Fréttablaðið - 13.11.2009, Síða 78
58 13. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÁRÉTT
2. varsla, 6. tímaeining, 8. drulla, 9.
móðurlíf, 11. eyrir, 12. rabb, 14. kvk
nafn, 16. tveir eins, 17. aðstoð, 18. í
viðbót, 20. átt, 21. murra.
LÓÐRÉTT
1. líkamshluti, 3. frá, 4. örvandi
efni, 5. bjálki, 7. starfræksla, 10. kvk
nafn, 13. mjög, 15. þitt, 16. efni, 19.
gjaldmiðill.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. vakt, 6. ár, 8. for, 9. leg,
11. fé, 12. skraf, 14. sóley, 16. tt, 17.
lið, 18. auk, 20. na, 21. urra.
LÓÐRÉTT: 1. háls, 3. af, 4. koffein,
5. tré, 7. rekstur, 10. gró, 13. all, 15.
yðar, 16. tau, 19. kr.
„Það er ekkert bragð af gullinu en
það var samt rosalega gaman að
prófa það,“ segir Guðrún Dögg Rún-
arsdóttir, ungfrú Ísland.
Guðrún, sem er fulltrúi Íslands
í Ungfrú heimur, hefur dvalið á sjö
stjörnu hóteli í Abú Dabí undan-
farna daga ásamt öðrum keppend-
um. Aðalkeppnin fer fram í Suður-
Afríku í desember.
Stelpunum var boðið í glæsileg-
an kvöldverð í vikunni og Guðrún
lenti í sæti við hliðina á moldríkum
olíufursta. „Það var mjög fræðandi
vegna þess að hann var svo opinn,“
segir hún. „Hann bað okkur um að
spyrja sig að hverju sem er, þannig
að við lærðum mjög mikið um araba
og múslima þar sem að hann vildi
endilega fræða okkur.“
Á boðstólum var skelfiskur og
lambakjöt, en eftirrétturinn vakti
mesta athygli og minnti á fræga góð-
ærisboðsferð Landsbankans þar sem
boðið var upp á gullkryddað risotto.
„Það voru þrjár tegundir af súkk-
ulaðieftiréttum. Í miðjunni var svo
réttur gerður úr hvítu súkkulaði og
það var blaðgull yfir honum sem við
borðuðum,“ segir Guðrún. Hún fer
fögrum orðum um hótelið sem stelp-
urnar dvelja á í boði keppninnar og
segir allt gert fyrir þær. „Herberg-
ið er stórkostlegt! Rosalega nýtísku-
legt og flott. Við erum með svalir
þar sem við förum í sólbað, en það
er 27 stiga hiti hérna.“
Guðrún segir ferðalagið ekki ein-
tóma sælu þrátt fyrir sólböð og gull-
át. Stelpurnar eru á fullu allan dag-
inn, alla daga og þurfa alltaf að vera
vel til hafðar. „Við þurfum að vakna
mjög snemma til þess að líta vel út,“
segir hún. „Þannig að við fáum ekki
frábæran svefn. Þetta er hörkuvinna
og rosalega erfitt, en algjörlega þess
virði. Við erum reynslunni ríkari og
fáum að skoða marga fallega staði
sem við hefðum líklega aldrei feng-
ið að sjá. Þannig að ég er mjög ánægð
og þakklát fyrir að fá þetta tæki-
færi. Stelpurnar eru líka yndislegar.
Þetta er eins og að búa á heimavist.
Við erum allar í sömu stöðunni, að
keppa í Miss World, en við erum líka
aleinar í framandi landi með ekk-
ert nema hver aðra. Þannig að það
er mjög gott að við náum svona vel
saman. atlifannar@frettabladid.is
GUÐRÚN DÖGG RÚNARSDÓTTIR: DVELUR Á SJÖ STJÖRNU HÓTELI
Ungfrú Ísland borðaði gull
NÁ VEL SAMAN Guðrún og hinar stelpurnar í keppninni ná vel saman. Hérna er hún ásamt ungfrú Ítalíu.
LÖGIN VIÐ VINNUNA
„Ég hlusta á stöð sem er hérna
í Lúxemborg, 87,7, og er svona
„eighties“-tónlist. Svo er ég með
lagalista í tölvunni minni þegar
ég er að dunda mér í námsefni
eða vinna myndir í tölvunni.“
Nína Björk Gunnarsdóttir ljósmyndari
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á blaðsíðu 8
1 Neftóbaksneysla þingmanna.
2 Slysum hefur fækkað
um 34 prósent.
3 Þeir leika með sádi-arabísku liði.
„Þeir sem eru sverari, níutíu kíló
plús, verða aftar á vellinum og
halda stöðunni, en hinir munu
hlaupa,“ segir Ingólfur Þórarins-
son, betur þekktur sem Ingó Veð-
urguð, sem verður fyrirliði „All-
star“ liðs í fótbolta annað kvöld á
vegum Góðgerðarráðs Verzlunar-
skóla Íslands. „All-star“ liðið skipa
þjóðþekktir einstaklingar á borð
við Auðun Blöndal, Sveppa, Loga
Bergmann, Gazman, og Gunna
Helga, og munu þeir keppa á móti
liði Verzlunarskólans.
