Vikan


Vikan - 15.12.1955, Side 40

Vikan - 15.12.1955, Side 40
Teddi verður ástfanginn V Fraxnhald af blaðsíðu 17. V „Ég hef heyrt, að þú hafir heimsótt búgarð- inn í dag.“ „Stendur heima. Við söknuðum yðar auðvitað, en þó skemmtu allir sér bara vel.“ „Svo hef ég frétt. Ungfrú Karakúls segir 'mér, að þú hafir boðið henni í skemmtiferð upp eftir ánni á morgun?" „Það er rétt. Upp eftir ánni. Alveg rétt farið með“ ,,Þú sendir henni auðvitað orð, að þú getir ekki farið, þar sem þú hafir óvænt verið kallaður til London.“ „En enginn hefur gert boð eftir mér til Lond- on.“ „Jú. Það hefur verið gert. Ég hef gert það.“ „Ég skil þig ekki, Bráðbani." „Ég skal þá útskýra það,“ sagði Bráðbani kafteinn. „Það er prýðileg járnbrautarferð á morgun kl. tólf-fimmtán. Þú ferð með henni á morgun.“ „Jæja?“ „Ég kem hingað kl. eitt. Og ef þú verður ekki farinn, þá skal ég . . . Hef ég annars nokkurn tíma getið þess, að ég varð hnefaleikameistari Indlands í þungavigt siðastliðið ár?“ Teddi vætti varirnar dálítið hugsandi. „Varztu það?“ „Já.“ Teddi sótti í sig veðrið. „Meistari áhugamanna?“ „Auðvitað." „Ég stundaði talsvert áhugamannabox,“ sagði Teddi og geispaði dálítið. „En ég fékk leið á því. Ekki nógu mikil samkeppni. Of lítill spenn- ingur. Svo að ég gerðist atvinnumaður. En mér fannst þeir svo valtir á fótunum, að ég gaf það allt saman frá mér. Það var þegar Búlldogg lú- berjandi varð að liggja tvo mánuði í sjúkrahúsi eftir eina viðureign okkar. Ég safna gömlu postu- iíni núna.“ Hreystilega mælt, að vísu, en honum var ekk- ert afskapalega rótt innanbrjósts, þegar hann horfði á eftir gesti sínum. Ef satt skal segja, sagði hann mér, var hann raunverulega ekki frá þvi um stundarsakir, að heilmikið mælti með því að fara með þessari lest kl. tólf-fimmtán. En það var bara veikleiki, sem leið frá. Til- hugsunin um Apríl Karakúls, blés brátt kjarki i hann aftur. Hann hafði boðið henni í þessa róðraferð, og hann ætlaði sér að standa við loforð sitt, þó að það kynni að kosta hann að þurfa að flýja eins og fælinn hestur, hvenær sem Bráðbani kafteinn birtist tilsýndar. Þegar allt kom til alls, hugsaði hann, var í hæsta máta ósennilegt, að svona stór og þungur náungi væri jafnfljótur að hlaupa og hann. Þarafleiðandi var Teddi næsta dag mættur í róðrabát, sem hann hafði leigt sér, við Bæjar- bryggjuna. Þetta var yndisfagur sumarmorgunn með öllu tilheyrandi, svo sem heiðríkum himni, silfurlitum smábárum, fuglum, býflugum, hægum andvara og hvaðeina. Hann hafði kómið nestis- körfunni fyrir í skutnum og var að nota tím- dnn, meðan hann beið, til að hressa upp á kunn- áttuna á „Mærinni frá Móum“, þegar rödd heyrðist ofan af bryggjunni. Hann leit upp og sá stelpuna Dómhildi, sem góndi niður á hann með sínum alvarlegu, grænu glyrnum. „Nei, lcomdu sæl, væna mín,“ sagði hann. „Sæll,“ sagði barnið. Frá því hann kom til búgarðsins hafði Dóm- Hildur lítið eða ekkert haft að segja fyrir Tedda. Hann hafði auðvitað rekizt á hana við og við og brosað alúðlega til iiennar, þar sem það var föst regla hjá honum að brosa vingjarnlega til allra ættingja og áhangenda þeirrar heittelskuðu, en hann hafði tæplega vitað hún væri til. Eins og alltaf við þessi tækifæri, hafði öll umhugsun hans snúizt um sjálft keppikeflið. Svo að nú hegðaði hann sér nánast eins og blók, sem hefur fengið óvænta heimsókn. „Já,“ sagði barnið. „Ég átti að skila til þín, að Apríl gæti ekki komið.