Vikan


Vikan - 22.12.1959, Blaðsíða 14

Vikan - 22.12.1959, Blaðsíða 14
ÚLlUS SESAR er þriðja leikritið, sem Þjóð- leikhúsið sýnir eftir William Shakespeare. Sem yður þóknast var sýnt þar veturinn 1952, og var Lárus Pálsson leikstjóri. Á jólum 1955 frumsýndi Þjóðleikhúsið Jóns- messudraum, og stjórnaði enski leikstjórinn Walter Hudd þeirri sýningu. Og nú er ákveðið að frumsýna hið stórbrotna leikrit Júlíus Sesar á jólunum í ár, og er það í fyrsta sinn, sem hann er sýndur hér. Öll þessi leikrit hefur Helgi Hálfdanarson þýtt, en hann hefur auk þess þýtt Rómeó og Júliu, Þrettándakvöld, Ofviðrið og fleiri af leikritum Shakespeares. Þýðingar Helga Hálfdanarsonar á verkum Shakespeares eru snilldarverk og hafa þegar hlot- ið verðskuldað lof dómbærra manna í þeim efnum. William Shakespeare eða svanurinn frá Avon, eins og hann er oft kallaður, er stórbrotnasta leikritaskáld, sem heimurinn hefur eignazt. Að öllum öðrum leikritaskáldum ólöstuðum þá verð- ur Shakespeare alltaf talinn fremstur. Verk hans hafa staðizt tönn tímans og eru enn í dag eins fersk og þau voru, þegar þau voru skrifuð fyrir nær 400 hundruð árum. Enginn hefur kafað dýpra í innstu sálarfylgsni sögupersóna sinnar, — enginn lýsir mannlegum þjáningum og sorg á eins sannfærandi og hríf- andi hátt og hann gerði. — Enn þá eru menn furðu lostnir á söguþekkingu hans í hinum marg- þættu yrkisefnum. En skýringin er aðeins ein: Shakespeare er meistari allra meistara í leikrita- gerð, og leikir hans verða- sýndir svo lengi sem fólk I þessum heimi gefur sér tíma til að hlusta á og lesa fagran skáldskap. Flestir kannast við Shakespeares-leikhúsið fræga, sem var reist á fæðingarstað skáldsins, Stratford on Avon. Þar eru eingöngu sýnd verk hans. Old Vic, frægasta leikhús í West-End, sýnir einnig eingöngu verk sair.a höfundar. I Bandaríkjunum og í Kanáda er efnt til sér- stakra Shakespeares-hátiða árlega, og á leikrita- skrá allra helztu leikhúsa heims skipa verk hans jafiian öndvegi. Islenzk leiklist er ung að árum, en samt hafa sjö af leikritum Shakespeares verið sýnd á ís- lenzku leiksviði. Talið er, að Shakespeare hafi skriíað leikritið Júiíus Sesar úrið 1599, árið áöur en hann lauk við Hamlet. Það er talið fyrsti sorgarleikurinn, tragedían, sem hann skrifaði, og sorgarleikur er það sannarlega í innsta cöl; sínu, því að leikur- inn segir frá síðustu dögum og morði Júlíusar Sesars og endar á sjálfsmorði Brútusar og Cassíusar. Söguþráðurinn er mjög mannlegur, valdastreita, ættjarðarást og bróðurkærleikur, þar sem menn virða og meta hver annan, — spennandi sögu- þráður, að vísu blóðugur, en mjög áhrifaríkur, — ólgandi líf, hörð átök og grimmdarlegir bardagar. En umfram allt gæti leikurinn gerzt enn í dag, aðeins ef við breytum búningum og nöfn- um á persónum, og á þvi brýnt erindi við nútíma- menn. Eins og fyrr segir, fjallar leikritið um enda- lok og morð Sesars (en hann var myrtur í öld- ungaráðinu í Róm 15. marz árið 44 f. Kr.). Brútus og Cassíus standa fyrir samsærinu, en báðir voru þeir vinir og nánir samstarfsmenn Júlíusar Sesars. Allir kannast við síðustu orð Sesars: „Et tu, Brute“ (Og þú líka, barnið mitt. Brútus). SHAKESPEARE Markús Antóníus, sú fræga sögupersóna, kem- ur r.jjög lítið við sögu í byrjun leiksins. Það er ei;ki fyrr en eftir morðið á Sesari, sem hann kemur að marki fram á sjónarsviðið. Fræg er rc-ua hans, sem hann heldur yfir líki Sesars á iorg.nu í Róm og hefst á ávarpinu: „Friends, liomans, Countrymen, lend me your ears.“ — „Iió.nverjar, landar vinir! Gefiö máli mínu gaum.“ ERir ræðuna snúast vopnin í höndum samsær- is.i.annanna, og nú þrengist hringurinn og dregst su.uan nær endalokum. 1 þessu kunna leikriti Shakespeares eru 32 karlmannshlutverk. Karlmannshlutverkin hafa oft verið færð saman í þessu leikriti og hefur þótt gefast vel. Aðalhlutverkin í Júlíusi Sesari hafa jafnan ver- io óskahlutverk allra góðra leikara. Það má með sanni segja, að þetta sé eitt þekkt- asta verk Shakespeares, og er það alltaf talinn mikill listaviðburður i hverju leikhúsi, þegar það er sett á svið. „Rómverjar, landar, vinir! Gefið máli mínu gaum!