Vikan - 15.12.1955, Side 9
„Fjolskylda mín er mér dýrmætari
en allt annað í veröldínní."
Jivernig; ætli hann kbmist út úr þessari flækju? En það gerir hann nú
.samt!“
„Láttu þig bara dreyma, elskan," sagði vinkonan, „láttu þig bara
dreyma.“
„Þetta er enginn draumur," sagði Dinah.
Nokkrum vikum síðar var hún komin til Hollywood, þar sem Eddie
Cantor hafði ráðið hana til að syngja í útvarpsþætti sínum. Bandarikja-
menn voru komnir i stríðið og Dinah hafði skráð sig til sjálfboðavinnu á
hermannaheimili. Kvöld eitt hringdi síminn og hún var beðin um að koma
í hermannastofuna og syngja nokkur lög, því að söngvari kvöldsins hefði
veikst. Hún lofaði þvi samstundis og um leið og hún lagði frá sér símann,
sagði hún hæglátlega: „1 kvöld mun ég hitta George Montgomery.“ Hún
hitti naglann á höfuðið. Ári siðar voru þau gefin saman í hjónaband. „Hvað
er hægt að gera við svona kvenmann?“ spyr maðurinn hennar. „Ég hefði
•ekki getað forðað mér, þó ég hefði viljað.“
Hvort sem valdið hefur framsýni eða djúpgróin festa, þá er svo mikið víst,
að Dinah var viss um það þegar frá barnæsku, að hún ætti eftir að verða
fræg. 1 fyrstu var hún staðráðin að verða leikkona. Svo uppgötvaði hún, að
hún hafði fallega söngrödd. Þá fannst henni ekki ósennilegt, að hún ætti eftir
að verða hvortveggja í senn, söngkona og leikkona — hugboð, sem vissu-
lega hefur rætst.
Hún hélt til New York eftir fjóra vetur í menntaskólanum. Þá var hún
búin að taka upp nafnið Dinah — eftir samnefndu sönglagi, sem hún hafði
miklar mætur á. Hún fór til New York til þess að afla sér fjár og frama.
Faðir hennar var því mjög mótfallinn. Hann hafði að vísu alltaf verið því
heldur meðmæltur, að hún fengist við að syngja. En hann var mátulega
gamaldags til að vera sannfærður um, að í heimsborginni færi hún beint I
hundana. „Hann sagði það við mig berum orðum,“ segir Dinah. Kvíði hans
xeyndist þó ástæðulaus. Annað mál er það, að Dinah gekk ekki eins auð-
veldlega að leggja New York að fótum sér eins og hana hafði dreymt um.
Hún kom allstaðar að lokuðum dyrum.
En ferðin vai' ekki með öllu árangurslaus. Hún eignaðist mikilvægan
vin, kynntist manni að nafni Martin Freeman. Freeman var píanóleikari
hjá hljómlistarfyrirtæki einu, þar sem Dinah reyndi að fá atvinnu. Henni
var sagt að syngja með undirleik Freemans. Forstjórinn lét sér fátt um
finnast en Freeman var orðlaus af hrifningu. Hann hefur verið undirleikari
Dinuh ætíð síðan. Hann er líka náinn vinur hennar og leiðbeinandi. Það
hefur aðeins orðið eitt hlé á samstarfi þeirra. Faðir hennar þrábað hana
að „hætta þessari vitleysu, koma heim og Ijúka námi.“ Hún lét það eftir
honum að hefja skólagöngu aftur, þótt hún hefði síður en svo i hyggju að
leggja „þessa vitleysu“ á hilluna. Að loknu stúdentsprófi, seldi hún það
af eigum sínum, sem hún gat verið án, og hélt til New York. Faðir hennar
var enn andvígur ferðinni. Aleiga hennar var 3.500 krónur.
I þetta skipti leigði hún sér herbergi í snotru hóteli. En ennþá lét
frægðin bíða eftir sér, og svo fór, að Dinah varð að flytja úr hótelinu í
annað ódýrara. Fáeinum dögum seinna mátti hún enn flytja; það var sama
hvað hún reyndi, enginn vildi hlusta á hana. Hún hélt þessum flutningum
áfram þar til hún endaði í pínulítilli herbergiskytru með fjórum stúlkum
öðrum.
Enn lækkaði í pyngjunni, þar til á gamlárskvöld að Dinah átti nákvæm-
lega eina krónu og sextíu aura. Hún var stödd í útvarpsstöð einni — að
falast eftir vinnu að sjálfsögðu — þegar einn starfsmannanna var beðinn
að útvega stúlku til þess að syngja með hljómsveit, sem átti að leika í
nýársveizlu. Launin voru 25 dalir fyrir nóttina.
Dinah var spurð, hvort hún kærði sig um þetta. Hún hélt það nú! Hún
þeyttist út úr útvarpsstöðinni og heim í herbergiskytruna, til þess að hafa
fataskipti. Hún vai' ofsalega glöð. Hver vissi nema þetta væri byrjunin;
þetta var að minnsta kosti engin smáræðis veizla; þarna kynnu að vera
saman komnir ýmsir ríkir og frægir menn; kannski— já, kannski væri
einhver þeirra leikhúsmaður, sem félli í stafi, þegar hann heyrði söng
hennar, og biði henni samstundis sönghlutverk í frægu leikhúsi. Hún var
að hneppa að sér kjólinn þegar síminn hringdi. Þetta var eintómur mis-
skilningur. Það var búið að aflýsa veizlunni. Dinah fór á fund húsvarðar-
ins og bað hann að lána sér fáeinar krónur fyrir landssímasamtali. Svo
hringdi hún á föður sinn og sagði: „Jæja, pabbi, ég gefst upp. Ég skal
koma heim.“
Það er mjög náin vinátta með Dinuh og eldri systur hennar, Elizabeth.
Dinah hefur oft leitað ráða hjá henni, þegar mikið hefur verið i húfi. Þegar
hér var komið, greip Elizabeth til sinna ráða. Hún heimsótti föður þeirra og
hélt yfir honum stuttan fyrirlestur um sálfræði. Hún útskýrði fyrir honum,
að það kynni að verða Dinuh fjötur um fót til æviloka, ef hún yrði nú að
koma heim án þess að hafa fengið að reyna sig til fulls. Elizabeth fékk
talið Shore kaupmann á að senda Dinuh næga peninga til þess að hún
gæti dvalið áfram í New York.
Og svo brá svo við, að gæfuhjólið byrjaði að snúast — í rétta átt. Dinah
Framhald á bls. 45.
Dinali var í bíó þegar luin ákvaö að giftast George.
Skömmu eftir að
þessi mynd var
tekin, fékk Dinali
lömunarveikina.
Hún heldur sér í
pils móður sinnar.
Jlissy er fimm ára og syngur sig oftast í svefn.
9