Fréttablaðið - 20.11.2009, Síða 40

Fréttablaðið - 20.11.2009, Síða 40
8 föstudagur 20. nóvember Fatahönnuðurinn og borgarlistamaðurinn Steinunn Sigurðar opnar sína fyrstu einka- sýningu á Kjarvalsstöð- um á morgun. Steinunn sækir innblástur sinn í náttúru og handverks- hefðir Íslands og segir verulega sprengingu hafa orðið í fatahönnun hérlendis. Viðtal: Anna Margrét Björnsson Ljósmyndir: Stefán Karlsson og Mary Ellen Mark S teinunni Sigurðardóttur fatahönnuð þarf vart að kynna. Hróður henn- ar nær langt út fyrir landste inana með hönnun sinni fyrir heimsþekkta hönn- uði eins og Gucci og Calvin Klein og meðal viðurkenninga sem henni hafa hlotnast eru hin virtu Söderbergsverðlaun sem hún hlaut fyrst allra fata- hönnuða í fyrra. Hún er einnig fyrsti fatahönnuðurinn sem hlýt- ur nafnbótina borgarlistamaður Reykjavíkur. „Íslendingar hafa hingað til ekki farið með fatahönnun jafnlangt og aðrar þjóðir,“ útskýrir Steinunn þar sem hún spígsporar um mosa- þúfur í vestursal Kjarvalsstaða. Íslenskur jarðvegur þekur miðju salarins þar sem glæsilegum og ögn þóttalegum gínum hefur verið komið fyrir, að sjálfsögðu í hinni einkennandi hönnun Steinunnar. Kvenleg form, dökkir litir og tign- arlegir hattar með óvenjumiklum áherslum á frágang og smáatriði: smágerðar blúndur, fínlegt prjón, listilegar fellingar. „Erlendis hafa hönnuðir eins og Rei Kawakubo hjá Comme des Garcons, Issey Miyiake og Armani haldið stórar sýningar á hönnun sinni í helstu listasöfnum heims. Þar gefst slík- um hönnuðum færi á að sýna flík- ur sínar í nýju ljósi og tengja þær meira við listina og hönnunarsögu lands síns. Til dæmis tengir Kawa- kubo sterkt við hinn hefðbundna búning japönsku geisjunnar. Í hinum erlenda heimi tískunnar er einstaklega mikil virðing borin fyrir handverkinu og fyrir fagur- fræðinni þar á bak við. Þegar ég vann fyrir hönnunarstúdíóin úti þá var það fagurfræðin sem réði öllu.“ EFNI VERÐA AÐ HAFA LÍF „Ég sæki mikinn innblástur í ís- lenska handverkið,“ segir Stein- unn. „Ég er til dæmis mjög gott dæmi um íslenskt handverk, ég kem úr prjónamennskunni, það er minn bakgrunnur.“ Hún bendir á fínlegan svartan kjól á hnarreistri gínu. „Ég veit ekki hvort fólk gerir sér grein fyrir að þetta er prjón- að. Ég vil meina að prjónið sem slíkt sé ákveðin tegund af hand- verki sem þú svo leiðir inn í þinn fagurfræðilega heim. Þegar maður vinnur í hátískunni þá býr maður til sinn eigin, innri fagurfræðilega heim sem í raun breytist ekkert í gegnum árin. Ég sæki alltaf í sama brunn.“ Hún bendir á grjót, greinar og mosa við fætur sér. „Minn brunnur er einmitt þetta. Íslenska náttúran. Og íslenska hefðin. Ég tek ýmislegt beint upp úr skautbúningnum eða peysuföt- unum. Sjáðu hæðina á höttunum, hárskrautið, slifsin. Mér finnst til dæmis að þessar stóru slauf- ur og slifsi í hálsinn séu eitthvað sem á að fylgja okkur Íslending- um, þetta er svo einstakt og fal- legt og séríslenskt. Úr náttúrunni tek ég svo litina, mynstrin, áferð- ina. Ég er sífellt að taka myndir úti á víðavangi, af skýjafari, sólar- gangi, landslagi. Ég hef til dæmis tekið mynstur úr fjöðrum og úr steinum og notað á efni.“ Hún hlær og lætur stóran siffontref- il svífa í stórum boga með hand- leggnum. „Við Finnbogi [Pétursson myndlistarmaður] erum alltaf að leika okkur með siffon og hversu sérstakt það er, hvernig það fellur og svífur í loftinu.“ Hún bætir því við að efnin í flíkunum séu nær einungis lífræn. „Eina manngerða efnið sem ég nota er reion. Annars nota ég einungis lífræn, náttúru- leg efni; ull, bómull, silki, skinn. Efni verða að hafa líf, svona nátt- úruleg efni hafa sína eiginleika og geta aðlagast líkama fólks.