Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 28
28 20. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Katrín Jakobsdóttir skrifar um menntamál Ánægjulegt var að fá að taka þátt í upphafi þjóðfundarins í Laugardals- höll og enn ánægjulegra var að sjá þá miklu áherslu sem fundurinn lagði á menntun sem eina af mikilvægustu leið- unum út úr þeim þrengingum sem við erum nú í. Menntun er grundvallaratriði í uppbyggingu þjóðarinnar, bæði inn á við og út á við. Samspil menntakerfis og félagslegs kerfis Á síðustu árum hefur mikil áhersla verið lögð á að efla háskólakerfið. Fleiri Íslendingar ljúka nú háskólanámi en áður og allt háskólastigið hefur stækkað mjög að umfangi, jafnvel svo að sumum þykir nóg um. Á sama tíma hefur framhaldsskóla- stigið fallið í skuggann, bæði hvað varðar inntak menntunar og fjármögnun. Meðal annars þess vegna var farið fram á minni hagræðingu hjá framhaldsskólum en í háskólum. Á tímum mikils atvinnuleysis er mikilvægt að huga að samspili menntakerfisins og hins félags- lega kerfis. Í góðu samstarfi við félagsmála- ráðherra var í haust stigið mikilvægt skref til að hvetja fólk til að sækja sér menntun. Þegar ný ríkisstjórn Vinstri hreyfingarinnar-græns fram- boðs og Samfylkingar tók við í byrjun febrúar var eitt af viðfangsefnum hennar sá mikli munur sem var á grunnframfærslu Lánasjóðs íslenskra náms- manna og atvinnuleysisbótum en þá var grunn- framfærslan 100 þúsund krónur en atvinnuleysis- bætur eftir skatta um 135-140 þúsund. Mikilvægt skref Eftir fyrstu yfirferð mennta- og félags- málaráðuneytis var niðurstaðan að torvelt væri að færa fjármuni á milli þessara kerfa, menntakerfisins og hins félagslega, en eftir kosningar í vor óskaði ég eftir því við félagsmálaráðherra að setja þessa vinnu af stað að nýju. Í sumar sátu fulltrúar okkar með fulltrúum LÍN og Vinnumálastofnun- ar og fundu leiðir til að hækka grunnfram- færslu námslána um 20% og greiða það með sparnaði annars staðar í kerfinu. Tel ég það skref gríðarlega mikilvægt til að stuðla að auknu jafnrétti til náms og einnig til að hækka menntunarstig þjóðarinnar. Í haust settum við félagsmálaráðherra síðan af stað vinnu til að kanna frekara samspil atvinnu- leysistryggingakerfisins og menntakerfisins. Hefur sú vinna gengið vel og er von á skýrslu innan tíðar. Eitt af því sem vakið hefur áhyggjur mínar er hið mikla brottfall sem er í framhaldsskólum. Um það bil 95% þeirra sem sem útskrifast úr grunn- skóla halda áfram í framhaldsskóla. Fyrir 25 ára aldur brautskrást hins vegar aðeins 60% af þeim sem hefja nám í framhaldsskóla. Brottfallið á þessum aldri er því 40%. Þetta eru háar tölur og alvarlegar og brýnt að leita leiða til að koma í veg fyrir svo mikið brottfall. Menntunargjá Stór hluti þeirra sem útskrifast úr framhaldsskóla hefur nám í háskóla. Vegna þessa mikla brott- falls hefur á síðustu árum myndast menntunargjá hjá þjóðinni: þeim fjölgar sem eru með háskóla- próf en um þriðjungur fólks á vinnumarkaði er einungis með próf úr grunnskóla. Í mennta- og menningarmálaráðuneytinu vinnum við nú að því að leita leiða til að minnka brottfall og vinnum að nýjum námskrám sem auka fjölbreytni framhalds- skólans. Sú vinna og það starf sem unnið er í samstarfi við félags- og tryggingamálaráðuneyt- ið mun vonandi stuðla að því að við komum út úr kreppunni menntaðri þjóð en sú sem fór inn í kreppuna. Höfundur er menntamálaráðherra. Verðum við menntaðri eftir kreppuna? KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Vegna