Fréttablaðið - 20.11.2009, Side 12

Fréttablaðið - 20.11.2009, Side 12
12 20. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR VIÐSKIPTI Slitastjórnir gömlu bank- anna þriggja telja að gloppa sé í lögum um varnarþing sem geri það að verkum að ekki sé hægt að rifta óeðlilegum fjármálagjörningum viðskiptamanna eftir að þeir flytja lögheimili sitt til útlanda. Einungis sé hægt að höfða slík mál á hendur einstaklingum í varn- arþingi þeirra, það er því landi þar sem þeir hafa lögheimili. Á hinn bóginn sé í gildi Evróputilskipun sem segi að verði fjármálafyrirtæki gjaldþrota sé varnarþingið aðeins í því landi þar sem fyrirtækið var skráð. Hafi fyrirtækið og einstakl- ingurinn lögheimili hvort í sínu landi er því komin upp pattstaða. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá þessu í gær og sagði að slitastjórn- irnar hefðu lýst áhyggjum af þessu í bréfi sem sent var efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, dóms- og mannréttindaráðuneytinu og efna- hags- og skattanefnd Alþingis í síð- ustu viku. Þar leggja þeir til laga- breytingar til að koma í veg fyrir þennan vanda. Fréttablaðið hefur bréf slita- stjórnanna undir höndum. Þar kemur fram að vandamálið hafi komið í ljós þegar stefna átti starfs- manni Kaupþings sem keypt hafði hús af bankanum á undirverði, að talið er. Til stóð að reyna að rifta kaupunum. Maðurinn sem um ræðir er með lögheimili í Lúxem- borg. Hann er ekki þekktur. Slita- stjórnin telur sig hvorki geta höfðað málið á Íslandi né þar ytra. Þetta gerir það að verkum að takist mönnum sem hugsanlega hafa eitthvað óhreint í pokahorninu að færa lögheimili sitt úr landi áður en riftunar óeðlilegra gjörninga er krafist getur verið vandkvæð- um bundið að sækja málið. Takist mönnum að forðast slíka riftun geta þeir hugsanlega forðast gjaldþrot í leiðinni. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að lög- fræðingar innan sem utan ráðu- neytisins hafi þegar verið fengnir til að skoða málið. Þeir séu þó ekki endilega allir sammála mati slita- stjórnanna hvað þetta varðar. „Við erum fyrst og fremst að reyna að komast til botns í því hvort það er skynsamlegt og æskilegt að leggja fram tillögur að lagabreyt- ingum,“ segir Gylfi. Jafnvel þótt til lagabreytinga komi er hins vegar ekki víst að þær verði afturvirkar. Hugsan- lega þyrfti að láta reyna á það fyrir dómstólum. Slitastjórnirnar gera fleiri athugasemdir í bréfi sínu, meðal annars við það hversu skamman tíma, sex mánuði, þeir hafa lögum samkvæmt til að höfða riftunar- mál frá því að kröfum er lýst í búið. Umfang málanna sé oft svo mikið að hætta sé á því að ef frestur- inn verði ekki lengri kunni mál að ónýtast vegna þess að ekki takist að koma þeim til dómstóla. Gylfi segir þessa ábendingu einn- ig til meðferðar í ráðuneytinu og að henni verði hraðað. stigur@frettabladid.is SAMFÉLAGSMÁL Ísland á því sem næst heimsmet í að vista fólk á stofnunum og því þarf að breyta. Þetta segir í tilkynningu frá ViVe-verkefninu svokallaða um virkari velferð, sem skilaði nið- urstöðum og tillögum að úrbót- um til heilbrigðis- og félagsmála- ráðherra í gær. Starfshópur á vegum ViVe hefur unnið að tillögunum undanfarnar vikur. Í hópnum eru Evald Krog, þekktur norskur baráttumaður fyrir réttindum fatlaðra, Guð- jón Sigurðsson, formaður MND- félagsins, Guðmundur Magnús- son, formaður ÖBÍ, Sigrún Björk Jakobsdóttir, formaður bæjar- ráðs Akureyrar, Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálp- ar, og verkefnisstjórinn Oddur