Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 63
FÖSTUDAGUR 20. nóvember 2009 43
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Föstudagur 20. nóvember 2009
➜ Tónleikar
12.15 Tríó Reykjavíkur kemur fram á
hádegistónleikum sem fara fram á Kjar-
valsstöðum. Á efnisskránni verða verk
eftir A. Dvorák og J. Suk. Aðgangur er
ókeypis.
20.00 Sigga Beinteins heldur jólatón-
leika í Keflavíkurkirkju við Kirkjuveg í
Reykjanesbæ.
20.30 Friðrik Ómar og Jógvan Hansen
verða með tónleika í Kirkju- og menn-
ingarmiðstöðinni á Eskifirði. Húsið
verður opnað kl. 20.
20.30 Hjörvar, Koi
og Lára Rúnars-
dóttir verða með
tónleika í Bæjarbíói
við Strandgötu í
Hafnarfirði.
21.00 Hjaltalín,
Snorri Helgason og
Sigríður Thorlacius
ásamt Heiðurspiltum halda tónleika í
Gamla Bauk við Hafnarstétt á Húsavík.
22.00 Tónleikar á Sódómu Reykjavík
við Tryggvagötu 22. Fram koma Ultra
Mega Technobandið Stefán, Nögl, Bróðir
Svartúlfs og Vicky. Húsið verður opnað
kl. 22.
22.00 Ívar Bjarklind heldur útgáfutón-
leika á Batteríinu við Hafnarstræti 1-3.
22.00 Hammond-tríóið ásamt Andreu
Gylfadóttur heldur tónleika á Kaffi
Rósenberg við Klapparstíg. Flutt
verður grúf- og blúskennd
djasstónlist.
22.00 Dúndurfréttir
flytja lög Deep Purple,
Led Zeppelin og Uriah
Heep á tónleikum á
Græna Hattinum við
Hafnarstræti á Akur-
eyri.
23.00 Hljómsveitin
HEK verður á bar 46
við Hverfisgötu 46.
➜ Sýningar
Kristinn Ó. Pétursson hefur opnað sýn-
ingu á Mokka við Skólavörðustíg 3a.
Opið alla daga kl. 9-18.30.
Þórunn
Elísabet
Sveinsdóttir,
Hrafnhildur
Arnardóttir
og Þorbjörg
Halldórsdóttir
hafa opnað
sýninguna
„Evudætur“
í Listasafninu
á Akureyri
við Kaupvangsstræti 12. Opið alla daga
nema mánudaga kl. 12-17.
Valgerður Guðlaugsdóttir hefur opnað
sýningu hjá Suðsuðvestur við Hafnar-
götu 22 í Reykjanesbæ. Opið um helg-
ar kl. 14-17.
Sýningin Heim - heiman í Edinborgar-
húsinu við Aðalstræti 7 á Ísafirði. Katrín
Elvarsdóttir ljósmyndari og Sigrún
Sigurðardóttir menningarfræðingur
eru aðstandendur sýningarinnar sem
gefur innsýn í líf flóttamanna og hælis-
leitenda sem komið hafa til Íslands á
síðustu árum.
Hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur,
Tryggvagötu 15 (6. hæð), hefur verið
opnuð sýning á landslagsljósmyndum
sem Grégory Gerault tók hér á landi.
Opið alla virka daga kl. 12-19 og um
helgar kl. 13-17.
➜ Síðustu Forvöð
Til.....Raunir, málverkasýning Gunnars
Gunnarssonar í Listasal Garðabæjar við
Garðatorg 7, lýkur á sunnudag. Opið
alla daga kl. 15-18.
➜ Dansleikir
Ingó og Veðurguðirnir verða á
Skemmtistaðnum SPOT við Bæjarlind í
Kópavogi.
Greifarnir verða á Glóðinni við Hafnar-
götu í Reykjanesbæ.
Silfur verður á Players við Bæjarlind í
Kópavogi.
➜ Leikrit
20.00 Pálína Jónsdóttir flytur ein-
leikinn Völva í Kassanum, sýningarrými
Þjóðleikhússins við Lindargötu.
➜ Fyrirlestrar
14.50 Hjálmar H. Ragnarsson flytur
erindi um listmenntun í Ketilhúsinu við
Kaupvangsstræti á Akureyri.
