Vikan - 25.02.1960, Side 14
Vetrartízkan er fyrst og fremst miSuS við dömuna
og segir ungpíutízkunni, sem liefur verið allsráðandi undan-
farið, stríð á hendur. Austurlenzkra álirifa
gætir mjög, bæði í kjólum og höttum. Pilsin eru stutt, en
þó örlítið síðari en þau voru, þannig að hnén eru nú
alveg hulin. Eitt hið sérkennilegasta í vetur er hið svonefnda
tunika-snið, en tunilca þýðir lafafrakki. Áhrif frá
tunika-sniðinu er hin vinsæla 9/10 langa kápa, sem notuð
er utan yfir kjól úr sama efni. Þessi klæðnaður
er sérlega heppilegur fyrir smávöxnu konurnar. Kjólarnir eru
gjarnan tvískiptir og nær þá blússan niður
á mjaðmir. Stundum er kögur neðan á þeim og
einnig ermunum. í vetur er mittið á réttum
stað, enda fer það flestum konum bezt. Ivápurnar eru
feiknavíðar um axlirnar og annaðhvort með mjög stórum
krögum eða þá alveg kragalausar. Hettukápur eru
mikið í tizku. Vetrarhattarnir eru állir gerðir upp á austur-
lenzkan máta, og eru það aðallega loðhattar, kósakka-
húfur, zarhúfur, fezar og túrbanar i öllum mögu-
legum myndum. Þessir liattar eru mjög stórir og
miklir um sig. Einnig eru liattarnir gerðir úr fjöðrum og
tjulli og þá skreyttir með atlaskböndum eða semelíunælum.
Handskjól úr skinnum eru mikið i tízku.
Dior-tízkuhúsið kom fram með liina umdeildu
kjóla, sem eru rykktir saman að neðan, og eru þeir ekki
sérlega vinsælir. Yves St. Laurent, hinn ungi
eftirmaður Diors, þykir ganga of langt í að húa til sérkennileg
föt. Dragtarjakkarnir hafa síkkað mjög mikið, og eru
þeir komnir langt niður fyrir mjaðmir. Helztu tízku-
• litirnir eru brúnt í öllum blæbrigðum, grænt og
svo fjólubláir litir.