Vikan


Vikan - 15.12.1955, Page 33

Vikan - 15.12.1955, Page 33
mannlegl, sagði hann, — en mér ber skylda til að segja yður, að einmitt í morgun fékk ég glæsilegt tilboð í jörðina. Hann bætti við brosandi: — Frá Commandantinum. Karla beit á vörina, og reyndi að leyna brosi, en ég gat ekki setið á mér að segja: — Ég býst við, signore, að það hafi komið fólki á óvart, að ungfrú Carlucci skuli hafa fengið jörðina, nema yður sjálfum, auðvit- að. ■— Og Albrizio greifa, sagði hann, en varð svo vandræðalegur, eins og hann hefði hlaupið á sig. — Málafærslumaður verður auðvitað að vera orðvar, en yður hefur sjálfsagt verið kunnugt um, að föðurbróðir yðar og greif- inn ræddu um möguleika á giftingu yðar og unga greifans. Föðurbróðir yðar bað mig um að útbúa giftingarsáttmála, samkvæmt ítalskri venju. Svo að ég er viss um, að greifanum hefur ekki verið ókunnugt um eignir þær, sem þér áttuð í vændum. Karla var eldrjóð í vöngum og starði út um gluggann. -— En það er nú liðið, sagði hún að lokum. — Ég ætla að afhenda frænku minni þær, en ég set tvö skilyrði: I fyrsta íagi, að þér segið engum frá þessu fyrr en það er komið í kring. Og í öðru lagi: Ég vil vera viss um, að lokið verði við stífluna, nákvæmlega eins og frændi minn vildi að hún yi’ði — á minn kostnað. Falcone horfði forvitnislega á hana góða stund. Það verður mjög kostnaðarsamt signorina, og það á landareign, sem verður ekki lengur yðar. Mér er alveg sama, sagði hún, — ég vil að þetta verði gert. En ég get ekki beðið hér endalaust, þangað til þeim þama í Róm þóknast að leyfa okkur að halda áfram verk- inu. Mér datt í hug hvort þér þekktuð ekki einhvern áhrifamann þar, sem gæti flýtt þessu. Ef ég á að bíða hérna þangað til verkfræð- ingurinn hefur samið skýrslu sína, og hún verður send til Rómar eftir öllum hugsan- legum krókaleiðum, og þeir i Róm að lok- um taka ákvörðun . . . nú, þá verð ég orðin piparmey. Lögfræðingurinn hló. - - Þetta er kannski alveg rétt. Og það vill svo til, að ég á góða vini í Róm — ég skal athuga hvað ég get gert. En fyrst verð ég líka að biðja yður um tvennt: I fyrsta lagi, að þér segið engum frá því, að ég ætli að hafa beint samband við Róm. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er Bardi verkfræðingur gamall vinur minn og Cosenza er lítill bær. Enginn líður öðrum að taka fram í fyrir hendurnar á sér. Og í öðru lagi: að segja mér, hvers vegna Rizzo lög- regluforingi spurði mig um rýtinginn, sem Carlucci fann ? Ég reyndi að hugsa fljótt. Ég býst við að hann áliti yður sérfræðing í fornleif- um. Falcone brosti. — Allir eru meira eða minna sérfræðingar hérna í Cosenza. Annars er það mitt aðaláhugamál. Hann beygði sig niður og opnaði neðstu skúffuna í skrifborðinu sínu. Hérna er einkasafnið mitt — hluti af því. Þarna lágu alls konar brot úr bronzi, kop- ar og leir. - Fólk færir mér þetta. Það veit, ao ég hefi áhuga á því. Vissuð þér ekkert, hvers virði rýtingurinn var ? spurði ég. Hann hristi höfuðið. - - Nei, ég kannaðist hvorki við lögun hans né gerð. Hann gæti hafa verið frá ýmsum stöðum: Grikklandi eða Sikiley., Hann hélt áfram að tala um kalabriskar fornleifar af miklum áhuga. Það var greinilegt, að Rizzo hafði ekki minnst á söguna um Alaric við hann, og ég sá enga ástæðu til að gera það heldur. . . . Rizzo hafði iátið hendur standa fram úr ermum. Hann hafði grennslast fyrir um allt, nema sígarettukveikjarann. Hann hafði ekki enn talað við Commandantinn. Fratnhald i næsta hlaði. EINU 5INNI VAR... ÉR er nœrri fimmtíu ára gömul mynd, sem á sér allmerkilega sögu. Hvað er þetta prúðbúna fólk að gera í Alþingisgarðinum? Jú, þetta er kór, sym stofnaður var í tilefni af komu Friðriks konungs VIII til íslands 1907. Kórinn söng í Alþingishúsinu undir stjórn Brynjólfs Þorlákssonar, en einsöngvarar voru þeir Geir Sæmundsson og Elín Matthíasdóttir. Hér fara á eftir nöfn söngvaranna: Fremsta röð f. v.: Jón Halldórsson, Matthildur Kvaran, Ingibjörg Helgadóttir, Ragnheiður Þórðardóttir, Magnþóra Magnúsdóttir, Hólmfríður Halldórsdóttir, Ágústa Björnsdóttir, Þorsteinn Jónsson. Önnur röð: Jorgen Þórðarson, Hendrik Erlendsson, Elín Magnúsdóttir, Bjarni Hjaltested, Margrét Þórðardóttir, Guðlaug Magnúsdóttir, Elín Matthíasdóttir, sr. Geir Sæmundsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld, Brynjólfur Þorláksson, söngstjóri, frú Ásta Einarsson, píanóleikari, Benedikta Benediktsdóttir, Helga Claessen, Guðrún Helgadóttir, Jan Rósenkranz, Herbert Sig- mundsson. Þriðja röð: Martin Bartels, Benedikt Gröndal, Jakob Guðmundsson, Helga Magnúsdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Nikólína H. Sigurðardóttir, Bjarni Snæbjörns- son, Þorkell Þorláksson, Sigríður Þorsteinsdóttir. Fjórða röð: Pétur Jónsson, Jón Þ. Thoroddsen, Pétur Lárusson, Viggó Björnsson, Magnús Erlendsson, Sigurður Þorsteinsson, Einar Viðar, Valdemar Ottesen, Símon Þórðarson, Pétur Halldórsson. DÓMKIRKJAN ætti að hjálpa Reykvíkingum að minnsta kosti að átta sig á því, hvar í höfuðstaðnum þessi gamla myncl er tekin. Þetta er auðvitað Bankastræti (Bakarabrekka) milli grjótgarðanna og Au>turstræti í beinu framhaldi af því. Lækjargata sker svo þessi stræti. 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.