“ Tedda fannst sólin, sem hingað til hafði lagt sig alla fram við að skína, hverfa undir yfirborð- ið eins og kafönd. „Þú ert að skrökva!" „Alls ekki!“ „Getur hún ekki komið?“ „Nei. Hún bað mig að segja þér, að henni þætti það óskaplega leitt, en einhverjir kunn- ingjar mömmu hennar ætluðu að koma til há- degisverðar, og hún yrði að vera heima og hafa ofan af fyrir þeim.“ „Hvert í logandi!" „Hún biður þig að fara með mig í staðinn, en ætlar að reyna að koma sjálf á eftir. Ég sagði henni við mvndum borða nestið hjá Ferju- koti.“ Tedda fannst dálitið af sortanum hverfa af himinhvolfinu. Þetta var auðvitað babb í bát- inn, en úr því að stúlkan ætlaði að koma seinna . . . Og jafnvel það að sitja uppi með stelpuna, liafði sínar björtu hliðar. Hann áleit, að það mundi engan veginn vera óhagstætt að koma fram sem alúðlegur ungur maður við stelpuang- ann. Örlæti han.j og geðug framkoma myndi berast til eyrna April og ekki ætti það að saka. Það er viðurkennd staðreynd, að elskhugi ver tíma sín- um vel, með því að vera litlu systur til geðs. „Jæja þá,“ sagði hann. „Komdu útí.“ Síðan stökk telpan út í bátinn, og þau lögðu frá landi. Það fór lítið fyrir gáfulegum samræðum fyrstu tíu minúturnar eða svo, því að allmikil umferð var á ánni um þetta leyti og telpan, sem hafði hrifsað til sín stýrisvölinn, virtist hafa töluvert ófullkomna hugmynd um stýrimennsku. Eins og hún útskýrði fyrir Tedda, þegar þau höfðu um það bil siglt hálfa leið í gegnum pramma, sem varð á leið þeirra, þá gleymdi hún alltaf í hvorn endann átti að taka, þegar maður ætlaði að beygja til hægri. Hamingja Vídalínsættarinnar fleytti þeim þó framhjá öllum hættiun og að lokum komust þau heil á húfi á fáfarnar slóðir upp með ánni. Þar lygndi strauminn á einhvern dularfullan hátt, og eftir það varð allt miklu auð- veldara. Og þá var það, að telpan, sem hafði nú ekkert lengur fyrir stafni, seildist til og tók upp bókina. „Halló! Lest þú Tennyson?" „Ég var að því áður en við lögðum af stað, og mun eflaust sökkva mér niður x hann aftur við fyi'sta tækifæri. Þú munt yfirleitt komast að raun um, að ég fæ mér smálesnlngu í þjóð- skáldinu mér til sálubótar, hvenær sem ég hef fimm nxínútur aflögu.“ „Þú ætlar þó ekki að segja mér, að þú sért hrifinn af honum?“ „Auðvitað. Hver er ekki hrifinn af honum?“ „Ég. Apríl hefur vei'ið að láta mig lesa hann, og mér finnst hann ægilegur." „Það er hann bara alls ekki. Þetta er önd- vegisskáld." Fyrir utan sína gömlu kunningjakonu Mærina fi'á Móum, var Teddi ennþá ókunnugur kvenfólk- inu í kvæðum Tennysons, en hann var þess full- viss, að væru þær nógu góðar fyrir Apríl Kara- 4Ó kúls, þá voru þær fullgóðar fyrir gi’æneygðan, hörmulegan freknóttan krakkabjálfa, og hann lét þá skoðun líka í ljós, er hann mælti í umvöndun- artón: ' „Kvenhetjur Tennysons," sagði Teddi, „eru alveg sérstök dæmi um hið hreina og sanna kveneðli, og reyndu að troða því í þinn fer- kantaða haus, telpa mín. Ef þú kæmir frám eins og kvenhetjur Tennysons, værirðu á góðum vegi stödd.