“ SPRENGING Í ÍSLENSKRI FATAHÖNNUN „Með tilkomu Listaháskólans og fatahönnunardeildarinnar innan hans varð algjör sprenging í fata- hönnun á Íslandi. Það má að gamni geta þess að það eru ekki færri en þrjátíu og fjórar verslanir með íslenskri hönnun miðsvæðis í borginni. Þetta finnst mér hreint út sagt frábært.“ En af hverju eru þessar búðir allar á Íslandi? Hvers vegna hafa ekki fleiri ungir hönn- uðir sótt á vit ævintýranna og reynt fyrir sér á erlendri grund, líkt og hún gerði sjálf? „Ég veit það ekki beint, en ég mæli sjálf með því að allir tísku- hönnuðir eyði tíma erlendis og kynnist þeirri miklu fagmennsku sem þar ríkir. Þar er aðeins verið að vinna með toppfólki. Bestu ljósmyndurunum, bestu stílistun- um og bestu förðunarmeisturum heims. Það er líka mjög gott fyrir ungt fólk að skoða aðra og öðru- vísi fagurfræði en hér ríkir.“ Stein- unn segir að það sem sé þó ein- stakt og skemmtilegt við íslenska hönnun sé að hún hafi ekki verið fjöldaframleidd. „Hér heima er þetta allt svo hrátt. Svo tilrauna- kennt. Þessi tilraunaheimur er einmitt okkar sérkenni.“ Ögunin á bak við hönnun Steinunnar er, að mati Soffíu Karlsdóttur, sýning- arstjóra og kynningarstjóra Lista- safns Reykjavíkur, það sem gerir verk hennar svo einstök. Stein- unn hlær. „Já það má segja að ég hafi gert öll mín mistök á fyrstu tíu árum ferils míns. Ég kláraði allan vandræðaganginn þá. En það sem mér finnst svo oft vanta hérna heima er það sem ég kalla „the hidden sensuality“ eða hinn duldí þokki. Hér heldur fólk að kynþokki felist í því að vera áber- andi. Sýna mikið hold. Ég er svo innilega ósammála því. Kynþokki á að snúast um fágun. Munúð- in liggur í mýktinni og efnunum. Kynþokkinn er í því sem sést ekki, því sem ímyndunaraflinu er látið eftir. Auðvitað eru til stórkostlega fágaðar og „elegant“ konur hér á Íslandi, en þessa fágun er ekki að finna þegar litið er á breiddina.“ VINNUR AÐ ÍSLENSKA SKÁLANUM Í SJANGHAÍ „Vikurnar eru alltaf of stuttar hjá mér, það er alltaf of mikið að gera,“ útskýrir Steinunn sem gegndi for- mennsku fatahönnunarfélagsins í mörg ár. „Nú hef ég látið þetta í hendurnar á Gunnari Hilmars- syni. Hann er ungur og drífandi og það er gott. Nú vil ég frekar líta á sjálfa mig sem eins konar full- trúa íslenskrar fatahönnunar á er- lendri grund.“ Steinunn er einmitt á kafi í öðru stóru verkefni um þessar mund- ir: uppsetningu á íslenska skálan- um á heimssýningunni í Sjanghaí á næsta ári. Hún vinnur þar með grafíska hönnuðinum Ámunda Ámundasyni og myndlistarmann- inum Finnboga Péturssyni undir leiðsögn Páls Hjaltasonar arki- tekts, sem einnig er eiginmaður hennar. „Á kínversku heitir Ísland Bin Dao, íseyjan. Við notuðum það sem útgangspunkt við gerð skál- ans. Skálinn er mjög lítill en mun vonandi hafa mikil áhrif á þá sem sjá hann. Við fengum ljósmynd- arann Rax til að taka ljósmynd af Jökulsárlóni, af vatninu í gegnum ísinn og því sérstaka mynstri sem þá myndaðist. Þetta lifandi mynst- ur notuðum við utan á skálann. En fólk getur líka bara flett þessu upp á Netinu, þetta er allt á Facebook!“ segir hún og hlær. Undirbúningur sýningarinnar á Kjarvalsstöðum hefur staðið í þó nokkurn tíma að sögn Soffíu Karlsdóttur. „Það var alltaf mjög mikill áhugi hjá okkur á safninu að sýna verk Steinunnar og það kom til löngu áður en hún var kjörin borgarlistamaður. Svo þegar Steinunn gat notað sambönd sín í New York til að liðka fyrir HINN DULDI ÞOKKI Íslenskur mosi – frá sýningu Steinunnar á Kjarvalsstöðum sem verður opnuð á morgun. Innblásin af náttúrunni. Steinunn ásamt hönnun sinni á Kjarvalsstöðum. Elegant og töff dagatalsbók með myndskreyttum hugleiðingum. Góð fyrir skapið og skipulagið! Við styrkjum Frá konu til konu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.