Fréttablaðið - 20.11.2009, Page 17

Fréttablaðið - 20.11.2009, Page 17
FÖSTUDAGUR 20. nóvember 2009 Útigangsfólkið þarf ekki að ganga alla leið úr bænum út á Eyja- slóð til að komast í aðhlynningu. Hjálpræðisherinn á bíl sem fer á ákveðnum tímum til að sækja þá sem það kjósa. Þetta segja þær Birna Vilberts- dóttir og Rannvá Ólsen sem báðar starfa í Dagsetrinu. Spurðar um fjármögnun starfs- ins segja þær nytjamarkað Hjálp- ræðishersins, sem er í sama húsi og Dagsetrið fjármagna það að stórum hluta. Meðal annars stendur hann undir leigukostnaði húsnæðisins. Þá styrkja ýmis fyrirtæki og ein- staklingar reksturinn, einkum með matargjöfum. Borgin hefur útvegað félagsráðgjafa í hálfa stöðu. Hann hefur gert krafta- verk, segja þær. Laugardaginn 28. nóvember verður efnt til söfnunar fata og húsbúnaðar, sem fólk er hætt að nota, fyrir nytja markaðinn. Tekið verður á móti því sem fólk vill láta af hendi rakna í Digra- neskirkju frá klukkan 14 til 17, segja þær stöllur. Að söfnuninni lokinni verður skellt í skemmti- dagskrá í kirkjunni þar sem fram koma hljómsveitir og söngvarar að hætti Hersins. Fötum safnað og húsbúnaði til að fjármagna rekstur Dagsetursins: Skjólstæðingar sóttir í bæinn ALEIGAN Þarna eiga skjólstæðingar veraldlega aleigu sína, fötin sín, hrein og strokin. JÓLAKORT Sýnishorn af jólaföndrinu. DAGSETRIÐ Birna Vil- bertsdóttir og Rannvá Ólsen starfa báðar á Dagsetrinu. Sex vinir alveg óháð kerfi Bestu vinir þínir eru bestu vinir þínir og Síminn elskar alla jafnt. Í Sex vinir óháð kerfi hjá Símanum velurðu þér sex vini hjá hvaða farsímafyrirtæki sem er og sendir þeim SMS eða hringir í þá fyrir núll krónur.* Skráðu þína sex vini á siminn.is, í næstu verslun Símans eða í síma 800 7000. 800 7000 • siminn.is Það er Sími Internet Sjónvarp * Mánaðarverð 1.990 kr. og upphafsgjald 5,90 kr. Þú hringir og sendir SMS á vini þína fyrir 0 kr., 1.000 mín. / 500 SMS á mánuði. Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Bílavarahlutir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.