þessa mikla brottfalls hefur á síðustu árum myndast menntunargjá hjá þjóðinni: þeim fjölgar sem eru með háskólapróf en um þriðjungur fólks á vinnumarkaði er einungis með próf úr grunnskóla. Ómálefnalegri gagnrýni mótmælt UMRÆÐAN Björn Ingi Sveinsson, Hauk- ur Guðjónsson, Jón Sigurðs- son, Katrín Pétursdóttir, Pét- ur Guðmundarson, Skarp- héðinn Berg Steinarsson og Þorsteinn M. Jónsson í Glitni skrifa um nýfallinn dóm Í lok október sl. féll dómur í Hæstarétti Íslands í máli Vilhjálms Bjarnasonar gegn greinarhöfundum, fyrrver- andi stjórnarmönnum Glitnis, vegna kaupa Glitnis á hlutafé fráfarandi bankastjóra Glitnis við starfslok hans í apríl 2007. Hæstiréttur sýknaði greinar- höfunda og sneri þar með við dómi héraðsdóms frá því í jan- úar á þessu ári. Allt frá því að Hæstiréttur kvað upp dóm sinn hafa hinir ýmsu aðilar gagnrýnt umrædd- an dóm og býsnast yfir niður- stöðu Hæstaréttar. Þessir aðil- ar eiga það þó allir sammerkt að vera ekki lögfræðimenntað- ir. Tveir hæstaréttarlögmenn, Brynjar Níelsson og Jón Magn- ússon, hafa tjáð sig og telja dóm Hæstaréttar réttan. Það sama hefur Jóhannes Rúnar Jóhann- esson, hrl. og aðjúnkt við laga- deild Háskólans í Reykjavík, látið hafa eftir sér á fundi sem haldinn var í Háskólanum í Reykjavík hinn 4. nóvember sl. en þar lýsti hann því yfir að Hæstiréttur hefði staðist prófið. Fremstur í flokki gagnrýn- enda á dóm Hæstaréttar hefur farið sjálfur stefnandinn, Vil- hjálmur Bjarnason, sem telur Hæstarétt Íslands „senda skelfileg skilaboð“ til samfé- lagsins um að „allt sé heimilt“. Hvorki Vilhjálmur né aðrir sem tekið hafa undir málflutn- ing hans hafa fært rök fyrir því hvernig Hæstiréttur átti að geta litið framhjá kjarna málsins, nefnilega að stjórn Glitnis hafði lögmæta heim- ild hluthafafundar til að kaupa eigin bréf á allt að 10% hærra verði en markaðsgengi og að umrædd viðskipti voru innan þeirra marka. Hæstiréttur og dómar hans eru ekki yfir gagnrýni hafn- ir. Slíka gagnrýni hlýtur þó að þurfa að byggja á málefnaleg- um röksemdum og virðingu fyrir landsins lögum en ekki til- finningum eða óskhyggju. Enn sem komið er hefur enginn sett fram efnislega og lögfræðilega greiningu á niðurstöðu Hæstaréttar og velt vöngum yfir því af hverju slík- ur munur er á niðurstöðu hans og niðurstöðu héraðsdóms. Það verður væntanlega gert síðar, enda ýmislegt við umræddan dóm héraðsdóms að athuga. Vegna umfjöllunar um dóm Hæstaréttar vilja greinarhöf- undar árétta og útskýra þrjú atriði sem haldið hefur verið fram undanfarnar vikur og hafa að mati greinarhöfunda verið byggð á misskilningi viðkomandi aðila. Fyrir það fyrsta hefur því verið haldið fram að fráleitt sé að íslensk lög hafi að geyma reglu er veiti stjórn heimild til að „mismuna hluthöfum“ eins og það hefur verið orðað. Hafa ýmsir farið fram á lagabreyt- ingu vegna þessa og enn aðrir tekið svo sterkt til orða að fram- vegis verði ekki hægt að kaupa hlutabréf í hlutafélögum skráð- um í kauphöll. Hvað þetta varð- ar telja greinarhöfundar rétt að benda á að umrætt ákvæði hlutafélagalaga, það er 55. grein laganna sem heimilar stjórn kaup á eigin hlutum félags liggi fyrir heimild hluthafafundar til þess, kemur inn í lög með innleiðingu 2. félagaréttartil- skipunar Evrópusambandsins. Um er að ræða ákvæði sem er í félagaréttarlöggjöf flestra ef ekki allra ríkja Evrópusam- bandsins. Þarna er því ekki um heimatilbúið lagaákvæði að ræða heldur heimild sem er til staðar í