Vikan - 15.12.1955, Page 13
stundin, sem hann þráði, renna upp. Drottningln var búin að ákveða
að fyrirgefa honum og' sættast við hann heilum sáttum. Hún hafði allra
náðusamlegast fallist á að veita honum leynilega áheyrn.
Þetta var vandlega undirbúið. Það var komið rökkur þetta sumarkvöld
í Versalagarðinum, þegar de Rohan kardináli kom til stefnumótsins. XJt
úr rökkrinu kom ung og tíguleg kona. Jeanne og maður hennar voru í
fylgd með henni.
Hún var klædd í kjól, sem öll hirðin kannaðist við af frægu málverki
af drottningu. Kardinálinn kraup í auðmjúkri lotningu og kyssti kjólfald
hennar. Konan tók rós úr barmi sér, fékk honum og hvíslaði þýðri röddu:
„Lítið á hana sem tákn um fyrirgefningu mína.“
En á þessu andartaki kom einkennisklæddur þjónn hlaupandi og
hrópaði: „Flýtið yður brott, yðar hátign. D’Artois greifynja er að koma!“
Stefnumótinu var lokið, en sá var samt árangurinn af þessum loddaraleik,
að kardinálinn varð upp frá þeirri stundu eins og deig í höndunum á
’sanne.
Henni hafði ekki brugðist bogalistin frekar en fyrri daginn. Hún hafði
fengið í lið við sig unga stúlku, sem starfaði í hattaverzlun og var lík Marie
Antoinette. Einkennisklæddi þjónninn var enginn annar en Vilette skjala-
falsari. Og inn í þennan svikavef byrjaði Jeanne nú af mikilli fimi að
vefa' hálsmenið fagTa.
Hún fór sér undurhægt, en lét kardinálann smásaman á sér skilja, að
drottningin æskti þess að kaupa hálsmenið svo lítið bæri á — og með
hans hjálp. Gat hún auðsýnt honum meiri heiður og trúnað ? Drottningin
fól honum að kaupa hálsmenið fyrir hennar hönd og borga það með af-
borgunum, en mundi síðan með leynd endurgreiða andvirðið.
De Rohan kardináli greip tækifærið fegins hendi. Honum var það
fagnaðarefni, tjáði hann Jeanne, að geta gert hennar hátign ofurlítinn
greiða. Hið fræga hálsmen var keypt og afhent sendiboða, sem látið var
heita að ætti að skunda með það beint á fund drottningar. Jeanne gat
ekki neitað sér um að bera það eina kvöldstund — í íæstu herbergi heima
hjá sér. Daginn eftir var það tekið í sundur og hinir dýrmætu steinar
byrjuðu að birtast á gimsteinamörkuðum Parísar og Lundúna. Jeanne,
tötralingurinn úr fátækrahverfi Parísar, var orðin forrík á einni nóttu.
Treysti hún þvi, að de Rohan kardináli mundi kjósa að þegja, þegar
hann kæmist að sannleikanum, frekar en að ljóstra upp um, hvilíkur
auli hann hafði verið? Eða hugði hún á flótta, þegar þar að kæmi?
Það er ekki gott að segja. En nú syrtir skyndilega yfir lífi þessarar
fögru ævintýrakonu. Hún fréttir það kvöld nokkurt, að de Rohan hafi ver-
ið handtekinn. Hann hafði neitað að halda áfram með greiðslur fyrir háls-
menið, þegar hann heyrði ekkert frá drottningunni. Skartgripasalinn
hafði þá snúið sér beint til drottningar um greiðslu, einungis til þess
að gera þá hræðilegu uppgötvun, að hún vissi alls ekkert um málið.
Kardinálinn var naumast búinn að átta sig á, hve rækilega hann hafði
verið gabbaðui', þegar hann var leiddur inn um fangelsishliðið.
Og Jeanne? Jú, sennilegast hefur hún ætlað að flýja. En hún var
of sein. Þeir komu að henni hálfklæddri i svefnherberginu hennar. Á
rúminu lá fatnaður af daglaunamanni. Ætlaði hún að laumast út í borg-
ina þannig dulbúin? Þegar lögreglufulltrúinn lagði spurninguna fyrir hana,
anzaði hún ekki. Hún bað um að fá að fara i kjól. Svo var hún leidd út
úr húsinu með bundnar hendur.
Málið vakti feiknmikla athygli. Drottningin var æf. Nafn hennar hafði
veiúð dregið niður í svaðið; þetta voru drottinsvik, og Jeanne, höfuð-
paurinn, gat ekki vænst neinnar miskunnar.
Hún reyndi engu að síður að klóra í bakkann og lét ekki bugast þrátt
fyrir strangasta varðhald. Það var ekki fyrr en dómurinn var lesinn yfir
henni, að henni sást bregða. Hún var dæmd til að brennimerkjast og
húðstrýkjast og til ævilangrar fangelsisvistar.
Þannig lýkur ferli hennar i París í jafnvel meiri eymd og vesaldómi
en þegar hún dróst klæðlitil og svöng um stræti borgarinnar með betli-
skálina sína. Hún er ennþá ung. En hver tekur nú eftir fegurð hennar,
eins og fyrir henni er komið ? Andlit hennar er náhvítt, þegar hún er
leidd út úr réttarsalnum.
Svo er það einn morgun, að hún er tekin úr dýflissunni og færð út
á torg. Það er rigning. Hún situr grafkyrr í vagninum, sem ekur henni
til torgsins, en þegar hún sér hýðingarstaurinn á pallinum og böðlarnir seil-
ast til hennar, missir hún alla stjórn á sjálfri sér. Hún emjar og brýst um
í böndunum og hrópar á hjálp á meðan verið er að binda hana við
staurinn. Hún hrópar enn á hjálp þegar yfirböðullinn tætir kjólinn af
baki hennar, en neyðarópin kafna í háðglósum fólksins. Hún er í öngviti,
þegar þessu líkur. Hún rankar ekki við sér fyrr en hún er aftur komin í
dýflissuna. Hún var hálf nakin og á baki hennar eru djúpar rauðar rákir
-eftii' svipuhöggin. Á öðru herðablaðinu er stórt V. Brennimarkið V þýðir
voleuse, eða þjófur.
Þannig lýkur sögunni um Jeanne og hálsmenið, og þarna ætti maður
ef til vill að skilja við hana. Og þó? Við skulum fylgja henni á leiðar-
enda. Hún er tekin upp úr dýflissunni aftur og færð i fangelsið, sem á
að geyma hana til æviloka. Þai' situr hún i rammgerðum steinklefa í níu
mánuði, klædd strigakufli og með tréskó á fótum og i fótajárnum. Og
svo, einn góðan veðurdag — er fuglinn floginn!
Kannski sá drottningin aumur á henni. Það hjálpaði henni að minnsta
kosti einhver að flýja. Hún komst til London, þar sem maðurinn hennar,
sem þangað hafði flúið, tók á móti henni, og þar sem hún græddi drjúgan
skilding á að géfa út ævisögu sína. En hún var enn sami auðnuleysinginn.
Hún komst i skuldir. Og dag nokkurn, þegar hún hugðist forða sér frá
álcitnum lánardrottni með því að klifra út um glugga, missti hún hand-
festuna og hrapaði til jarðar. Þar lauk sögu hennar. — ROSSANA MANN.
Bezti maturinn tæst hjá okkur
Matarbúðir
SLÁ TURFÉLAGS SUÐURLANDS
GLEÐILEG JÚL!
G. Kristjánsson & Co. h.f.
skipamiðlari
13