“ John Neville í hlutverki Antóníusar í Old Vic-leikhúsinu í London. M f Á Laugavegi 176 er ungt og blómlegt fyrirtœki, sem hefur þaö verkefni meö höndum aö boeta liibýuhnenningu okkar. Þaö er ekki gamalt aö árum, en livert mannsbarn kannast þó viö nafniö, og hlutir þaöan eru til á flestum heimilum. Hansa-gluggatjöld, Hansa-kappar, Hansa-hurÖir og Hansa-hiltur, — hver þekkvr eicki slíkt á þess- ari byggingaöld? Og þaö er einmitt í þetta fyrir- tæki, Hansa h/f, sem þátturinn Hús og húsbún- aöur hefur brugöiö sér aö þessu sinni. Vér hittum aö máli framkvæmdastjóra fyrir- tækisins, Ebenezer Ásgeirsson, og spyrjum um framleiösluna og fáum greiö svör. Hér eru fram- leiddir fjórir veigamiktir hlutir, ef oröa mætti þaö svo, í nútíma-húsbúnaöi. Gluggatjöldin eru elzt þeirra og þekktust, en huröir, hitlur og kapp- ar nýrri af nálinni, en þó þegar oröin ómissandi hluti húsbúnaöar samtíöarinnar. Hansa-gluggatjöldin voru fyrstu árin framleidd eingöngu úr tré, meira aö segja voru rimlarnir (þynnurnarj úr krossviö. Nú eru allir þessir hlut- ir úr járni og alúmíni. Efniö í rimlana er flutt inn í rúllum, þaö er innbrennt sterkri plasthúö meö gljáandi áferö. Rimlarnir eru höggnir niöur og gataöir í sérstakri vél, áöur en þeim er rennt inn í stigáböndin. Efstu og neöstu stykkin eru höggvin og götuö samtímis i mjög öflugri „stans“- vél, og er óliætt aö segja, aö þar séu snör hand- tök. Hansa-kappinn hefur rutt sér mjög til rúms hin síöari ár. Hann er geröur úr tré og spónlagöur meö tekki, fnahóný, eik eöa birki, allt eftir vali kaupenda. 1 kapyanum er innbyggö rennibraut, sem í leika hálar haröviÖarkúLur, en úr þeim Liggur járnleggur, sem stungiö er í jaöar glugga- tjatdsins. Yfineitt eru endarnir beygöir í sérstakri beygjuvél, en auövitaö er hægt og stundum gert aö Láta þá ná vegg í vegg. Eer þetta allt eftir aóstœöum og smeuk kaupandans. Fyrstu árin var mest sala í laufskornum köppum, þ. e. a. s. neöri brún kappans var mynztruö. Nú hefur dæm- iö snúizt viö, 00% viöskiptavinanna kaupa slétta Ltappa, og sanar þciö ekki einmitt þaö, aö of- lilœöi og útflúr er oröiö aö steini fyrir sólu hins nýja tíma? Hansa-huröir eru framleiddar hér eftir einka- leyfi bandarísks fyrirtœkis. Til aö annast þessa framleiöslu hefur veriö stofnaö sérstakt fyrirtœki, Ilansahuröir h/f. Huröir þessar hafa verið fram- leiddar hér í j ár og notiö ört vaxandi vinsælda. Huröirnar eru búnar til úr járn-„prófilum“, en klœddar plastefni (leöurlíkij, og viröist okkur mikiö úrval vera í litum og mynztri. Þessi hurö er stundum nefnd „harmonikkuhurö“, og er þaö ekki aö undra. Henni má koma fyrir í hvaö stóru dyraopi sem er og raunar „byggja," úr henni heila „veggi“. 1 Gnoöarvogsslcóla Ihefur t. d. nýlega veriö komiö fyrir 7,4 m langri hurð, sem aö auki er liljóöeinangruö. Aöspuröur sagöi framkvæmda- stjórinn, aö nú væri 2—3 mánaöa afgreiöslufrest- ur á Hansa-hurðum, svo væri eftirspurnin mikil. Hansa-hillur og skápar eru gerö aö danskri fyrirmynd, svonefndu Royál-System, teilcnaöri af Paul Cadovius, en fyrirtœkiö hefur einkáleyfi á þessari framleiöslu á Islandi. Þessar hillur eru mjög vinsœlar hér sem erlendis og eru framleiddar bæöi úr tekki og mahóný. Meö hiílunum er liægt nö fá skápa meö þrenns konar huröum og einnig ., ifborö cöa boröstofuborö, sem fest eru á uppi- ' ööulistana og fellur saman viö hillurnar þannig, iö úr verður skemmtileg heild. Algengt er, aö fólLc lcaupi í byrjun 2—3 uppistööulista og nokkr- ar hillur, en fjölgi þeim síöan eftir efnum og ástœöum. Vér kveöjum Hansa h/f, fyrirtækiö, sem okkur viröist aö vel hafi telcizt aö samræma næma smekkvísi og ’hugkvœmni í framleiöslu sinni. Þjóðleikhúsið hefur um langan tíma undirbúið þessa sýningu og reynt á allan hátt að gera hana eins vel úr garði og glæsilega og frekast er unnt. Magnús Pálsson, hinn ungi og efnilegi leik- tjaldamálari, gerir tjöld og búninga, en Lárus Pálsson, hinn Þaulreyndi leikstjóri, stjórnar sýn- ingunni. Aðalhlutverkin eru þannig skipuð: Haraldur Björnsson leikur Júlíus Sesar, Rúrik Haraldsson er Brútus, Jón Aðils er Cassíus, Helgi Skúlason Markús Antóníus, og Róbert Arnfinnsson leikur Casca. 1 aðalhlutverkum í Þjóðleikhúsinu frá vinstri: Rúrik Haraldsson, Haraldur Björnsson, Jón Aðils, Helgi Skúlason, Róbert Arnfinnsson.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.