Vikan


Vikan - 15.12.1955, Qupperneq 11

Vikan - 15.12.1955, Qupperneq 11
ur líka ekki nánda nærri alltaf saman um, hve kóngar og aðrir þjóðhöfðingjar hafi verið duglegir að eignast börn. Tökum Kublai Khan sem dæmi. Við vitum margt um Kublai Khan, og þó vitum við ekki nóg. Samkvæmt Marco Polo, sem þekkti hann og ritaði um hann, átti hann fjórar konur og allmargar hjá- konur. Tataraþjóð ein sendi honum annað hvort ár 400 af sínum fegurstu stúlkum, og af þeim valdi hann þrjátíu til f jörutíu í kvennabúr sitt. Með hinum löglegu eiginkonum sínum eignaðist hann 22 sveinbörn, og 25 aðra syni með hjákonunum. Marco Polo lætur okkur í té þessar tölur. En ýmsir sagnfræðingar efast um, að þær séu réttar. Sumir segja að Kublai Khan hafi átt tíu syni með löglegu eiginkonunum, aðrir segja tólf; sumir fullyrða að hann hafi átt sjö konur, aðrir vilja hafa þær fimm. En takið eftir því, að það er hvergi nefnt, hve dæturnar hafi verið margar. Meybörn hafa löngum þótt vafasamur hagnaður. Maður lendir í svipuðum vandræðum með Genghis Khan; heimildirnar eru ekki nógu skírar. Að sögn Harolds Lamb, átti Genghis f jóra syni með þeirri af konum sínum sem Bourtai hét; en hann átti fleiri eiginkonur og talsvert slangur af hjá- konum og að bezt verður séð urmul annarra söna. Þótt við leitum ekki svo langt aftur í tímann, er enn harla erfitt að treysta þeim tölum, sem við rekumst á. Þó má slá því föstu, að Sir William Johnson hafi verið harla óvenjulegur maður. Hann hafði eftirlit með rauðskinnum í Norður-Ameríku áður"en Bandaríkin slitu sig úr tengslum við England. Hann hafði mikil viðskipti við rauðskinna og Móhavkarnir sýndu hon- um þann sóma að gera hann að meðlimi í þjóðflokki sínum. Hann komst líka í náin kynni við íroka þjóðflokkinn, og skýrir sjálfur svo frá, að 1 hvert skipti sem hann hafi heimsótt írok- ana, hafi þeir lagt honum til eiginkonu. Enginn veit hve mörg börn Sir William eignaðist með þessu móti. Sumir sagnfræð- ingar ætla að þau hafi orðið eitthvað á þriðja hundrað. Þegar hann andaðist árið 1774, var sagt að skógarnir væru „fullir af indíánabörnum Sir Williams Johnsons.“ Ágúst II., sem kallaður var Hinn sterki, var líka mikill garpur á sviði barneigna. Hann var kóngur í Saxlandi og Pól- landi. Það er fullyrt, að hann hafi alls eignast 364 börn. „Ólifn- aðurinn við hirð hans var óskaplegur,“ segir einn sagnritar- inn, „og af öllum þeim aragrúa barna, sem hann gekkst við, var aðeins eitt skilgetið.“ Miklar sögur hafa alla tíð farið af kvensemi Ludvigs XIV og Ludvigs XV. Þó er nú að koma á daginn, að þeim hafi ef til vill verið eignuð fleiri börn en þeir áttu skilið. Sagnfræð- ingurinn Joseph Valynseele tók sér nýlega fyrir hendur að endur- sko'ða barnalista Ludvigs XV. Samkvæmt honum átti kóngur- inn að hafa átt 61 barn. En Valynseele komst að þeirri niður- stöðu, að af þessum börnum væri aðeins hægt að slá kónginum tíu með vissu. Eitthvað átti hann líka sennilegast í tíu öðrum, og fimmtán, hyggur sagnfræðingurinn, kunna að hafa verið af- kvæmi hinna mýmörgu kvenna, sem Ludvig hélt við. I hinum börnunum átti hann hreint ekkert. Við þurfum annars alls ekki að leita langt aftur í tímann til þess að grafa upp fræga pabba. Til dæmis mun það rétt vera, að þegar Aga Khan fæddist í Indlandi árið 1877, var afi hans, fyrsti Khaninn, enn á lífi — duglegur og framtak- samur heiðursmaður, sem varð 81 árs, hafði hundruð kvenna í kvennabúri sínu og hélt því fram í ellinni, að hann væri 3,000 barna faðir. Hann státaði af því, að 800 manna riddarasveit, sem tilheyrði lífverði hans, ætti hann með húð og hári — þ. e. að riddararnir væru allir synir hans! Hafi þetta verið rétt, þá var þessi aldni Indverji alveg ótvírætt heimsmeistari í barn- eignum. Ibn Saud Arabíukonungur, sem andaðist 1953, mun hafa kvænst 135 sinnum (þótt hann færi að boðum Kóransins og léti aðeins eftir sér fjórar eiginkonur í einu) og hafa eignast um hundrað dætur, auk hinna 40 sona sinna. Ýmislegt merkilegt kom líka fyrir skemmstu fram í dags- ljósið viðvíkjandi Juan Vincente Gomez hershöfðingja, sem and- aðist 1935 og var einræðisherra í Venezuela. Life skýrir svo frá, að „hann stytti sér stundir með því að horfa á 340 bíó- myndir á ári og eignaðist — að ætlað er — 80 til 100 börn.