Fréttablaðið - 20.11.2009, Qupperneq 4
4 20. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR
UNGLINGAR Rannsóknir sýna fram
á að stór hluti foreldra unglinga
í framhaldsskólum lítur svo á að
áfengisdrykkja þeirra sé í góðu
lagi.
Álfgeir Logi Kristjánsson, rann-
sóknarstjóri Rannsóknar og grein-
ingar hjá Háskólanum í Reykjavík,
bendir á að niðurstöður úr rann-
sóknum þeirra á vímuefnaneyslu
unglinga sýni meðal annars að
tæpum 26 prósentum stráka sautján
ára og yngri og 27 prósentum stelp-
na hafi verið boðið áfengi af foreldr-
um sínum. Foreldrar tæplega sextán
prósenta stráka á þessum aldri og
tæplega átján prósenta stelpna hafi
einnig keypt áfengi fyrir börnin
sín.
„Það er áhugavert að benda á
þessar tölur vegna þess að þær
sýna að áfengisdrykkja unglinga
er ekki bara framhaldsskólavanda-
mál. Þetta er menningarbundið
fyrirbæri, við lítum gjarnan svo á
að unglingar séu orðnir fullorðnir
þegar þeir eru sextán ára,“ segir
Álfgeir, sem segir skýringu þessa að
hluta til hversu stutt er síðan sjálf-
ræðisaldur var hækkaður úr sex-
tán árum í átján. Hann segir síðan
ósamræmi milli sjálfræðisaldurs
og hins löglega aldurs til áfengis-
drykkju, sem er tuttugu ár, skapa
ákveðna óvissu.
Töluvert hefur verið fjallað um
drykkju unglinga á framhaldsskóla-
aldri undanfarið. Í rannsókn Rann-
sóknar og greiningar frá árinu 2007
kom fram að tæp 26 prósent stráka
og 33 prósent stúlkna yngri en átján
ára sögðust drekka stundum eða oft
á skemmtistöðum, 44 prósent stráka
og 55 prósent stúlkna yngri en átján
drukku stundum eða oft heima hjá
sér og 44 prósent stráka á þessum
aldri og 53 prósent stúlkna drukku
stundum eða oft fyrir framhalds-
skólaball.
Í þessari sömu könnun kom í ljós
að 62 prósent stráka yngri en átján
og sjötíu prósent stúlkna á sama
aldri sögðust hafa drukkið áfengi
einu sinni eða oftar mánuðinn áður
en könnunin var gerð. Á meðal
framhaldsskólanema eldri en átján
hafði 81 prósent stráka og 83 pró-
sent stúlkna drukkið áfengi einu
sinni eða oftar mánuðinn á undan.
„Það er gríðarleg áfengismenning
meðal unglinga á framhaldsskóla-
aldri og tölur um drykkju í fram-
haldsskólum sýna að drykkjan á
þeim aldri hefur ekki minnkað svo
heitið geti.“
Það er gerólíkt því sem gerst
hefur undanfarin ár í grunnskól-
um þar sem verulega hefur dregið
úr drykkju nemenda í efstu bekkj-
um grunnskóla. Áfengisneysla
eykst hins vegar um 140 prósent frá
tíunda bekk til fyrsta ársins í fram-
haldsskóla, segir Álfgeir. „Spurn-
ingin sem vofir yfir okkur er hvort
við ætlum að gera eitthvað í málinu
eða horfa í hina áttina.“
sigridur@frettabladid.is
Það er gríðarleg áfengis-
menning meðal unglinga
á framhaldsskólaaldri …
ÁLFGEIR LOGI KRISTJÁNSSON
RANNSÓKNARSTJÓRI RANNSÓKNAR OG
GREININGAR
FÆREYSKUR DANSUR EFTIR HULDAR BREIÐFJÖRÐ
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
Ungur Íslendingur tekur sér ferð
á hendur til að hitta þjóðina sem
virðist ekki geta hætt að bjarga okkur.
Hvað er það með Færeyinga?
Eru þeir svona ofboðslega gott fólk?
„ FALLEG BÓK
.
OG Á ÓVÆNT
AN
HÁTT KANNSK
I EIN
BESTA BÓKIN
UM
HRUNIÐ.“
– HALLGRÍMU
R HELGASON
,
FACEBOOK
Flestum foreldrum finnst
unglingadrykkja sjálfsögð
Flestir unglingar í framhaldsskólum drekka áfengi. Ekki við framhaldsskólana að sakast, segir rannsóknar-
stjóri Rannsóknar og greiningar. Áfengisneysla eykst um 140 prósent frá 10. bekk til 1. árs í framhaldsskóla.
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
22°
18°
13°
12°
14°
16°
17°
11°
11°
24°
14°
21°
15°
26°
10°
15°
14°
10°
Á MORGUN
3-8 m/s ,
hægast NA-til.
SUNNUDAGUR
Hvasst á Vestfjörðum
og suðaustanlands.
7
5
1
4
6
4
8
5
8
2
6
12
5
9
5
2
3
16
8 6
4
3
7
1
0
0
6 4
2 0
1
3
HELGIN Í dag verð-
ur strekkingur eða
allhvasst á Vest-
fjörðum en hægari
vindur annars
staðar. Á morgun
verða fremur hæg-
ar austlægar áttir
og lítil úrkoma en
á sunnudaginn má
búast við norð-
austlægri átt með
slyddu eða éljum
norðaustan til.
Soffía
Sveinsdóttir
Veður-
fréttamaður
FÉLAGSMÁL Heimili og skóli vara
við því að í dag hafi á netinu verið
boðað til svokallaðs „Kick a gin-
ger day“ þar sem hvatt sé til þess
að sparkað sé í rauðhært fólk.
