Vikan - 22.12.1959, Qupperneq 8
Þrettán ára að aldri t'ór Kenneth á sjóinn sem létta-
drengur á vörufiutningaskipi. Síðan eru nú 28 ár,
og nú er Kenneth Wood forstjóri fyrirtækis, sem
vélvæðir eldhúsin fyrir húsmæður um heim allan. —
KENWOOD — en við það fyrirtæki og framleiðslu
þess kannast fjö?di húsmæðra hér á landi.
SJÓMAÐURINN
SEM VARÐ
STÓRIÐJUHÖLDUR
Fyrirtækið hóf starfsemi sina i lágum skúr
við hliðina á fisksölu að Goldsworth-stræti í
Woking. Það var árið 1948. Nú liefur það reist
nýtizku verksmiðju, þar sem tólf hundruð
manna vinnur stöðugt að framleiðslunni.
Fyrir níu árum voru það brauðristar, sem
framleiddar voru á vegum þess; nú eru full-
smíðaðar þar hinar fjölvirkustu hrærivélar,
svo þúsundum skiptir á mánuði hverjum, og
feiknin öll af hitaþyrlum, rafknúnum hand-
hrærivéium þar að auki uppþvottavélum og
sorpeyðingartækjum.
Þessi mikli viðgangur fyrirtækisins er að
sínu leyti eins atliyglisverður og stofnandi
þess og forstjóri. Kenneth Wood, sem nú hefur
einn um fertugt.
Hann stóð uppi föðurlaus þegar hann var
aðeins þrettán ára að aldri, og þar sem enginn
ættingja hans eða aðstándenda var líklegur
til að geta styrkt hann til mennta, hleypti hann
heimdraganum og fór á sjóinn. Hann réðist
um horð i vöruflutningaskip: svo átti að heita
að það væri fyrsta skrefið á námsbraut hans
sem tilvonandi stýrimanns og skipstjóra í
verzlunarflotanum, en í raun réttri var nám
hans i því fólgið, að hann vann allt það, sem
enginn annar vildi vinna.
Þegar Kenneth Wood kom í land aftur eftir
fjögurra ára svalk á sjónum, hafði hann öðlast
Iífsreynslu og lífsþekkingu þrítugs manns; og
hann hafði komizt að raun um, að það dugar
engin iinka, ef maður vill komast áfram í
heiminum. Hnn er maður gjörvulegur og vel
vaxinn, svipurinn festulegur og framkoman
hiklaus og ákveðin. Sé betur að gætt kemur
þó í ljós að góðvild og viðkvæmni niuni leynast
undir skelinni. En þótt hann beri umhyggju
fyrir öðrtim, vill hann helzt láta álíta sig
hörkutól, sem ekki taki tillit til neins.
Séu starfsmennirnir spurðir hvernig þeim
falli að vinna hjá honum, svara þeir yfirleitt
undantekningarlaust: „Hann tekur hvorki gilda
neitun né mótbárur. Engir örðugleikar fá stöðv-
að hann, ef hann hefur einhverja von um að
fá vilja sinum framgengt". Einn af fram-
kvæmdastjórum hans lætur svo um mælt, að
liann sé kröfuharður húsbóndi, sem ekki geri
sig ánægðan með neitt minna en að maður
leggi sig allan frain.
Einn af umboðsmönnum fyrirtækisins, hú-
settur í Manchester, kveður Ken Wood oft og
tíðum setja á tali við sig fram undir morgun,
þegar hann sé þar á ferðinni. „Síðast þegar
hann var staddur hérna, kallaði konan niður
til mín og spurði hvort ég væri nokkuð að
hugsa um að ganga til rekkju — eða hvort hún
ætti að koma niður og matreiða morgunverð“.
Skömmu eftir að Kenneth Wood kvaddi sjó-
inn, hóf hann nám í vélfræði; vann á daginn en
sótti skólann fjögur kvöld í viku. Þegar síðari
heimsstyrjöldin hófst, hafði honum tekist að
koma sér upp vinnustofu og eigin atvinnu-
rekstri, en stofnféð nam þó ekki nema þrjátiu
sterlingspundum! En styrjöldin krafðist fram-
lags hans — og hann lét kunningja sínum,
'cm átti i einhverjum erfiðleikum, eftir at-
vinnureksturinn án þess að minnast á nokkra
þóknun fyrir.
Þegar styrjöldinni lauk, hófst Kenneth handa
fyrir alvöru. Vélvæðingin — það var framtið-
in; slíkt gaf auga leið, og fyrst hún skyldi
upp tekin á öllum vinnustöðvum — þvi þá
ekki að vélvæða eldhúsin? Næg atvinna fyrir
alla hlaut að hafa það i för með sér að konurn-
ar yrðu að annast heimilisstörfin, einar og að-
stoðarlaust. Auk þess vildi nútímakonan gjarna
mega frjálst um höfuð strjúka svona endrum
og eins.
Kenneth Wood Ieizt að sama skapi betur á
jiessa hugmynd og hann braut heilann lengur
um hana. Hann þóttist komast að þeirri niður-
stöðu, að mannlegu eðli yrði ekki skipt þannig
\ tvennt, að nokkur karl eða kona léti sér lynda
gamaldags tæki og tækni heima fyrir, eftir að
hafa kynnst nýtízku tækniþróun í starfi sínu
utan heimilis. Vélvæðingin í eldhúsinu var
beinlinis einn þátturinn i tæknilegu uppeldi
nútímakynslóðar.
Ekki hafði Kenneth Wood yfir. mildu stofnfé
að ráða fremur en fyrri daginn. En ekki lét
hann það aftra sér; með átta hundruð sterl-
ingspund í stofnsjóði kom liann sér upp vísi að
verksmiðju í skúr í Woking, og þar sem hann
hafði ekki efni á að kaupa nema einföldustu
og ódýrustu tæki til framleiðslunnar, varð
hann að sníða henni stakk eftir þvi, og fyrst
i stað var smíði hrauðrista hið eina, sem þeir
gátu fengizt við þarna i skúrnum.
„Um þetta leyti var gífurleg vöruþurrð. Ég
8
VIKAN