Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 26
26 20. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
UMRÆÐAN
Lára Hilmarsdóttir skrifar um
Barnasáttmála Sameinuðu
þjóðanna
Öll börn eiga rétt. Þess vegna varð Barnasáttmáli Samein-
uðu Þjóðanna (SÞ) til. En hvernig
hefur þessi sáttmáli breytt heim-
inum fyrir börn síðan hann varð
til 1989?
Barnasáttmálinn markaði tímamót í hugmynd-
um manna um réttindi barna. Með tilkomu hans
hefur skapast eining milli þjóða heims um hvern-
ig er best að skapa heim sem hæfir börnum. Þótt
réttindi barna séu ekki nýtt fyrirbæri breytti sátt-
málinn viðhorfi manna víða um heim. Samkvæmt
sáttmálanum eru börn hvorki eign foreldra sinna
né yfirvalda heldur einstaklingar sem eiga rétt á
virðingu, heilsu, vernd og menntun, meðal ann-
ars. Hann sýndi fram á það hversu brýn nauðsyn
það er að bera hag og réttindi barna alltaf fyrir
brjósti.
Tímamótin og viðhorfsbreytingin sem sátt-
málinn markaði hafa gert hann sérstaklega
mikilvægan, gert hann að leiðarljósi yfirvalda,
foreldra, stofnana, samtaka og allra annarra sem
koma að málefnum barna á einhvern hátt, eins og
segir til um í 3. grein: „[]það sem barni er fyrir
bestu skal ávallt hafa forgang.“ Barnasáttmál-
inn hefur orðið að verkfæri samfélagsins og rutt
veginn fyrir réttindamiðaða nálgun á börn.
Fleiri börn hljóta nú meðferð við HIV-veirunni
en nokkurn tímann fyrr, bólusetningar hafa fækk-
að dauðsföllum vegna mislinga um 74%, börnum
sem ekki hljóta grunnskólamenntun hefur fækk-
að um 14 milljónir frá 2002 til 2007 og fleiri tölur
mætti nefna sem endurspegla árangur Barna-
sáttmálans – árangur sem hefur greinilega haft
víðtæk áhrif á börn um allan heim.
Á hverjum degi er þó enn brotið á réttindum
barna víða um heim. Það er mikil áskorun sem
heimurinn og við öll stöndum frammi fyrir. En
árangur Barnasáttmálans er vegurinn framávið,
sem liggur í að fræða börn jafnt sem fullorðna um
þennan merkilega mannréttindasáttmála og breiða
hann út sem verkfæri samfélaga til þess að skapa
heim hæfan börnum. Aðeins þannig verður mátt-
urinn sem býr í Barnasáttmálanum að veruleika
fyrir öll börn.
Höfundur skrifar fyrir hönd
ungmennaráðs UNICEF.
Árangur Barnasáttmála SÞ
LÁRA
HILMARSDÓTTIR
Þrátt fyrir nafnið er heimssýn einmitt eitt af því sem fólk
í samnefndum samtökum deilir
ekki. Innan raða fylkingarinnar
hafa jaðar- og sérhagsmunahóp-
ar íslenskra stjórnmála samein-
ast, frjálshyggjumenn sem trúa
á lágmarksríkið, þjóðernissinn-
ar, gamlir Nató-andstæðingar,
bændur og útvegsmenn. Þarna
eru því sósíalistar sem hata Evr-
ópusambandið fyrir hve kapít-
alískt það er og kapítalistar sem
nýta hvert tækifæri til að líkja
því við Sovétríkin; einstaka fólk
sem vill fella niður tolla á land-
búnaðarvörur og óttaslegnir
framleiðendur þeirra. Fólk sem
vill þjóðnýta kvótann og fólk
sem á hann.
Sameiginleg heimssýn þeirra
allra er sannkölluð and-heims-
sýn: heimssýn um Evrópusam-
band án Íslands.
Þetta er auðvitað hvorki sér-
staklega óeðlilegt né gagnrýni-
vert. Ekki voru allir flugvallar-
andstæðingar sammála um af
hverju flugvöllurinn ætti að fara
og þá hvert. Nei-hópar eru í eðli
sínu sundurleitar samkundur því
mannskepnan er íhaldssöm og
flestum dugar ein ástæða til að
vera á móti breytingum en þurfa
margar ástæður, helst góðar, til
að verða þeim fylgjandi.
Menn leitast því við að finna
þessar ástæður og hamra á
þeim: Mála skrattann á vegg-
inn. Tökum til dæmis fyrir
svokallað matvælaöryggi, sem
heyrst hefur æ oftar í umræð-
unni. Telja menn virkilega að
með aðild að Evrópusamband-
inu aukist líkur á hungursneyð?
Auðvitað er það fráleitt. Mat-
vælaöryggi er nefnilega bara
annað orð yfir tolla og höft á
innfluttan mat. Hvernig getur
það annars verið að helsta ógnin
við matvælaöryggið sé maturinn
sjálfur?
