Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 30
30 20. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar um skuldir OR Samkvæmt sex mánaða uppgjöri Orkuveitu Reykjavíkur 2009 skuldar fyrirtækið 227 milljarða króna. Því er rétt að spyrja hve- nær urðu þessar skuldir til og hver ber ábyrgð á þeim? Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2005 voru skuldir OR um 40 milljarðar en það er síðasta heila árið sem R- listinn stjórnaði fyrirtækinu. Sjálfstæðismenn og Framsóknar- menn tóku við stjórn fyrirtækisins eftir kosningar 2006. Séu skuldir fyrirtækisins í lok árs 2005 upp- reiknaðar miðað við verðlag í júlí 2009 samsvara þær 55,1 milljarði. Þannig hafa skuldir fyrirtækisins á föstu verðlagi rúmlega fjórfald- ast á fjórum árum, sjá línurit 1. Hrun krónunnar hefur vissulega átt þátt í skuldaaukningunni þó það skýri alls ekki 412% hækkun skulda á föstu verðlagi. Virkjunarhraði Frá því fyrsta viljayfirlýsingin um álver í Helguvík var undirrituð hafa fulltrúar Samfylkingar í stjórn OR haft áhyggjur af virkjunarhrað- anum og áhrif- um skuldsetn- ingar á fjárhag OR. Fyrsta vilja- yfirlýsingin var samþykkt árið 2006 í stjórn- arformannstíð Alfreðs Þor- steinssonar, ég hafði þá strax verulegar efasemdir um áhrif framkvæmdanna á fjárhag OR og greiddi því ekki atkvæði með viljayfirlýsingunni, sem studd var af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Í bókun minni við atkvæðagreiðsluna segir m.a. „óskað er eftir að upplýsingum um áhrif hugsanlegra virkjanafram- kvæmda á efnahag OR, sérstak- lega eiginfjárhlutfall fyrirtæk- isins til lengri tíma og á meðan á framkvæmdum stendur. Þessi áhrif verði skoðuð í samhengi við önnur fjárfestingaáform fyrirtæk- isins svo sem lagningu ljósleiðara. Hvar liggja þolmörk fyrirtækisins í fjárfestingu?“ Þó lítið hafi verið gefið fyrir þessi varnaðarorð á sínum tíma og fullyrt að afstaðan byggðist á misskilningi sjá menn í dag að betra hefði verið að staldra við. En eins og línurit 2 sýnir hefur eiginfjárhlutfall fallið úr 54,9% í árslok 2005 í 14,1% um mitt ár 2009, þrátt fyrir verulegt endurmat eigna. Ábyrgðir borgarinnar Á kjörtímabilinu hafa fulltrú- ar Samfylkingar í stjórn OR reynt ýmislegt til að forða fyrir- tækinu frá þeirri stöðu sem það stendur frammi fyrir í dag. T.d. lagði Dagur B Eggertsson 1. júní 2007 fram svohljóðandi tillögu í stjórn OR: „Kannaðir verði kostir mismunandi leiða við að virkjan- ir OR vegna samninga um sölu á orku til stóriðju verði sjálfstæðar einingar, standi undir öllum kostn- aði þeim tengdum, verði fjármagn- aðar með verkefnafjármögnun en án ábyrgðar eigenda.“ Tillögunni var frestað og hún er enn í frestun. Ef tillagan hefði verið samþykkt og farið í þessa uppskiptingu á þeim tíma væri staða borgarinn- ar allt önnur í dag, þá stæði borg- in ekki í ábyrgðum fyrir 227 millj- arða skuldum eins og hún gerir í dag. Þegar tillagan var lögð fram árið 2007 var hún framkvæman- leg, en hún er það varla í dag, þar sem lánveitendur halda dauðahaldi í allar ábyrgðir enda búið að keyra lánshæfismat OR í ruslflokk. Pólitísk afglöp Þó mikill þungi í virkjunarfram- kvæmdum og hrun krónunn- ar eigi stærstan þátt í alvarlegri skuldastöðu OR bætast við pól- itískar gloríur núverandi meiri- hluta. Bara á þessu ári hefur þeim tekist að glutra fleiri milljörðum út úr rekstri fyrirtækisins, verk- tökum voru afhentar 800 milljón- ir umfram samninga. Orkuveit- an tapaði minnst 5 milljörðum á viðskiptum með bréf í HS-Orku þegar skúffufyrirtækinu Magma Energy var „seldur“ hluturinn ef hægt er að tala um að hlutur hafi verið seldur, þegar 70% eru lánuð með kúluláni til sjö ára á 1% vöxt- um. Þessum gjörningi mótmæltum við harðlega. Eftir að meirihlutinn gekk að þessu tilboði lagði ég til í stjórn OR að kúlulánið, sem er í formi skuldabréfs, yrði selt til að minnka þörf fyrirtækisins fyrir frek- ari skuldsetningu. En nafnverð skuldabréfsins samsvaraði rúmum 8,4 milljörðum króna við undir- ritun. Sú tillaga er eins og fleiri tillögur minnihlutans í frestun. Hinsvegar samþykkti meirihlut- inn í borgarstjórn sl. þriðjudag 10 milljarða innlenda lántöku með 4,65% verðtryggðum vöxtum til að greiða upp yfirdráttarlán og önnur skammtímalán. Til að kóróna svo stjórnviskuna krefur borgarstjórinn í Reykjavík fyrirtækið, sem berst í bökkum, um 2 milljarða í arðgreiðslur, sem er þreföldun miðað við arðgreiðsl- ur fyrirtækisins á síðasta ári. Það er ljóst að OR mun ekki mæta því með öðrum hætti en lántökum sem síðan munu, eins og önnur afglöp meirihlutans, skila sér í hækkuðu orkuverði til almennings. Þeim óþægindum verður þó án efa frestað fram