Ástráðsson. Segir í niðurstöðunum að áður en til þess komi að málefni fatl- aðra flytjist frá ríki til sveitar- félaga í ársbyrjun 2011 þurfi að vera búið að stíga stór skref í þá átt að tryggja að fötluðum standi til boða að lifa lífi sínu á eigin forsendum utan stofnana. Til þess að svo megi verða þurfi að koma á fót einstaklings- miðuðu aðstoðarmannakerfi og tryggja með lögum og samning- um að réttur til aðstoðar fylgi hverjum og einum óháð búsetu. Setja þurfi á fót virkan sam- ráðsvettvang til að undirbúa málið og nauðsynlegar laga- og reglubreytingar þurfi að liggja fyrir eigi síðar en 1. maí 2010. Samfélagslegur ávinning- ur af slíkri stefnubreytingu yrði umtalsverður, segir í niðurstöðunum. - sh Starfshópur um virkari velferð skilaði niðurstöðum: Vill draga úr stofn- anavæðingunni RÁÐHERRAR FÁ NIÐURSTÖÐUR Álfheiði Ingadóttir heilbrigðisráðherra og Árna Páli Árnasyni félagsmálaráðherra voru afhentar niðurstöður starfshópsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÞOKA Í BÚDAPEST Svartaþoka var á bökkum Dónar í Ungverjalandi þegar þessi mynd náðist af manni á reið- hjóli. NORDICPHOTOS/AFP Frábært úrval af spilum og púsluspilum Jólavörur, gjafavörur, jólakort og margt fleira Gott úrval af Lego Súpertilb oð: Áður: 44. 900 Nú 16.900 DVD myndir 1.195 35% afsláttur BABY born kastali Bratz dúkkur frá 1.500 Úrval af Bratz dúkkum og fylgihlutum BABY born dúkka 4.500 Diego Mega Blocks 50% afslá ttur: Áður: 5.9 90 Nú 2.980 ÞJÓNUSTA Gunnar Sigurðsson, for- seti bæjarstjórnar Akraness, seg- ist harma þá ákvörðun stjórnar Nýja Kaupþings banka að loka úti- búi sínu á Akranesi 7. desember. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorni. „Ég er mjög óhress með þetta og finnst þessi tíðindi frá bank- anum koma sem þruma úr heið- skíru lofti nú þegar síst skyldi. Þessi tíðindi fara illa í heimamenn og það er slæmt að missa þessa starfsemi héðan úr bænum. Þó að afgreiðslufólki í bankanum bjóð- ist störf í öðrum útibúum tapast við þetta tengd störf og ýmis þjón- usta.“ Gunnar telur að flytja hefði átt Mosfellsbæjarútibú bankans á Akranes. Ákvörðunin sé í takti við ákvarðanir stjórnvalda að undan- förnu um samdrátt í opinberri þjónustu á landsbyggðinni. - shá Akranes missir banka: Harmar lokun bankaútibús Telja gloppu í lögum opna flóttaleið fyrir fjármálafólk Þeir sem flytja lögheimili sín úr landi lenda í vari fyrir riftunum, að mati slitastjórna bankanna sem lýsa áhyggjum í bréfi til ráðuneyta. Vafasöm viðskipti Kaupþings við starfsmann fyrsta málið sem sigldi í strand. LÚXEMBORG Ef viðskiptamaður er með varnarþing í öðru landi er ekki hægt að rifta óeðlilegum fjármálagjörningum hans. Undanfarið hafa margir fjármála- menn undirbúið brottflutning til útlanda til að forðast riftunarmál. Viðskiptablaðið segist hafa heimildir fyrir þessu. Fréttablaðið hefur til dæmis heimildir fyrir því að Ingólfur Helga- son, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, standi nú í flutningum úr landi. Hann hefur þó ekki breytt lögheimili sínu. Margir stórlaxar úr íslensku við- skiptalífi hafa lögheimili í útlöndum og eru því í vari fyrir riftunarmálum. Til dæmis: ■ Ágúst og Lýður Guðmundssynir ■ Hannes Smárason ■ Björgólfur Thor Björgólfsson ■ Ólafur Ólafsson ■ Hreiðar Már Sigurðsson ■ Sigurður Einarsson ■ Magnús Ármann ■ Sigurður Bollason Ekki fengust upplýsingar um það hversu lengi þessir menn hafa haft lögheimili erlendis. MARGIR STÓRLAXAR SKRÁÐIR ERLENDIS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.