“ „Eins og hver þeirra?“ „Hver sem væri. Taktu bara einhverja. Sama hver er. Þær eru allar jafngóðar. Hvað er langt eftir til þessa Ferjukots?" „Það er bak við næsta leiti." Það var auðvitað ekki sársaukalaust, er Teddi batt bátinn á áfangastað. Því að þetta Ferju- kot var ekki einasta fegurðin sjálf, heldur var líka gersamlega mannlaust þarna. Það glitti í einn húskofá milli trjánna, en þar var ekki nokk- ur maður á kreiki. Eina lifandi veran svo langt sem augað eygði virtist vera gamall hestur, sem var á beit á árbakkanum. Með öðrum orðum, ef bara Apríl hefði verið þarna, en ekki krakk- inn, hefðu þau verið ein þarna og enginn mann- legur máttur getað .raskað heilagri ró þeirra. Þau hefðu getað lesið Tennyson, þar til þau blán- uðu í franxan og ekki bofs frá nokkurri sál. Auðvitað sorglegt að þurfa að hugsa til þess. En þar eð róðurinn hafði gefið honum góða mat- arlyst, bægði hann bráðlega á brott þessum óska- draumum, og fór að taka upp úr nestiskörfunni. 1 um það bil tuttugu mínútur rauf ekkert kyrrð- ina nema bryðjandi kjálkar, en þá datt honum í hug það gæti verið hagstætt að spjalla við litla gestinn. „Fengið nóg?“ spurði hann. ,,Nei,“ sagði bai’nið. „En það er ekkert eftir." „Mér sýnist þú vera sæmilega lystug.“ „Stelpurnar í skólanum kölluðu mig Átvaglið,“ sagði barnið hreykið í bragði. Tedda datt allt í einu í hug, að það væri dá- lítið skrýtið, að stelpan skyldi ekki vera i skóla í miðjum júnímánuði. Hann minnti, að sumar- fríið byrjaði ekki fyrr en í byrjun ágúst. „Hvers vegna ertu ekki í skóla núna?“ „Ég var rekin siðastliðinn mánuð.“ „Einmitt," sagði Teddi og varð forvitinn. „Svo að þú varst rekin. Fyrir hvað?“ „Ég skaut á svín.“ „Skauztu á svin?“ „Með boga og ör. Eitt svín. Það er að segja Persival. Fröken Margx'ét, skólastjórinn, átti hann. Þykist þú aldrei vera fólk í bókunum ?“ „Aldrei. Og reyndu ekki að hlaupast frá um- ræðuefninu. Ég vil komast til botns í þessu með svinið." „Ég er ekki að hlaupast frá umræðuefninu. Ég var að leika Vilhjálm Tell.“ „Gömlu eplaskyttuna, áttu við?“ „Ég á við manninn, sem skaut eplið af höfði sonar síns. Ég reyndi að fá eina stúlkuna til að hafa eplið á höfðinu, en hún vildi það ekki, svo að ég fór út í svínastíuna og setti það á höfuðið á Persival. Þessi asnakjálki hristi það af sér og fór að éta það, svo að ég missti marks og hitti hann í vinstra eyrað. Honum gramdist það eitthvað. Sömuleiðis ungfrú Margréti. Sér- staklega þar sem ég var vist í ónáð um þær mundir af því að ég hafði kveikt í svefnloftinu kvöldið áður.“ Teddi deplaði augunum dálítið. „Þú kveiktir í svefnloftinu ?“ ,,Já.“ „Hafðii'ðu nokkra sérstaka ástæðu eða datt þér það bara svona í hug?“ ,,Ég var að leika Florence Nightingale." „Flox'ence Nightingale ?“ „Konuna með lampann. Ég missti lampann.“ „Segðu mér eitt,“ sagði Teddi. „Hvemig er hárið á þessari ungfrú Mai-gréti á litinn?" „Grátt."

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.