„Heimili og skóli og fram-
kvæmdastjóri Olweusar-áætl-
unarinnar á Íslandi telja að með
þessu háttalagi sé verið að hvetja
til ofbeldis sem feli í sér niður-
lægingu og virðingarleysi.
„Við beinum þeim tilmælum til
skólastjórnenda að vekja athygli
foreldra og nemenda á því að
skólinn muni ekki líða slíka hátt-
semi,“ segir í tilkynningu sam-
takanna.
Mælst er til þess að foreldrar og
aðrir forráðamenn verði upplýstir
og gerð grein fyrir hvernig skól-
inn muni bregðast við brotum af
þessu tagi. „Jafnframt verði nem-
endur hvattir til að taka afstöðu
gegn slíku atferli, athygli vakin
á gagnkvæmri virðingu og gildi
þess að nemendur sýni hver öðrum
tillitsemi,“ segir í tilkynningu.
Á samskiptavefnum Facebook
var stofnuð síða þar sem hvatt var
til þessa ofbeldis, en henni hefur
nú verið lokað. Um leið spruttu
upp ótal hvatningarsíður til höf-
uðs vitleysunni, jafnvel þar sem
hvatt er til þess að rauðhærð-
ir gjaldi líku líkt reyni fólk að
sparka í þá. - óká
Heimili og skóli varar við áskorunum á Netinu á svokölluðum „Kick a ginger day“:
Mótmæla ofbeldi í garð rauðhærðra
EINBEITT Í TÖLVUNNI Víða í heiminum
er saknæmt að mismuna fólki eftir útliti,
kynhneigð eða öðrum þáttum sem fólk
ræður ekki yfir sjálft. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
ÞORSKUR Þorskur er verðmætasti fiskur-
inn og hefur gefið 23 milljarða af sér á
fyrstu átta mánuðum ársins.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SJÁVARÚTVEGUR Aflaverðmæti
íslenskra skipa nam rúmum 75
milljörðum króna fyrstu átta
mánuði ársins, sem er 12 millj-
örðum meira en á sama tíma í
fyrra, þegar verðmætið nam 63
milljörðum króna. Aflaverðmæt-
ið hefur því aukist um 19 prósent
á milli ára.
Mest verðmæti er í botnfiski,
en það var í ágúst orðið 52
milljarðar. Þorskafli er að
verðmæti 23 milljarðar og ýsa 10
milljarðar. Þá nemur verðmæti
karfans 6 milljörðum og ufsa 4,2
milljörðum. Verðmæti flatfisk-
afla nam rúmum 7 milljörðum
fyrstu á tímabilinu og uppsjávar-
fisks 15 milljörðum, þar af síldar-
aflans 7,2 milljörðum. - kóp
Aflaverðmæti eykst:
Verðmæti afla
75 milljarðar
Veiðar Færeyinga
Alls voru níu færeysk línuskip að veið-
um í íslenskri lögsögu í októbermán-
uði. Heildarafli þeirra var 578 tonn.
Mest var um keilu í aflanum eða 212
tonn og þorskaflinn var 147 tonn.
Heildarbotnfiskafli færeyskra skipa
það sem af er árinu er nú 3.257 tonn.
Þorskaflinn er kominn í 677 tonn en
heimild færeyskra skipa á árinu er
1.200 tonn.
SJÁVARÚTVEGSMÁL
ÖRYGGISMÁL Eldur kom upp í rann-
sóknaskipinu Poseidon, gamla tog-
aranum Harðbak EA, við bryggju
hjá Slippnum Akureyri í gær.
Engin slys urðu á fólki og greið-
lega gekk að ráða niðurlögum elds-
ins. Fréttavefurinn Vikudagur
sagði frá.
Slökkvilið Akureyrar fékk til-
kynningu um eldinn skömmu fyrir
klukkan hálf ellefu og var fljótt
á staðinn. Verið var að logskera á
aðaldekkinu, þegar eldur komst í
einangrun í rými fyrir neðan. Þar
var líka glússatankur sem sprakk
og við það magnaðist eldurinn um
stund. Að loknu slökkvistarfi var
rýmið reykræst. - shá
Slippurinn á Akureyri:
Eldur kom upp í
rannsóknaskipi
UNGLINGADRYKKJA Flestir unglingar í framhaldsskólum drekka áfengi. Margir þeirra
fá áfengi hjá foreldrum sínum. NORDICPHOTOS/AFP
GENGIÐ 19.11.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
237,4682
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
123,69 124,29
206,18 207,18
183,98 185,00
24,721 24,865
21,968 22,098
17,914 18,018
1,3891 1,3973
197,71 198,89
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
50
40
30
20
10
0
Daglegar reykingar Ölvun sl. 30 daga Hass um ævina
Breytingar á neyslu ungmenna frá 10. bekk yfir í framhaldsskóla
9,7%
12,9%
19,9%
47,7%
7,0% 7,7%
%
Nemendur í 10.
bekk vorið 2007
Nemendur sem
eru 16 ára og yngri
í framhaldsskólum
haustið 2007
Heima hjá sér 24,5%
Heima hjá öðrum 61,8%
Í bænum 47,6%
Annars staðar úti við 30,7%
Á skemmtistað 46,7%
Á pöbb eða kaffihúsi 33,2%
Fyrir framhaldsskólaball 53,6%
Á framhaldsskólaballi 15,1%
HVAR DREKKA
FRAMHALDS-
SKÓLANEMAR?*
*HLUTFALL FRAMHALDSSKÓLANEMA SEM Í
RANNSÓKN RANNSÓKNAR OG GREININGAR
ÁRIÐ 2007 SAGÐIST DREKKA ÁFENGI
STUNDUM EÐA OFT Á TILTEKNUM STÖÐUM.