Fréttablaðið - 20.11.2009, Page 73

Fréttablaðið - 20.11.2009, Page 73
FÖSTUDAGUR 20. nóvember 2009 53 FÓTBOLTI Aðeins einn nýliði er meðal 32 þátttökuþjóða í úrslita- keppni heimsmeistarakeppninnar sem haldin verður í Suður-Afríku næsta sumar. Það er landslið Sló- vakíu sem varð sjálfstætt ríki árið 1993. Áður hafði Tékkóslóvakía níu sinnum komist á HM og tvívegis í sjálfan úrslitaleikinn – árin 1934 og 1962. Þetta er aðeins í annað sinn síðan 1950 sem einn nýliði tekur þátt í heimsmeistarakeppninni. Þá voru Englendingar að taka þátt í sinni fyrstu heimsmeistarakeppni en þeir ensku þóttu lengi of fínir til að taka þátt í HM. Alls sex þjóðir taka nú annað sinn þátt í úrslitakeppni HM og af þeim hefur bið Norður-Kóreu verið lang- samlega lengst. Norður-Kóreumenn tóku síðast þátt í Englandi árið 1966 og slógu reyndar þá í gegn. Öllum að óvörum komust Norð- ur-Kóreumenn þá áfram upp úr sínum riðli ásamt Sovétmönnum en skildu bæði Ítalíu og Chile eftir. Norður-Kórea vann meira að segja 1-0 sigur á Ítölum. Liðið féll svo úr leik í fjórðungsúrslitum þegar Eusebio skoraði þrennu í 5-3 sigri Portúgals. Árið 2004 var ákveðið að HM færi fram í Suður-Afríku og er þetta í fyrsta sinn sem keppnin kemur til Afríku. Japan varð fyrsta þjóðin fyrir utan gestgjafana til að tryggja sér sæti á HM hinn 6. júní síðastliðinn en alls tryggðu fjór- ar þjóðir sér farseðilinn til Suður- Afríku þann daginn. Holland varð sama dag fyrsta Evrópuþjóðin til að ná þeim áfanga eftir 2-1 sigur á Íslandi á Laugar- dalsvellinum. Aðeins ein þjóð hefur tekið þátt í öllum átján keppnunum til þessa og hefur þar að auki tryggt sér þátt- tökurétt í þeim tveimur næstu. Það er Brasilía en úrslitakeppnin árið 2014 verður einmitt haldin þar. Öll sex álfusamböndin eiga full- trúa í Suður-Afríku á næsta ári. Evrópa á flesta eða þrettán tals- ins. Það skal tekið fram að Ástralía tók í þetta sinn þátt í undankeppni Knattspyrnusambands Asíu. - esá Ljóst er hvaða 32 þjóðir keppa í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á næsta ári: Einn nýliði mætir til leiks í Suður-Afríku HM-ÞJÓÐIRNAR 32 þjóðir keppa um heimsmeistara- titilinn í knattspyrnu næsta sumar. Knattspyrnusamband Evrópu: Danmörk 4. sinn á HM (síðast 2002) England 13. sinn (2006) Frakkland 13. sinn (2006) Grikkland 2. sinn (1994) Holland 9. sinn (2006) Ítalía 17. sinn (2006) Portúgal 5. sinn (2006) Serbía 2. sinn (2006) Slóvakía 1. sinn Slóvenía 2. sinn (2002) Spánn 13. sinn (2006) Sviss 9. sinn (2006) Þýskaland 17. sinn (2006) Knattspyrnusamband Asíu: Ástralía 3. sinn (2006) Japan 4. sinn (2006) Norður-Kórea 2. sinn (1966) Suður-Kórea 8. sinn (2002) Knattspyrnusamband Afríku: Alsír 3. sinn (1998) Fílabeinsströndin 2. sinn (2006) Gana 2. sinn (2006) Kamerún 6. sinn (2002) Nígería 4. sinn (2002) Suður-Afríka 3. sinn (2002) Knattspyrnusamb. Suður-Ameríku: Argentína 15. sinn (2006) Brasilía 19. sinn (2006) Chile 8. sinn (1998) Paragvæ 8. sinn (2006) Úrúgvæ 11. sinn (2002) Knattsp. Norður- og Mið-Ameríku: Bandaríkin 9. sinn (2006) Hondúras 2. sinn (1982) Mexíkó 14. sinn (2006) Knattspyrnusamband Eyjaálfu: Nýja-Sjáland 2. sinn (1982) VERÐA MEÐ Á HM Slóvakarnir Martin Skrtel og Miroslav Stoch fagna sigri í undankeppni HM. NORDIC PHOTOS/GETTY LUKKUDÝRIÐ Zamalek heitir lukkudýr heimsmeistaramótsins í Suður-Afríku. NORDIC PHOTOS/BONGARTS FÓTBOLTI Ari Freyr Skúlason, leik- maður sænska B-deildarliðsins GIF Sundsvall, var í gær útnefnd- ur knattspyrnumaður ársins í Medelpad sem er hérað í norður- hluta Svíþjóðar. „Það var vissulega skemmti- legt að fá þessa viðurkenningu, sérstaklega þar sem það voru leikmennirnir sjálfir sem tóku þátt í kjörinu,“ sagði Ari Freyr við Fréttablaðið í gær. „Ég var líka sáttur við mína frammi- stöðu á tímabilinu en liðinu hefði mátt ganga mun betur. Við stefn- um klárlega að því að fara aftur upp í úrvalsdeild- ina á næsta ári.“ Þó er óvíst hvort Ari Freyr verður áfram hjá lið- inu en hann á eitt ár eftir af samningi sínum. „Þeir vilja semja við mig sem allra fyrst en ég vil bíða, að minnsta kosti fram í jan- úar. Ég vil þó komast að hjá stærra liði og von- andi selja þeir mig ef það verður í boði fyrir mig.“ - esá Ari Freyr Skúlason: Leikmaður árs- ins í Medelpad ARI FREYR SKÚLASON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.