Fréttablaðið - 20.11.2009, Side 42
10 föstudagur 20. nóvember
✽ skemmtilegar jólagjafir
tíska
Oft vantar eitthvað örlítið upp á til að fullkomna bókapakk-
ann um jólin. Teiknarinn Signý
Kolbeinsdóttir
h e f u r f u n d i ð
lausn á því. „Ég
fékk þessa hug-
mynd að hanna
fallegar umbúð-
ir utan um gott
súkkulaði og selja
það til styrkt-
ar UNICEF fyrir
jólin. Mér fannst
þetta svo frábær
h u g my n d h j á
mér að ég varð
að framkvæma
hana og hafði
samband við Nóa
Siríus. Þetta er ís-
lensk hönnun, ís-
lensk framleiðsla
og fólk styrkir
fátæk börn fyrir jólin. Það gerist
náttúrulega ekki betra en það.“
Um er að ræða hundrað
g ra m m a a p p e l s -
ínusúkkulaðiplötu
vafða inn í umbúð-
ir Signýjar. Á pakkn-
ingunni eru svo „til
og frá reitir“ sem
gera súkkulaðið að
hinum fullkomna
merk imiða fy r i r
jólin.
Súkkulaðistykkin
eru til sölu í verslun-
um víða um Reykja-
vík, meðal annars í
Máli og menningu
á Laugavegi, Kron
kron, Iðu, Aftur og
barnafataverslun-
inni Rumputusku og
kosta 650 krónur.
- hhs
Teiknarinn Signý Kolbeinsdóttir leysir vandann:
Súkkulaðimerkimiði
Í
slenska þjóðsagan Þóruhólmi varð
Laufeyju Jónsdóttur fatahönnuði inn-
blástur fyrir prjónalínuna Blik, sem
frumsýnd var fyrr í þessum mánuði.
Laufey, sem útskrifaðist úr Listaháskól-
anum árið 2007, tók þátt í hönnunarsam-
keppni Hönnunarmiðstöðvar og Útflutn-
ingsráðs í desember árið 2008 þar sem
leidd voru saman fyrirtæki og hönnuðir
til að vinna að hönnun til útflutnings. „Ég
sendi inn tillögur fyrir vörumerkið Varma
Design, sem er undir Glófa ehf. og mín
tillaga varð fyrir valinu. Við höfum síðan
verið að vinna að þessu. Ég er hönnuð-
ur línunnar og hef umsjón með henni og
vinn náið með prjónameistara og öðrum
starfsmönnum fyrirtækisins.“
Blik hefur margvíslegar vísanir í þjóð-
söguna um Jón bónda sem fer út að veiða
og krækir öngli sínum í sækonuna Þóru.
„Öll munstrin sem ég nota hafa mjög
sterkar vísanir í söguna. Þessi veiðiástar-
saga kemur inn á svo mörg íslensk mál-
efni, eins og fiskveiðar og leyndardóma
íslenskrar náttúru,“ segir Laufey. Blik er
hennar fyrsta sölulína, en áður hafði hún
hannað línu sem hún sýndi bæði í Dan-
mörku og Þýskalandi. Fljótlega heimsæk-
ir hún sömu lönd, og líklega fleiri, til að
kynna nýju línuna. „Við erum á leiðinni
á sölusýningar í febrúar. Við förum að
minnsta kosti til Danmerkur og Þýska-
lands en erum í viðræðum vegna fleiri
sýninga.“
Laufey segir viðtökurnar við Bliki fram-
ar vonum. „Þær hafa verið rosalega góðar
og við erum mjög hamingjusöm með það.
Við erum búin að vinna í þessu í svo lang-
an tíma. Það er rosalega skemmtilegt að
sjá loksins hvað fólki finnst.“ - hhs
Hönnuðurinn Laufey Jónsdóttir stefnir á útflutning á sinni vöru
INNBLÁSIN AF
ÁSTARSÖGU
Signý Kolbeinsdóttir Selur súkkulaði í eigin umbúðum til styrktar UNICEF.
SKVÍSUBÓK Ný bók er komin út sem heitir Kaupalkinn í New York og er
sjálfstætt framhald af Kaupalkanum síkáta. Bókin er fyrir alla sem elska New
York-borg, búðir og Sex and the City-stemninguna.
Fatalínan Blik Hönnun Laufeyjar Jónsdóttur
hefur margvíslegar vísanir í veiðiástarsöguna um
sækonuna Þóru og Jón bónda.
MYNDIR/ODDVAR ÖRN HJARTARSON
www.signaturesofnature.is
Líf okkar er stundum fl ókið og álagið
getur verið mikið. Við viljum öll, konur
og karlar, standa okkur í leik og starfi
og til þess að það megi verða þurfum
við að hlúa vel að okkur sjálfum.
Vörurnar frá Signatures of Nature
koma eins á himnasending nú þegar
kreppir að og buddan er léttari en oft.
Hér er á ferð frábær vara á frábæru
verði. Ég hef mælt með Signatures
of Nature við vinkonur mínar
og mömmu mína. Ég mæli með
Signatures of Nature fyrir þig …
og alla þá sem þér þykir vænt um.
María Heba Þorkelsdóttir
leikkona
Nature Scent líkamslínan er
himnasending fyrir þurra húð,
hvort sem um er að ræða
sturtuscrub, olíuna eða body-
butter.
Ég fann strax mikinn mun á
andlitinu eftir að ég byrjaði
að nota dagkremið frá Nature
Scent. Stór kostur fi nnst mér
að það er án allra rotvarnarefna
og inniheldur Barbadensis,
eina bestu ættkvísl Aloe vera
plöntunnar.
Kolbrún Björnsdóttir
fjölmiðlakona
– lífrænar og náttúrlegar snyrtivörur
Komin í jólaskap
Erum með gjöfi na fyrir þig og þína
Setjum í gjafakassa
Frábær tilboð á Yes to Carrot, Yes to Cucumbers,
Yes to Tomatoes – 20% afsláttur
Tilboðin gilda frá föstudegi til mánudags
Smáralind
Efri hæð vinstra megin
við Debenhams
Andorra
Strandgata 32
Hafnarfi rði