“ Það er fullyrt, að hann hafi naumast þekkt sumar konumar, sem hr.nn átti börnin með. I feðrasafni mínu eru tveir menn, sem bera nafnið Michael. Michael Kainiawelkis var rússneskur bóndi, sem andaðist, að sagt er, þegar hann var hundrað þrjátíu og sjö ára, tíu mánaða og ellefu daga gamall. Hann giftist 19 ára og eignaðist — með nokkrum konum — 32 börn. Eitt þeirra, dóttir, lifði hann; hún var nákvæmlega hundrað ára, þegar hann dó. Michael Fenelon, sem frægur varð í Wexfor á Irlandi, dó 99 ára gamall um alda- mótin. Það er sagt, að hann hafi eignast 63 börn, 25 með fyrstu konunni sinni, 18 með annarri og 20 með þeirri þriðju. Hann giftist 17 óra, til þess að hafa nægan tíma. Tölurnar eru óneitanlega lægri nú á dögum; ég er búinn að aígreiða merkustu pabbana. Þó vil ég að lokum nefna Joliann Sebastian Bach tónskáld, sem eignaðist 20 börn, og söngvarann Enrico Caruso, sem átti 20 systkini. Meinilla við mannaþef EG ræddi fyrir skemmstu viS einn af gæzlumönnunum i Whipsnade dýragarði i London. Hann heitir Frank Meakins. Mér lék forvitni á að vita, livernig' ljónin og tígrísdýrin höguðu sér í þessum fangelsmn, sem þeim er lialdið í almenningi til fróð- leiks og skemmtunar. Frank er gæzlumaður í ljónagryf junni svo- kölluðu. Hann fræddi mig meðal annars á eftirfarandi: Ljón eru mjög misjafnlega skapi farin, rétt eins og menn- irnir. Sum eru geðstirð og grimm, önnur mestu lömb. Veðrið hefur líka áhrif á skap þeirra, alveg eins og það hefur áiirif á skap- lyndi manna. I»au eru geðverst og uppslökkust í rigningartíð, þægust og jafnlyndust á hjörtum vetrardögum. Og vanur gæzlu- maður sér á augabragði, livort tiltekið ljón sé í slæmu eða góðu skapi. I>egar ljónynja er komin að því að gjóta, er hún flutt í búr fjarri hinum dýrunum, þar sem hún getur verið í næði. Sé hún vön gæzlumanninum — og ef allt er með felldu á milli þeirra — liefur hún ekkert á móti því, þótt hann handleiki imgana hennar. Hún lætur sér í léttu rúmi liggja, þótt hann taki þá út tir búrinu. Hún veit, að þeim verður skilað lieil- mn á húfi aftur-. Hitt er annað mál, að ókunnugur maður fengi ekki aldeilis að koma nálægt þeim! I»egar ungmnmi er skilað aftur inn í búrið, er auðvelt að sjá, hvaða álit móðirin hefur á mönn- unum. Þeir kunna að vera beztu náungar og sjá henni fyrir góð- um mat og góðum luisakynnum. En það vantar mikið á að þeir séu hreinir! Og það er þessi ó- skaplegi óþefur af þeini! Ung- arnir fá rækilegt þrifaiiað, sem augsýnilega á að losa þá við hinn megna og leiðinlega mannal»ef. I augum gæzlumannanna í dýragörðunum er reginmunur á ljómun og tígrisdýrum. Þótt. tígr- isdýrin séu misjafnlega skapi far- in, eins og ljónin, þá eru þau æstari og sjaldan meinlaus. Þau eru á mun meiri hreyfingu en Ijónin, og éta þar af leiðandi meira. Ketbitarnir, sem gæzlu- mennirnir fleygja inn í búrin þeirra, eru talsvert stærri en ljón- anna. Á sumrin fær hvert ljón þrjú til fjögur pund af keti á dag, en tígrisdýrin um sex pund. A vetrum er skammtur beggja aiikinn um tv'ö til þrjú pund. I Whipsnade garðinum eru tígrisdýrin og ljónin látin fasta einn dag í liverri viku. Það er af heilsufarslegum ástæðum. Eina spurningu leggja gestir oft fyrir gæzlumennina í Whipsnade: Hvernig líður ljónunum og tigris- dýrunum á köldustu vetrardög- um? Svarið kemur alltaf á óvart. Bæði ljón og tígrisdýr eru feikn- hrifin af köldu veðri, og þegar snjóar, ætla þau að ganga af göflunum af lcæti! Þau láta öll- um illum látum og velta rér upp úr snjónum. Eitt af tígrisdýrmi- mn í Wliipsnade fer í bað í tjörn- inni sinni hvernig sem viðrar, og verður þó stundum að byrja með því að brjóta vök á ísinn. Ljón og tígrisdýr, sem alizt liafa upp í dýragörðum, eru venjulega alveg laus við blóðþorsta, þar til þau eru fullvaxin um þriggja ára. Þó er ekki hættulaust að leika sér við þau eftir fyrsta árið, þeg- ar þau eru orðin svo sterk, að þau geta stórskaddað gæzlumenn sina óviljandi í leik. Fáum dýrum er eins erfitt að liafa hemil á eins og Ijónum og tigrisdýrum. Þau geta stokkið ó- trúlega langt og liátt. Ef ljón hefur nægilegt tilhlaup, getur það stokkið yfir þriggja metra háa girðingu. Tigrisdýrið er þó ennþá iluglegra; fjögra metra girðing lieldur því ekki. — PHILIP STREET. 11

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.