Vikan


Vikan - 22.12.1959, Qupperneq 7

Vikan - 22.12.1959, Qupperneq 7
‘-1 IANN selur blóm niðri i Aðalstræti fyrir stórhá- "y-r tíðir og hann setur svip á strætið. Hann gerir iíka margt fleira, og svipur hans leynir sér hvergi. Flestu þvi, sem hann gerir, finnur, sér, hugsar, umgengst, segir hann frá í ljóðum. Frásögnin er af- dráttarlaus og hneykslar suma En tif iians hefur líka hneykslað marga. Ljóðin hans leyna engu. Það eru svipmikil ljóð. Nú ætlar hann að bæta vib' öðru frá- sagnarformi Fyrsta skáldsaga Vilhjálms frá Skáholti kemur út eftir áramótin. Það er fyrsta bindið af þrem, sagði hann mér, og heitir Veglaust fólk. Ekki sjálfs- ævisaga, bætti hann við, en ég er sa-nt meS í sögunni. Sagan gerist í þorpi úti á landi, og þar kom?. við sögu spákona, söngvari, sprúttsalar og saklausir smáþjófar, sem stálu sér fyrir brennivini svona annab veifið. Ég hringdi í Vilhjálm um daginn. — Má ég ekki heimsækja þig einhvern daginn? — Jújú, blessaður vertu. Ég bý uppi á lofti í stóra bragganum við Hjarðarhagann, og þar er margt skrýt- ið að sjá. Bækur i hillum, málverk um alla veggi. uppstojjp- aður örn, sem hefur lagt æðarfugl að velli, og ætlar •>ð fara að gæða sér á þvi mesta l.iúfmeti sínu, k-;ffi- kanna og bollar, flatkökur og smjör, handritsstafiar og blómavasi — og meiri bækur. Ég veit, að ég er einhvern veginn öðruvísi en hinir, sem alla daga mánaðarins vinna fyrir sér. Og þess vegna er ég hræddur, því að harla fáir vinir hvlla mann, sem utangarðs þjáning sina þer. Því hverjir eru vinir þess, sem veltir vösum tómum, se-i vanrækir að starfa fyrir Ó'af Thors og Co., nn þráir aðeins sólskin'ð og svolítið af blómum og syrgir ekki vitund þá hamingju sem dó. Ég er ei sá, sem hjartað í bænarauðmýkt beygir og blessar þetta frelsi, sem gerir hjörtun veik. -— Min trú er bundin hug þess, sem heiðr'kiuna eygir og hamingiuna tevgar af lifsins einfaldleik. Þó á ég litinn draum, eins og drengir aiira stétta, um drevmin mev.iaraugu í logagvlltum sal. við músi’k allra rósa, — rauða vökvann létta, sem í rauninni er bara til á Spáni og Portúgal. Og hveria mundi undra. bó sð sál mín sæist dett.a ’ svartamyrkur t.ímans, ef þráir slíka vist? —- i -> svona er mín ævi, — ég elska bara þetta 'T einnig nnkkrar melódíur eftir Brahms og Liszt. S'i. þessar l't.lu melódíur, sem likiast þýðum blænum, pru Ip'ðarstjörnur minar, •— allt, það, sem ég kann. En af þessu er ég talinn óalandi í bænum, og enginn vill mig hýsa. nema „blessuð lögreglan." — Ég held mér bvki einna vænst um þett.a kvæði. Það var annars aldr'°i ort. tU nð b'rtast á nrenti. bvnð bá t'l að koma í úrvali lióða eftir marga böfnnda. Ée lá 5 ernSimi upni á Arnarhóli. hegar mér datt. það 1 hug. Það kom af sjálfu sér. Viltu ekki kaffisopa? — Jú. Vilhjálmur írá Skáholti — St.undum koma kvæðin bannig af slálfu sér. 1 sumum hef ég ekki brevtt staf frá fvrstn gerð Þannig or með k"mðín .Tesús TCr'stur og éo- og Herbergið