Fréttablaðið - 20.11.2009, Qupperneq 66
46 20. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR
„Þetta byrjaði þannig að ég var
með eitthvað af töfradóti til sölu í
verslun minni, Börnum náttúrunn-
ar, og fór eitthvað að fikta við þetta
sjálfur,“ segir töframaðurinn John
Tómasson sem hefur vakið mikla
athygli fyrir töfrabrögð sín. Hann
hefur meðal annars tekið að sér að
troða upp á mannamótum bæði hér
á landi og erlendis.
„Ég komst svo að því að hér er til
félag töframanna og þá má segja
að áhuginn hafi kviknað fyrir
alvöru,“ segir hann enn fremur
um upphaf ferilsins. „Í sumar fór
ég svo út til Las Vegas í skóla og
þar bætti ég mikið við þekkingu
mína.“
Hann segir um tuttugu og
sex manns vera meðlimi í Hinu
íslenska töframannagildi og þar
af séu um sjö starfandi töfra-
menn. Aðspurður segir John mikla
leynd hvíla yfir faginu og að töfra-
menn megi alls ekki tala um sum
töfrabrögðin. „Það er viss tegund
af töfrum sem alls ekki má tala
um, en annað mega menn sýna og
kenna, til dæmis spilagaldra.“
Í skólanum fékk John góðar ráð-
leggingar um hvaða töfrar hentuðu
honum og segist hann hafa sérhæft
sig í spilagöldrum og því að láta
hluti svífa. „Ég tek mikið af spila-
göldrum, sem oft eru erfiðustu
töfrarnir, og læt hluti svífa. Það
tók mig um átta mánuði að ná því
hvernig eigi að stjórna sápukúlum
í loftinu, á meðan var eldhúsgólfið
útatað í sápulegi. Konan var mjög
ánægð þessa átta mánuði því gólfið
var alltaf tandurhreint,“ segir John
og hlær.
Hann segist jafnframt sér-
hæfa sig í töfrum sem kallast The
Mentalist sem er nokkurs konar
hugsanalestur. „Þá segi ég fyrir-
fram hvað manneskjan er að hugsa
eða gera. Ég veit fyrirfram hvaða
spil, orð eða lit hún mun velja og
svo framvegis.“
Það er ekki á allra færi að verða
góður töframaður og segir John
þetta tímafrekt áhugamál, menn
verði að æfa sig daglega og í nokkra
tíma í senn. „Menn verða eiginlega
að borða þetta í morgunmat ætli
þeir að ná einhverjum árangri,“
segir John að lokum. Áhugasamir
geta haft samband við John á sjon-
hverfing@internet.is eða símleiðis
í síma 897 3083. -sm
Les hugsanir og
lætur hluti svífa
TÖFRAR Töframaðurinn John Tómasson fór í skóla í Las Vegas til að læra töfrabrögð.
Hann hefur sérhæft sig í spilagöldrum og í því að láta hluti svífa.
Önnur kvikmyndin í Twilight-þrí-
leiknum var frumsýnd í Hollywood
í vikunni. Viðburðurinn var stjörn-
um prýddur og mættu meðal annars
leikkonan Jennifer Love Hewitt ásamt
kærasta sínum, grínistanum
Jamie Kennedy, og rapparinn
50 Cent.
Leikararnir í New Moon mættu í sínu
fínasta pússi á frumsýningu mynd-
arinnar og þá sérstaklega leik-
konurnar eins og sjá má á með-
fylgjandi myndum. Stór hópur
aðdáenda hafði safnast
saman fyrir utan kvik-
myndahúsið til að líta
stjörnurnar augum.
FÍN Á FRUM-
SÝNINGU
MEÐ BERA LEGGI
Leikkonan Nikki
Reed fer með
hlutverk systur
Edwards Cullen.
Hún tók sig vel
út í þessum
ljósbláa kjól.
VEL TIL HÖFÐ Kristen Stewart var óvenju
kvenleg og sæt í þessum skósíða
ballkjól.
ÁSTFANGINN Leikarinn Peter Facinelli
mætti á frumsýninguna ásamt eigin-
konu sinni Jennie Garth, sem er þekkt-
ust fyrir leik sinn í þáttunum Beverly
Hills 90210.
ORÐIN ELDRI
Barnastjarnan
Dakota Fanning
fer með hlutverk
í New Moon. Hún
er orðin fimmtán
ára og næstum
fullorðin.
RAUÐ OG SEIÐANDI
Ashley Greene
mætti í þessum
fallega rauða kjól á
frumsýninguna.
Rauðhærðir eiga undir högg að
sækja því fleiri þúsund manns
hafa skráð sig meðlimi í svoköll-
uðum „Spörkum í rauðhærða-dag-
urinn“ á Facebook, þar á meðal
nokkur fjöldi Íslendinga. Þegar
lögreglan fór að rannsaka hóp-
inn kom í ljós að 14 ára drengur
frá Kanada bar ábyrgð á honum.
Drengurinn bar fyrir sig húmor
en lögreglan tók hart á málinu og
lokaði síðunni. Nokkur hræðsla
hefur skapast vegna dagsins hér á
landi og meðal annars sendi skóla-
stjóri Salaskóla í Kópavogi út til-
kynningu til foreldra og varaði við
ömurlegum eineltistilburðum.
Rauðhærðum meðlimum í hljóm-
sveitunum Nögl og UMTS fannst
málið standa sér nærri og bjuggu
til „Knúsum rauðhærða-dag-
inn“ á móti. Böndin ætla að gera
enn betur en að hvetja fólk til að
knúsa rauðhærða og standa fyrir
rauðhærðum tónleikum á Sódóma
í kvöld.
„Allir rauðhærðir fá þá að
minnsta kosti samastað eina kvöld-
stund,“ segir Þorsteinn Ólafs-
son, trommuleikari í Nögl, meira
í gríni en alvöru. Hann segir að
það sé yfirleitt lítið mál að vera
rauðhærður. „Það kemur reynd-
ar alveg fyrir að fólk sé með ein-
hver leiðindaskot á mann fyrir að
vera rauðhærður, en svo fer það
yfirleitt á taugum stuttu síðar og
byrjar að afsaka sig og draga allt
til baka.“
Auk hljómsveitanna Nögl og
UMTS (Últra mega technobandið
Stefán) ætla hljómsveitirnar Bróð-
ir Svartúlfs og Vicky að styðja mál-
efnið með því að koma fram. Tón-
leikarnir eru eins og áður segir á
Sódómu í kvöld og hefjast klukk-
an 22. Miðar seldir við innganginn
kosta eitt þúsund krónur. - drg
Knúsum rauðhærða
fólkið á tónleikum
RAUÐHÆRÐIR STANDA SAMAN Kristófer Eðvarðsson hefur hendur í hári Þorsteins
Ólafssonar, samstarfsmanns síns í Nögl, og Sigurðar Ásgeirs Árnasonar Olsen í UMTS.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA