Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 56
BAKÞANKAR
Brynhildar
Björnsdóttur
Helgarblaðið:
Heimili og hönnun:
Menning:
Kolbrún Halldórsdóttir í helgar-
viðtali.
Beinta Maria Didriksen og Levi
Didriksen: Levi níu ára er stoð
og stytta tvíburasystur sinnar
sem er með sjúkdóm sem
aðeins fimm manns í heiminum
þjást af.
Íslensk hönnun eins og hún
gerist best. Húsgögn, arkitek-
túr og vöruhönnun í Listasafni
Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum.
Þrjár óperufrumsýningar í maí.
Mest seldu bókmenntaverk
Evrópu í fyrra.
Íslenska ímyndin á viðreisnar-
árunum.
Allt um Listahátíðina.
36 20. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Það er erfið-
ari andstæð-
ingur í næstu
umferð, Elsa.
Oddný
ógurlega.
Það er
aldeilis.
Núna ættirðu
kannski að nota yfir-
handarbragðið, Elsa.
Eða kannski ættirðu
að nota hælkrók eða
hálstak.
Eða bara
að jafna
hana við
jörðu.
Mér hefur aldrei
líkað við hana.
Hún er líka allt of
góð að hekla.
Ég verð að
líta á þetta
sem hrós.
Palli, það tók mig þrjá tíma að þrífa
hérna inni og á innan við
30 sekúndum hefurðu
draslað allt aftur til.
Vinningslíkurnar
á hestinum
mínum voru tíu
á móti einum.
Synd að
hann lagði
ekki af stað
fyrr en tíu
mínútur í tvö,
langsíðastur.
Litli froskurinn lærði að þegar
einhver gerir sitt besta með ást í
hjarta geta allar óskir hans ræst.
Þú ert að hugsa um
frammistöðumatið í
vinnunni á morgun,
er það ekki?
Ætli stjórinn
minn hafi
séð þetta
myndband?
Þegar ég var lítil hófst jólaundirbúningur-inn hjá mér þegar Bókatíðindi komu
í hús. Ég las vel og vandlega gegnum
kynningarnar á hverri einustu barna- og
unglinga bók áður en ég gerði óskalista í
nokkrum eintökum og dreifði til helstu
mögulegra gefenda.
ÁRUM saman var Hringadróttinssaga efst.
Ég sá teiknimyndina í bíó þegar ég var tíu
ára og heillaðist. Gallinn við þá mynd er
hins vegar sá að hún hættir í miðri bók svo
um hver einustu jól vonaði ég að Fjölvi
stæði við orð sín og gæfi út alla söguna,
þangað til ég gafst upp og las bókina
á ensku. Fékk hana svo í jólagjöf
mörgum árum seinna frá pabba, sem
mundi eftir óskalistunum frá 1981-9.
BÓKATÍÐINDIN voru eins og
fjársjóðskista, full af dýrgripum,
sem ég mátti velja úr og fengi svo í
hendur á jólunum. Hápunkturinn var
að skríða undir sæng á jólanóttina
og lesa til klukkan fimm. Þessir
tímar eru því miður löngu liðnir
enda fá mömmur ungra barna
ekkert frekar að sofa út
á jólunum en aðra daga.
Hringadróttinssögu hef
ég ekki lesið í óratíma en
reyni stundum að horfa á
myndirnar.
NÚ renni ég hratt í gegnum Bókatíðindin
og skoða helst titlana og kápurnar. Á okkar
hraðsoðnu tímum getur þessi blanda ráðið
því hvort maður eyðir tíma sínum í að
kafa dýpra eða ekki. Og bókatitlar segja
ansi margt. Stórskemmtilega stelpubókin
hljómar vel í fyrstu þangað til það rifjast
upp að fyrir einhver skammliðin jól kom
út samsvarandi bók sem hét Stórhættulega
strákabókin. Af hverju er stelpubókin ekki
stórhættuleg líka? Og var strákabókin
ekkert skemmtileg?
BÆKUR sem bera nöfn eins og Auður og
Rán ættu náttúrlega að fjalla um hrunið
(eins og allar bækurnar sem komu út
í haust) en eru þegar nánar er skoðað
kvenmannsnöfn. Og eiginnöfn eru vinsælir
titlar í ár enda vita allir um hverja
bækurnar Vigdís og Snorri eru.
FÆRRI vita nákvæmlega við hvaða Magneu
er átt. En um hvern er bókin … og svo
kom Ferguson. Hvern? Alex Ferguson
fótboltaþjálfara? Söru Ferguson? Er hún
kannski Prinsessan á Bessastöðum? Það
er að minnsta kosti mynd af traktor utan á
báðum bókunum.
FYRIR nokkrum árum kom út bókin Viltu
vinna milljarð? Það er kannski tímanna
tákn að í ár kemur út bók eftir sama höfund
sem heitir Sex grunaðir.
Hvað á bókin að heita?