Matar- og hráefnisþörf Íslend-
inga verður nefnilega ekki mætt
nema að millilandamarkaðir
með þessar vörur séu opnir og
frjálsir. Hvernig eigum við ann-
ars að rækta matvöru án áburð-
ar, eldsneytis, dráttarvéla eða
varahluta í þær?
Það sem breytist
Miðað við reynslu annarra þjóða
mun eftir allt saman ekki svo
margt breytast í lífi hins venju-
lega manns þegar Ísland geng-
ur í Evrópusambandið. Það fáa
sem það gerir mun hins vegar
nær undantekningarlaust verða
til hins betra. Í fyrsta lagi munu
íslenskir tollverðir hætta að
gramsa í farangri flugfarþega,
telja vínflöskurnar og spyrjast
fyrir um hvort fartölvan sé keypt
á Íslandi eða ekki. Þá munu allir
tollar og innflutningsbönn frá
einum stærsta markaði heims
falla niður og hægt verður loks-
ins að kaupa erlendar kjöt- og
mjólkurvörur í íslenskum mat-
vöruverslunum. Val neytenda
mun aukast og verð á þessum
matvörum mun lækka. Reynsl-
an erlendis sýnir þó að innlend
framleiðsla nýtur alltaf ákveðins
forskots, menn eru almennt til-
búnir að borga meira fyrir vöru
sem þeir þekkja og treysta.
Einhvern tímann á næsta ára-
tug eftir inngöngu mun Ísland
svo taka upp evruna og þá mun
hinu viðburðaríka ævintýri
Íslands með smáa og viðkvæma
mynt loksins ljúka. Minni
gengisáhætta og lægri vextir,
svo við minnumst nú ekki einu
sinni á afnám hinna ömurlegu
gjaldeyrishafta, yrðu Íslandi og
Íslendingum mjög til hagsbóta.
„Við getum gert þetta sjálf“
Áhyggjur af því að útlending-
ar „ásælist íslenskar auðlindir“,
ótti við erlenda matvöru, and-
staða við frjálst flæði verka-
fólks, andstaða við Schengen,
torskiljanleg ódrepandi trú á
íslensku krónuna og almenn tor-
tryggni í garð erlendra „yfir-
ráða“ kristallast í hinni barna-
legu en jafnframt stundum
fallegu setningu: „Við getum
gert þetta sjálf.“
Í sjálfu sér deili ég ekki á það
að við Íslendingar getum gert
heilmargt sjálfir. Við getum
vissulega rekið okkar eigin
gjaldmiðil, við getum fram-
leitt okkar eigin matvörur, við
gætum sagt upp EES-samn-
ingnum og samið okkar eigin
lög um allt sem hann tekur á.
Við gætum jafnvel stofnað eigin
her. En þó svo að við getum gert
ýmislegt þýðir það ekki endilega
að við ættum að gera það. Sú
hugmynd um að Ísland sjái sjálft
um eigin varnir er til dæmis
ekki raunsæ og tilraunin með
rekstur eigin gjaldmiðils hefur
ekki gengið sérlega vel.
Almennt séð verður ekki
séð að sú hugmyndafræði að
við getum „gert þetta sjálf“ sé
alltaf sérstaklega raunsæ eða
árangursrík. Og svo má deila
um hvort hún sé sérlega falleg
heldur.
Skrattamálarafélagið
PAWEL BARTOSZEK
Í DAG | Heimssýn
Þ
au eru fleiri en tölu verður á komið skiptin sem
borgaryfirvöld og hagsmunaaðilar hafa blásið í her-
lúðra og sagst ætla að efla miðbæinn í Reykjavík. Þessi
bæjarhluti virðist aldrei nokkurn tíma búa að nægu
afli, alltaf þarf að efla hann meira og meira. Eða efla
hann upp á nýtt.
Síðast gerðist þetta nú í vikunni þegar borgarstjórinn og
formaður nýstofnaðs félags sem heitir Miðborgin okkar skrif-
uðu undir samning þar um. Þetta nýja félag hefur þann göfuga
tilgang að efla verslun, þjónustu og menningu á svæðinu.
Þetta er auðvitað gott og blessað. Öflugur miðbær með
blómstrandi verslun, þjónustu, menningu og mannlífi er prýði
hverrar borgar.
Sumir myndu reyndar lýsa miðbænum í Reykjavík einmitt
með þessum orðum, að þar blómstraði verslun, þjónusta, menn-
ing og mannlíf. En við þá upptalningu má svosem bæta ýmsu
miður geðslegu sem fylgir miðbæjarlífi. Sumt af því kemur og
fer en annað hefur skotið rótum.