mitt. Þotta virð'st koma af innri nauðsvn. þegar e'tthvað liggur á hiarta mínu. sem ég barf að segia. Ég segi það hreinskilnislega Form og fegurð lióða finnst mér elcki vera aðalatriði, heldur þitt. að Hóðin túlki eitt- hvað — að frásögnin sé einföld og bláköld "" s‘fi- brellur ekki hafðar ! frammi, — að þau nái til hjartn- anna. — Og yrkisefnin? — Tilveran yrkir svo mikið. Það er hún, sem legg- ur þetta upp i hendurnar á manni. Maður get.ur fyrst pg fremst orðið got.t. skáld. ef maður samlagar sig fólkinu og umhverfinu. Ekki horfa á það úr fjarska. heldnr hannig að manns eigin hiartaslög slái I takt við lifið. Ég hef þekkt allar hliðar á þessari borg. frá dýpstu fátækt og niðurlægingu að mesta ríkidæmi og menningu. Ég vrki um það. sem er í kring um mig. Skáldskapur, frá mint sjói.armiðl, er ekkert ann- að en einföld útfærsla á sannleika, og hætti það að vera sannleikur, er það ekki leng- ur skáldskapur. Þnð hefur til dæmis háð möreum vinum mínum. sem hafa annars verið ágæt skáld, að þeir hafa ekki þorað að segja hlutina eins og þeir liggja fvrir. Yrki'efni m'n sæki ég næst mér. i það lif, sem ég hef lifað, til þess fólks, sem ég hef umgengizt. Og þar segi ég hreint og beint frá, hvort sem er um sjálfan mig eða aðra. Ég hef andstyggð á fólki, sem er grímuklætt — sem þykist vera annað en það er. —O— Það eru málverk um alla veggi, — myndir eftir Hafstein Austmann, Sverri Haralds- son, Benedikt og Veturliða Gunnarssyni, Jón Engilberts, Kjarval, Jón Þorleifsson, Jóhannes Geir, Sigfús Halldórsson og fleiri. — Sumar hafa þeir gefið mér, sumar hef ég keypt, og þá oft við vægu verði. Fúsi Halldórs kom og færði mér tvær fyrir nokkru, — aðra af mér og hina af Skáholtinu, þar sem ég er fæddur. Það stendur við Bræðraborgarstíginn, Skáholtið. Ég hef gaman af myndlist. Sem unglingur lærði ég að teikna hjá Stefáni Eiríkssyni. En ég fékkst ekki lengi við það, — fór þá til sjós og sigldi í tiu ár, meðal annars á gamla Þór. Svo fékkst ég önn- ur tíu eða fimmtán ár við múrverk, og er svona hálflærður múrari. Skáldskapinn hef ég dundað við frá því að ég var sextán eða sautján ára — og nú er ég fimmtíu og eins. „EG HEF ANDSTYGGÐ Á FÓLKI, SEM ER GRÍMUKLÆTT“ Til þessa hafa komið út fjórar ljóðabækur eftir Vilhjálm frá Skáholti. Nætu-ljóð komu út 1931, Vort daglega brauð 1935 ' annarri útgáfu 1936 og hinni þriðju aukinni og myndskreyttri 1950, Sól og menn kom út 1948 og Blóð og vín 1957. Fyrir nokkrum dögum kom svo út úrval af ljóð- um Vilhjálms. 1 þeirri bók er 61 ljóð, og ritar Helgi Sæmundsson formála. Þá hafa mörg lög verið samin við ljóð Vilhjálms, og hafa lögin átt sinn drjúga þátt í að kynna ljóðin. Þannig hafa þeir Sigfús Halldórsson og Skúli Halldórs- son gert samtals um 20 lög við ljóð Vilhjálms. Vilhjálmur hefir fengið góða dóma fyrir ljóð sín. Þannig segir Helgi Sæmundsson í Alþýðublaðinu 1951: Framhald á bls. 33. VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.