Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 23
MAZETTI
— elskhugi Yvette.
YYETTE
hjákona lögmannsins.
GOBILLOT
kunnur franskur lögmaður.
VIVIANE
— eiginkona lögmannsins.
virðast undur einkennileg, og gerir sitt ítrasta
til að byggja upp einskonar öryggissvæði um-
hverfis okkur.
Ég get ekki gert mér fulla grein fyrir þessu
sjálfur. Bftir atvik það sem áðan var lýst, væri
hlægilegt að tala um móðurlegar tilfinningar, og
er mér það þó efst í huga. Það er orðið henni
leikur, að láta Yvette líða vel, og takmark hennar
í lífinu. Hún er mér þakklát fyrir að hafa lagt
stund á það, á undan henni, og samþykkir allt
sem ég geri í þessa átt.
Það er líkast því sem hún vilji einnig vernda
mig. Þó er það svo, að ef ég tæki upp aðra
hætti, til dæmis ef rifrildi eða þræta kæmi upp
milli okkar Yvette, á ég víst að mæta þar and-
stæðingi, sem Jeanine er.
Þetta gerir ekkert til. Ég man ekki hvers vegna
mér datt það í hug, þegar ég kom heim. Nánar
tiltekið, bjóst ég ekki við að það yrði sett í sam-
band við siðari atvik.
En nú skil ég ástæðuna fyrir því, að hún að-
varaði mig á sunnudaginn:
„Þú skalt ekki þreyta hana of mikið í dag.“
„Þú ættir heldur að lofa henni að sofa,“ sagði
Jeanine.
Ég veit ekki hvað kom að mér. Jú. auðvitað
veit ég það. Eftir mikia áreynslu við erfiðan
málflutning í réttinum, og eftir að biða með eftir-
væntingu uppkvaðningu dómsins, þarfnast ég æv
inlegra einhverra nautna. Og árum saman hafði
ég það fyrir venju að ganga beint á gleðihús
við Rue Duphot. Ég er engin undantekning í þvi
efni.
Ég sá Yvette, sofandi, gegnum hálfopnar dyrn-
ar. Ég hikaði og leit spurnaraugum til Jeanine.
Hún roðnaði ofurlítið.
„Hérna?“ nvíslaði hún til svars við ómæltri
spurn minni.
Ég kinkaði kolli. Einskis þarfnaðist ég frekar,
eins og nú stóð á.
Skömmu síðar heyrðum við Yvette kalla:
„Skemmtið þið ykkur vel þarna? Hvers vegna
hafið þið ekki opnar dyrnar, svo ég geti séð
ykkur?“
Hún var ekki afbrýðisöm. Þegar ég kom og
kyssti hana, spurði hún:
Hún fylgdi mér út á dyrapallinn.
„Það er bezt að ég segi Þér eins og er. Það
sem veldur henni áhyggjum er, að hún heldur
að hún sé orðin ófrísk, og kvíðir fyrir hvernig
þú munir taka því.“
Ég stóð kyrr, með annan lófann á handriðinu,
og starði út í loftið. Ég gerði mér ekki grein fyrir
geðshræringu minni og get ekki lýst henni enn.
En ég hefi aldrei orðið fyrir henni jafn óvæntri
og ofsafenginni á ævi minni.
Það tók mig nokkurn tíma að ná valdi yfir
sjálfum mér, svo ýtti ég Jeanine til hliðar og gekk
aftur upp stigann. Ég hljóp inn i svefnherbergið
og hrópaði:
„Yvette!“
E'kki veit ég hvernig rödd mín hefir verið,
eða hvernig ég hefi verið á svipinn meðan hún
var að reyna til að setjast upp.
„Er það satt?“
„Hvað?“
„Það sem Jeanine var að segja mér.“
„Hvað sagði hún þér?“
Ég var hissa á því, að hún skyldi ekki sjá það
17. HLUTI
Þriöjudagurinn, 13. des.
„Caillard."
Uppgefinn eftir eríiðan dag í réttinum, — þrjár
stundir samfleytt i áróðri á kviðdóminn, til þess
að knýja fram dómsúrskurð um tíu ára refsi-
vist til handa skjólstæðingi mínum. En hefði mér
ekki tekst með einhverjum yfirnáttúrulegum
hætti að draga fram í dagsljósið sitt hvað sem
dró úr sekt hans, hefði hann orðið að sitja með
ævilanga þrælkunarvinnu.
1 stað þess að þakka mér, leit hann kuldalega
til mín og tuldraði:
„Það var svo sem heilmikið sem vannst á þessu
f jarstæðufleipri! “
Vegna álits þess er ég naut, hafði hann talið
sér sýknu vísa. Hann heitir Caillard, og ég er
farinn að iðrast eftir að ég skyldi ekki lofa þeim
að taka hann úr umferð fyrir íullt og allt, þvi
hann verðskuldar það.
Þegar ég kom, klukkan níu um kvöldið, var
Yvette háttuð.
„Varstu ánægður með hana?“
Svo sneri hún sér á hliðina og hélt áfram að
SOfa.
Miövikudagur, 11,. des.
????.“
Jeanine yrti ekki á mig fyrr en i -stiganum,
þegar hún fylgdi mér til dyra. Klukkan ellefu
um morguninn var Yvette enn í rúminu. Hún
var mjög veikluleg og ég tók eítir því, að morgun-
verður hennar var ósnertur á bakka.
„Hafðu ekki áhyggjur af þvi. Það er ekkert.
Ertu búinn að ná í íarseðlana með lestinni?"
„Ég keypti þá í gær. Þeir eru í vasa minum."
„Týndu þeim ekki. Veiztu að þetta verður í
íyrsta sinn er ég ferðast i svefnvagni?"
Mér sýndist hún eitthvað svo veikindaleg, og
dálítið tekin eins og ég sæi hana gegnum hxilu,
svo ég spurði Jeanine frammi í anddyrinu:
„Það er ekki af þessu í gær, er það?"
„Nei ... Þey! ...“
undir eins, að ég var svona uppvægur af ein-
skærri gleði.
„Ertu reiður?"
„Nei, ástin mín! Ekki nema það þó! Og í
fyrrinótt, ... ég .,
Einmitt!
Og af sömu ástæðu hafði Jeanine varað mig
við að ofþreyta Yvette, á sunnudaginn.
Hjá okkur hjónunum var aldrei um barneign
að tala. Það var atriði sem hún minntist aldrei
á, og vegna þess og varúðarráðstafana sem hún
ætíð viðhafði, ályktaði ég að hún vildi ekki eign-
ast börn. Auk þess hefi ég aldrei séð hana svo
mikið sem líta á barn á götu, baðströnd eða í
annarra manna húsum. Þau eru henni framandi,
talandi tákn um dónaskap, jaínvel siðleysi.
Ég man eftir hreimnum i rödd hennar einu
sinni, þegar okkur var sagt að kona einhvers
starfsbróður míns væri orðin þunguð að þriðja
barni:
Framh. í næsta blaði.