yfir sveitarstjórnar- kosningar eins og öðrum erfiðum ákvörðunum. Höfundur er borgarfulltrúi. Skuldastaða Orkuveitu Reykjavíkur Heildarskuldir samkvæmt ársreikningi 1999-2009 á verðlagi júlí 2009 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 250 200 150 100 50 0 M ill ja rð ar 21,8 29,4 38,4 41,0 44,8 46,5 55,1 91,4 119,7 218,7 227,0 SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR UMRÆÐAN Bergur Sigurðsson skrifar um skattamál Áður en frumvarp um breytingar á skatta- lögum hefur verið lagt fram fer stjórnarand- staðan, undir forystu Sjálfstæðisflokks, mik- inn á Alþingi. Í vændum eru úrbætur á skattkerfinu þar sem í ríkari mæli verður horft til þess að þeir sem mest hafa á milli handanna leggi meira af mörkum og þeim sem minna hafa verði hlíft sem kostur er. Aðstæður eftir hrunið eru erf- iðar og óhjákvæmilegt annað en að hækka skatta, eins og boðað var fyrir kosningar, þótt það verði seint til vinsælda fallið. Með skattahækkunum verður komist hjá því að skera inn að beini vel- ferðarþjónustuna og menntakerf- ið til þess að ná endum saman. Þess var að vænta að í röðum sjálfstæðismanna og Framsóknar yrðu rekin upp ramakvein enda er með markvissum hætti verið að breyta því kerfi sem ríkisstjórnir áðurnefndra flokka hönnuðu fyrir vini sína og velunnara sem jafn- framt fengu ríkiseigur, s.s. banka og símafyrirtæki á kostakjörum. Þau viðskipti voru sumpart fjár- mögnuð með kúlulánum sem sum hver eru enn ógreidd. Almenn- ingur hlýtur að spyrja sig hvers vegna stjórnarandstaðan taki á málum eins og raun ber vitni. Talsmönnum þeirra flokka sem bera höfuðábyrgð á hruninu væri nær að bíða eftir frumvarpi ríkis- stjórnarinnar svo hægt sé að ræða málin af yfirvegun, ábyrgð og skynsemi í stað upphrópana. Tals- menn stjórnarandstöðunnar virð- ast hafa gleymt því sem almenn- ingur veit; að skattahækkanir nú eru óhjákvæmileg afleiðing ýmist aðgerða eða aðgerðarleysis Sjálfstæðisflokks og meðreiðar- sveina þeirra í ríkisstjórnum allt frá 1991. Í samræmi við stefnu ríkis- stjórnarflokkanna verður með breytingum á skattkerfinu stuðlað að auknum jöfnuði á meðal þegna þessa lands. Full þörf er á enda hafa bæði skýrslur OECD og rannsóknir og greining- ar vísindamanna sýnt að í valdatíð sjálfstæðis- manna var vaxandi ójöfn- uður í íslensku samfélagi. Í rausnarlegum skatta- lækkunum meints góð- æris var þannig um búið að lækkanir kæmu þeim best sem mest höfðu á milli handanna. Ýmsar ívilnanir voru veittar, s.s. lágsköttun á fjármagnstekjum og arðgreiðslum en persónuaf- sláttur var aftur á móti frystur. Nú er stefnt á lagfæringu á skatt- kerfi sem um margt var óskakerfi þeirra best settu. Tekjuöflun rík- isins verður nú líkari því sem þekkist í norrænum velferðar- samfélögum. Það verður fróðlegt að fylgjast með umræðunni á Alþingi þegar frumvarpið lítur dagsins ljós. Munu sjálfstæðismenn áfram grímulaust verja sérhagsmuni og misskiptingu? Munu þeir leggjast í vörn fyrir hagsmuni auðvalds- ins eða munu þeir sýna skilning á því að við þessar erfiðu aðstæður þurfi breiðu bökin að leggja meira af mörkum? Stjórnarandstöðunni væri hollt að horfa í eigin barm og sýna heiðarleika, eins og óskað var eftir á nýafstöðnum þjóðfundi, með því að styðja ríkisstjórnina í þeim óhjákvæmilegu breytingum sem fram undan eru. Almenning- ur mun varla meta mikils yfirboð þeirra flokka sem hafa brugð- ist þjóð sinni með afdrifaríkum hætti. VG dró ekki dul á það í aðdraganda kosninga sl. vor að hluti af glímunni við fortíðar- vandann fælist í skattkerfisbreyt- ingum jafnframt því sem byrðun- um yrði dreift af sanngirni. Menn geta í ljósi umræðu síðustu daga velt því fyrir sér hver orðið hefði raunin ef auðhyggja Sjálfstæðis- flokksins væri áfram ráðandi við ríkisstjórnarborðið. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Vinstrihreyfingar- innar - græns framboðs. Nútímavæðing skattkerfisins BERGUR SIGURÐSSON                                    ! "   " #$                  %&'(  )"            $        "         !        )"       *          +  ", "!" -                          )              %./01..( $   !                ) !               2.."  1../    $ )#$ )           ") )        )"       "$  !       3    )   **     )"                       $                        "   1241( #            "*    "            15 # %5.. 6          $       $       !7  !%.8, "!   1 1..&!  %5..!" 9  0    1..&:;                            !         ) "     ))                        <         !   " "      %5 1..&!  %5..!                =                 #   >>>    0    1..&!  &..!   1. #1..&
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.