flestum öðrum vestrænum ríkjum. Eiga rök fyrrgreindra aðila því vænt- anlega einnig við um fjárfest- ingar í hlutafélögum í kauphöll annarra vestrænna ríkja. Slíkt stenst auðvitað ekki. Rétt er að árétta að á þeim tíma sem hlutabréfin voru keypt mótmælti enginn hlut- hafi í Glitni viðskiptunum, þar með talinn Vilhjálmur Bjarna- son. Voru þó næg tækifæri til þess, enda kaupin tilkynnt til kauphallar eins og lög gera ráð fyrir og því á allra vitorði. Greinarhöfundar vísa ásökun- um um mismunun hluthafa á bug; þvert á móti voru kaupin gerð með hagsmuni hluthafa að leiðarljósi. Í annan stað hefur því verið haldið fram að túlkun Hæsta- réttar um hámarks- og lág- marksverð hluta sem hluthafa- fundur heimilar stjórn að kaupa sé „loðin og teygjanleg“ og að Hæstiréttur hafi með dómnum skapað „gúmmíkenningu“ um verðmæti hlutabréfa. Að mati greinarhöfunda stenst þessi skoðun ekki og verðskuldar sjálf að vera kennd við gúmmí. Fræðimenn á öllum Norðurlönd- unum, auk fjölda annarra landa m.a. Þýskalands, hafa sýnt fram á að heimilt og viðurkennt sé að ákveða verð hlutafjár, sem stjórn er gefin heimild til að kaupa, með vísan til vikmarka (prósentustigs) frá skráðu gengi í kauphöll á hverjum tíma. Með því séu ákvæði fyrrgreindrar félagaréttartilskipunar og lög- gjöf viðkomandi landa uppfyllt. Niðurstaða Hæstaréttar var því í fullu samræmi við þá lögskýr- ingu sem ýmsar þjóðir sem við berum okkur saman við hafa beitt. Í þriðja lagi hefur því verið haldið fram að lokamálsgrein dómsins sé einhvers konar vís- bending eða herhvöt til skila- nefndar Gamla Glitnis um að hefja nú þegar málaferli á hendur greinarhöfundum vegna brota gagnvart félaginu. Grein- arhöfundar telja þetta fráleitt. Hæstiréttur hefur komist að því að umrædd kaup brutu ekki gegn jafnræðisreglu hlutafé- lagalaga, með vísan til 76. grein- ar laganna, gagnvart hluthöf- um. Þar sem umrædd kaup voru ekki ólögmæt, auk þess sem bankinn varð ekki fyrir tjóni, er afar langsótt að ímynda sér að bankinn geti átt skaðabótakröfu á hendur greinarhöfundum. Við teljum að með lokamálsgrein dómsins sé Hæstiréttur, líkt og hann hefur gert í fjölda annarra mála, einungis að upplýsa um afstöðu réttarins til þess hvaða mál hluthafar geta í framtíðinni höfðað á hendur stjórnendum og hvaða mál félagið sjálft þurfi að höfða. Telja greinarhöfundar ekki vanþörf á slíkri leiðbein- ingarreglu að teknu tilliti til fréttaflutnings undanfarinna vikna og mánaða. Niðurstaða Hæstaréttar var í fullu samræmi við lög og túlkun lagaákvæða, bæði hér á landi og erlendis. Ómálefna- legar fullyrðingar og gífur- yrði breyta engu þar um og eru til þess eins að draga úr tiltrú almennings á dómstólum lands- ins, nokkuð sem varhugavert er að gera á svo órökstuddan hátt í því ástandi er við búum við í dag. Höfundar eru fyrrverandi stjórnarmenn í Glitni banka hf. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 Takk fyrir góða þátttöku! Landsbankinn vill þakka öllum þeim sem mættu á röð fjármálanámskeiða í útibúum bankans á fimmtudagskvöldum í október og nóvember. Markmið námskeiðanna er að auðvelda fólki að öðlast betri yfirsýn yfir fjármálin. Vegna mikils áhuga og góðrar þátttöku verða fleiri námskeið haldin víða um land eftir áramót og verður dagskrá þeirra auglýst á landsbankinn.is þegar nær dregur. N B I h f. (L an d sb an ki n n ), k t. 4 71 0 0 8 -0 2 8 0 . Ja n ú a r Fe b rú a r 2010 E N N E M M / S ÍA / N M 39 88 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.