Styrmir Gunnarsson, fyrrver-
andi ritstjóri Morgunblaðsins,
sendi í gær frá sér á forlagi Ver-
aldar bók sem hann kallar
Umsátrið. Þar nýtir hann
sér langvinna þekkingu
á íslensku valdasamfé-
lagi til að skoða aðdrag-
anda hrunsins fyrir
ári síðan og eru
í verkinu mörg
efnisatriði
sem hafa ekki
fyrr verið
dregin fram
í dagsljós-
ið. Byggir
hann margt
á samtölum
sínum við ýmsa
af þátttakendum í þeirri atburða-
rás sem endaði með þeim ósköpum
sem skattborgarar og fyrirtæk-
in verða að súpa seyðið af næstu
vikur, misseri og ár.
Bókinni lýkur Styrmir á sam-
drætti þar sem hann víkur að
möguleikum íslensks samfélags á
næstu árum með beinum til-
lögum um úrbætur. Er ekki
að efa að bók þessi mun
verða heitur moli manna í
millum á næstu vikum.
Ný bók um hrunið
SAGNFRÆÐI
Styrmir Gunnars-
son, fyrrverandi
ritstjóri.
Colum McCann vann á
miðvikudag National Book
Award fyrir skáldsöguna
Let the Great World Spin,
sem lýsir fjölda fólks í
New York á áttunda ára-
tugnum sem kemst í kast
við dularfullan mann sem
gengur á vír milli háhýs-
anna sem kallaðair voru
tvíburaturnarnir.
Verðlaunin sem hafa verið veitt í
sextíu ár hafa lengi verið ein virt-
ustu bókmenntaverðlaun vest-
anhafs. þau eru veitt í nokkrum
flokkum: í flokknum „nonfiction“
vann T. J. Stiles fyrir verk sitt
„The First Tycoon: The Epic Life
of Cornelius Vanderbilt,” ævisögu
járnbrautakóngsins sem hófst af
litlu en varð voldugur auðmaður
með mikil áhrif. Sérstök
verðlaun til ungra höfunda
voru veitt Phillip Hoose
fyrir „Claudette Colvin:
Twice Toward Justice“
ævisögu svartrar konu
sem neitaði sem unglingur
að víkja sæti fyrir hvítum
manni níu mánuðum fyrir
sams konar atvik er Rosa
Parks sat sem fastast.
Við athöfnina á miðvikudag
var vikið að dræmri sölu þeirra
verka sem voru verðlaunuð. Saga
McCanns seldist í 19 þúsund ein-
tökum, mest verðlaunaverkanna.
Íslandsvinurinn Dave Eggers var
heiðraður sérstaklega fyrir fram-
lag sitt til bandarískrar bókmenn-
ingar. Heiðursverðlaun þáði svo
Gore Vidal fyrir sinn langa feril.
Bandarísk bókaverðlaun
GORE VIDAL
"Þúsundir lesenda munu leita í þessa sögu: Arnaldur stendur
vel fyrir sínu...Meitluð og þaulhugsuð saga með nýjan og
forvitnilegan sjónarhól Sigurðar Óla."
Páll Baldvin Baldvinsson - Fréttablaðið
"Svörtuloft er besta og skemmtilegasta bókin
sem Arnaldur hefur sent frá sér um árabil."
Þórarinn Þórarinsson - DV
"Arnaldur stendur fremstur íslenskra spennusagnahöfunda
og verður að segja eins og er að enginn kemst með tærnar
þar sem hann hefur hælana."
Árni Matthíasson - Morgunblaðið
SVÖRTULOFT eftir Arnald Indriðason
"... mögnuð og þrælspennandi bók sem enginn aðdáandi
meistarans getur látið framhjá sér fara."
Björn Ingi Hrafnsson - Pressan.is
GRAFSKRIFT
GRÆÐGINNAR
"Svörtuloft er vel heppnuð bók. Glæpirnir skapa ramma
utan um skarpa samfélagslýsingu sem vekur lesanda til
umhugsunar um alla hina minnimáttar í samfélaginu."
Katrín Jakobsdóttir - Eyjan
SVÖRTU
LOFT
+ MYRKÁ
3.990 kr
á meða
n birgði
r endast
"Enn einu sinni tekst Arnaldi að koma með
fyrsta flokks glæpasögu."
Yngvi Þór Kormáksson - Bókmenntir.is