Í gegnum árin hefur margt verið gert, stórt og smátt, til
að efla miðbæinn. Spottar á Laugaveginum voru yfirbyggðir,
bekkjum var fjölgað, gangstéttir breikkaðar, afgreiðslutími
lengdur, hótelum fjölgað, byggt var í Skuggahverfinu, nærstræti
lagfærð, bílastæðum fjölgað og umferðarkerfinu breytt. Þetta
og margt fleira hefur verið gert í framhaldi af umræðum um
að efla þurfi miðbæinn. Hafa þær umræður farið fram á vett-
vangi miðborgarsamtaka, miðborgarfélaga, miðborgarnefnda,
miðborgarráða, miðborgarstjórna eða miðborgarstjóra. Í öllu
falli miðborgareitthvað.
Eins og ofangreint sýnir er efling miðbæjarins sígilt viðfangs-
efni. Jafnvel má segja að það sé eftirsóknarvert viðfangsefni.
Svo eftirsóknarvert að þar sem það hefur ekki verið til staðar
hefur það verið búið til.
Á Akureyri voru umræður um miðbæinn lengi vel heldur
fábrotnar. Þær snerust um hvort aka mætti um Hafnarstrætið
og hvort gras eða steypa ætti að vera á Ráðhústorginu. Til að
lyfta umræðunni á hærra plan var reist verslunarmiðstöð norð-
ur við Glerá. Þannig skópu Akureyringar sér alvöru miðbæjar-
vanda og glíma nú við að efla miðbæinn sinn.
Hafa þarf hugfast að miðbæjarefling snýst bara um að
fá fleira fólk til að erindast í miðbænum og eyða þar fleiri
krónum.
Líklega er það svo að á meðan fólki gefst færi á að spóka
sig og ramba á milli verslana og veitingahúsa í stofuhita sækir
það í verslunarmiðstöðvar þegar kalt er í veðri. Af því leiðir
að talað verður um að efla þurfi miðbæi úti við sextugustu og
sjöttu breiddargráðu þar til veðurfarið í landinu verður á við
það sem ríkir við Miðjarðarhafið. Þegar það gerist taka svo við
ný vandamál.
Eitt er það þó sem Miðborgin okkar gæti beitt sér fyrir til að
gæða svæðið blómlegra lífi. Það er að fá Héraðsdóm Reykja-
víkur, með sínu miður blómlega lífi, fluttan af Lækjartorgi og
í einhverja skrifstofugötuna í austurborginni. Í staðinn mætti
koma fyrir starfsemi í húsinu stóra sem borgararnir þurfa að
sækja. Samt ekki banka.
Enn skal efla miðbæinn í Reykjavík.
Sígilt viðfangsefni
BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON SKRIFAR
VESTURLANDSVEGUR
VAGNHÖFÐI
VÉLALAND
HÚSGAGNA-
HÖLLIN
TANGARHÖFÐI
BÍlDSHÖFÐI
H
Ö
FÐ
A
B
A
K
K
I
REYKJAVÍK
Vélaland - VAGNHÖFÐA 21
Sími 515 7170
Göfuglyndið
Yngvi Örn Kristinsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs
Landsbankans, sendi frá sér yfirlýs-
ingu vegna 230 milljóna kröfu sinnar
í þrotabú Landsbankans. Við lestur
hennar kemur í ljós að Yngvi er göf-
ugur maður. Hann vill ekki að krafa
sín gangi til Breta og Hollendinga
og ætlar því að krefjast þeirra fyrir
sjálfan sig – og gefa þá
reyndar. Það verður
því almennings að
greiða kröfur Breta
og Hollendinga
í Landsbankann.
Væru fleiri jafn
göfuglyndir væri
þjóðin virkilega í
vanda stödd.
Orðskrípaskattur?
Varla hefur það farið framhjá neinum
að ríkisstjórnin kynnti skattatillögur
sínar á miðvikudaginn. Þar kennir
ýmissa grasa, enda vantar mikla fjár-
muni í ríkiskassann. Innan um tillög-
ur um þrepaskatt, hækkun trygginga-
gjalds, útgreiðslu séreignarsparnaðar
og orkuskatta mátti sjá nýyrðið
auðlegðarskatt. Þegar betur er að
gáð kemur í ljós að hér er einfaldlega
á ferð eignaskattur. Það þykir víst
hljóma betur að nefna hann
þessu orðskrípi; þó allir sjái
í gegnum það.
Afsakið meðan
ég …
Stjórn Knattspyrnusam-
bands Íslands fundaði
í gær um málefni fjármálastjóra
sambandsins, en sá fór á strípistað í
erlendri borg með greiðslukort sam-
bandsins. Fundarins var beðið með
nokkurri eftirvæntingu, menntamála-
ráðherra hafði til að mynda krafist
skýringa. Skemmst er frá því að segja
að stjórnin var stöðug í stefnu sinni
og mun ekkert aðhafast. Málið er
vissulega allt harmað – en þó er ekki
að skilja annað á yfirlýsingunni en
að aðallega sé það harmað að málið
hafi komist í fjölmiðla. Enda
vildu félagarnir í yfirstjórn
sambandsins halda mál-
inu leyndu í upphafi. En
afsökunarbeiðni fáum við.
Hvað söng Megas aftur,
afsakið meðan ég æli?
kolbeinn@frettabladid.is