bæinn og svo var farið með okkur upp í fjöll. Það var ágætt. Það er greinilega fínt fólk þarna og vel tekið á móti okkur. Þetta eru framandi slóðir og það var gaman að sjá þetta,“ sagði Ólafur en hann og aðstoðarþjálf- arinn, Pétur Pétursson, eru ann- álaðir golfáhugamenn og nokkuð lunknir með kylfurnar. Þeir spurð- ust fyrir um golfvöll, hann var til staðar en ekki gafst tími að þessu sinni til að spila einn hring. Leikurinn sjálfur fór fram á hinum risavaxna Azadi-velli. Lítið fór fyrir þeim áhorfendum sem mættu á völlinn enda rúmar leik- vangurinn ansi marga. „Einhver sagði mér að þetta væri fjórði stærsti völlur í heimi og rúmaði rúmlega 110 þúsund manns í sæti. Það var ekki mikið af fólki og leikvangurinn gleypti í raun áhorfendurna sem voru þarna. Völlurinn var annars frá- bær og grasið virkilega gott,“ sagði Ólafur, sem sagði ekkert hafa komið upp á að þessu sinni. „Það eru ekki margar Evr- ópuþjóðir sem vilja koma þarna. Íranar leggja því metnað sinn í að hafa hlutina í lagi og þeir voru það. Þetta var bara mjög fín ferð sem við erum sáttir við. Óreynd- ir menn fengu tækifæri sem var gott.“ henry@frettabladid.is Ekki ráðlagt að fara út nema hafa verði með Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fór í ævintýrareisu til Teheran í Íran. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari segir ferðina hafa verið vel heppnaða. Íranar hafi verið höfðingjar heim að sækja og enginn hafi kvartað yfir neinu. LANDSLIÐSÞJÁLFARINN Var ánægður með ferðina til Teheran og segist gjarnan vilja koma þangað aftur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Jólatilboð ! Faxafeni 5, Reykjavik og Skeiði 1, Ísafirði • Sími 588 8477 • www.betrabak.is • Hitajöfnun 37°C • Hannað af NASA • 100% hreinn gæsadúnn • Astma- og ofnæmisprófað • Hægt að þvo á 60°C Dúnsokkar Kr. 6.900,- Hitajöfnunarsæng 140x200 cm Kr. 29.900,- FÓTBOLTI Elísabet Gunnarsdótt- ir mun skrifa undir tveggja ára samning við sænska úrvalsdeild- arfélagið Kristianstad í gær. Þetta staðfesti hún í samtali við Fréttablaðið. Liðið lenti í 10. sæti í deildinni undir hennar stjórn í sumar. „Stefnan er að vera ekki í þeirri stöðu að þurfa að berjast fyrir lífi okkar í deildinni eins og í sumar,“ sagði Elísabet. „Ég veit að þetta er ein sterkasta deild í heimi en ég er afar metnaðarfull og vil fara mun lengra.“ Hólmfríður Magnúsdótt- ir mun leika með Philadelphia Independence í Bandaríkjunum á næsta ári en enn er óvíst hvað þær Margrét Lára Viðarsdóttir, Erla Steina Arnardóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir gera. „Ég vil halda þeim öllum og reyndar flestum okkar leikmönn- um. Eins og sakir standa nú eru bara tveir leikmenn liðsins samn- ningsbundnir fram á næsta ár enda hefur bara verið samið til eins árs í einu. Ég vil þó breyta því og hef sett það skilyrði að við engan verði samið nema til tveggja ára – sama hver á í hlut,“ sagði Elísabet. - esá Elísabet Gunnarsdóttir: Áfram hjá Kristianstad ELÍSABET Verður áfram í Svíþjóð. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL > Óvíst hvað Ásta gerir Samningur landsliðskonunnar Ástu Árnadóttur við Tyresö í Svíþjóð er útrunninn en félagið vann sér sæti í sænsku úrvalsdeildinni í haust. Ásta er stödd hér á landi vegna námsins síns og óvíst er hvort hún fari aftur til Tyresö. „Þetta er allt í vinnslu en til þess að þetta takist þarf ég að púsla saman fótboltanum og skólanum. Félagið vill þó fá mig aftur og vonandi leysist þetta bara sem fyrst. En þetta er allt mjög óljóst enn og því get ég lítið sagt um hvað gerist,“ sagði Ásta. „Mér leið þó mjög vel úti og líst afar vel á næsta tímabil enda er liðið búið að styrkja sig mjög mikið fyrir átökin í úrvals- deildinni á næsta ári.“ FÓTBOLTI LdB FC Malmö, eitt stærsta félagið í Svíþjóð, hefur sýnt Blikanum Söru Björk Gunn- arsdóttur áhuga. Dóra Stefáns- dóttir hefur leikið með félag- inu undanfarin ár og þá er Þóra B. Helgadóttir nýgengin í raðir félagsins frá Kolbotn í Noregi. Sjálf hafði Sara heyrt af áhuga Malmö en hún stefnir engu að síður að því að spila hér á landi á næstu leiktíð. „Ég vil klára skólann í vor og svo gæti eitthvað gerst eftir að tímabilinu lýkur um haustið. Ég vonast þó eftir að komast út til reynslu hjá einhverju félagi nú í vetur til að undirbúa mig fyrir næsta haust.“ sagði Sara við Fréttablaðið. Malmö varð í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í haust, aðeins fjórum stigum á eftir meisturunum í Linköping. - esá Sara Björk Gunnarsdóttir: Malmö hefur áhuga á Söru SARA BJÖRK Fastamaður í íslenska landsliðinu þrátt fyrir ungan aldur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.