„Ég held að við vinnum þetta
4:2. Við erum með þrjá eða fjóra
úrvalsdeildarleikmenn og fyndna
gaura sem munu virka truflandi
fyrir þá sem eru í hinu liðinu, svo
það væri hneyksli ef við myndum
tapa fyrir einhverjum mennta-
skólakrökkum,“ segir Ingó og
brosir.
Þetta er í annað sinn sem góð-
gerðarfótboltaleikur sem þessi fer
fram á vegum Verzló, en í fyrra
mættu um 2.500 manns. Fótbolta-
leikurinn annað kvöld fer fram í
Kórnum í Kópavogi.
Húsið verður opnað klukkan
18.30 og leikurinn hefst klukk-
an 19, en 200 króna aðgangseyrir
og ágóði af veitingasölu mun fara
óskiptur í að byggja vatnsbrunn
við lítinn barnaskóla í Úganda.
- ag
Væri hneyksli að tapa
SIGURVISS Haukur Baldvinsson, fyrirliði
liðs Verzlunarskólans, ásamt Ingó Veður-
guði, fyrirliða „All-star“ liðsins.
Grínarinn Steindi Jr. vinnur nú
hörðum höndum að sjónvarpsþátt-
um sínum sem fara í loftið á Stöð 2
á næsta ári. Steindi er innmúraður
í rappelítu landsins, þrátt fyrir að
vera ekki rappari sjálfur. Ágúst Bent
úr XXX Rottweiler vinnur þættina
með honum, Dóri DNA er góður
félagi hans og nú heyrist að
annar Rottweiler-
hundur, Erpur
Eyvindarson, komi
fram í nýju þáttun-
um. Lítið fæst upp-
gefið um aðkomu
Erps, en heimildir
Fréttablaðs-
ins herma
að persóna
hans verði af
erlendu bergi
brotin.
Talandi um Steinda Jr., þá hafa
auglýsingar Sjóvá sem skarta
honum og hinum dularfulla
Bobba í aðalhlutverki vakið
talsverða athygli. Athyglin hefur
raunar verið svo mikil að ákveðið
hefur verið að fá félagana
til að taka upp
tvær auglýs-
ingar í viðbót
með jólaþema.
Nú er spurning
í hvaða
Bobba
Steindi ratar
um jólin.
Ný ævisaga Magga Eiríks,
Reyndu aftur, hefur fengið mjög
góð viðbrögð síðan hún kom út
á dögunum. Til marks um það
fær bókin þann heiður að vera sú
fyrsta á landinu sem fer í endur-
prentun hjá prentsmiðjunni Odda
fyrir þessi jól. Fyrsta upplagið var
prentað í 2.500 eintökum, sem
eru reyndar smámunir miðað við
nýja bók Arnaldar Indriðasonar,
Svörtuloft, sem var
prentuð í þrjátíu
þúsund eintökum.
Engu að síður flott-
ur árangur hjá
Magga. - afb, fb
FRÉTTIR AF FÓLKI
Rithöfundurinn Gerður Kristný
ætlar að lesa upp úr barnabók
sinni Prinsessunni á Bessastöðum
fyrir rúmlega eitt þúsund krakka
í átta grunnskólum á Akureyri
á aðeins tveimur dögum. „Ég
hlakka mikið til,“ segir Gerður,
sem hefur lesturinn 24. nóvem-
ber. „Ég skipulagði þetta sjálf og
fékk Sögu Capital til að styrkja
mig. Ég les fyrir 1.092 krakka
held ég, það er ef enginn liggur
heima í svína flensu.“
Gerður þarf að hafa sig alla
við til að komast á milli skóla á
svo skömmum tíma en hefur ráð
undir rifi hverju hvað það varðar.
„Ég er búin að tala við talsmenn
þessara skóla og þeir sjá um að
einhver keyri mig á milli staða.
Það verða gangaverðir, húsverðir
eða kannski kennarar sem koma
mér frá einum stað til annars. Ég
verð látin þeytast á milli skóla
eins og flensuveira,“ segir hún
og hlær. Hún útskýrir að munur
sé á því að gefa út barnabók í ár
og undanfarin ár. „Skólarnir hafa
ekki peninga til að bjóða rithöf-
undum til sín. Það hefur verið
venjan að maður hefur verið pant-
aður í skóla en það er lítið um það
í ár og þar af leiðandi riggaði ég
þessu bara upp sjálf.“
Og meira af Gerði því ljóð henn-
ar og Sigurðar Pálssonar koma út
á bengölsku og hindí á Indlandi 5.
desember. „Þetta er mikill heið-
ur. 400 milljónir tala hindí og
aðeins færri bengölsku og það
eru bara 400 eintök af hvorri bók
þannig að það verða fjöldaslags-
mál í Nýju-Delí þegar bækurnar
koma út.“ Einnig koma ljóð henn-
ar út á esperantó hjá bókaforlagi
í New York á næstu dögum, auk
þess sem barnabókin Garðurinn
kemur brátt út í Þýskalandi og
Noregi. - fb
Þúsund börn á tveimur dögum
GERÐUR KRISTNÝ Gerður les upp úr
barnabók sinni fyrir rúmlega eitt þúsund
krakka á Akureyri á aðeins tveimur
dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
LAXAFLÖK 1590
LÚÐUFLÖK 1590
XL HUMAR HUMARSÚPA
TÚNFISKUR SÚPUHUMAR
Opið 11:30-14:30
TILBOÐ Í VEITINGASAL
Súpa fi skur og kaffi 990