Vikan


Vikan - 21.04.1960, Qupperneq 3

Vikan - 21.04.1960, Qupperneq 3
Viscount flugvél Flugfélags íslands mun lyfta sér léttilega og þar með verður ferðin hafin. Það verður ef til vill floginn einn hringur yfir Reykjavík og ná- grenni og þér munuð njóta útsýnisins í ríkum mæli. Þannig lítur til dæmis Kópa- vogskaupstaður út úr lítilli hæð. Síðan verður flugið hækkað, flogið austur yfir Reykjanesskagann og þér munið hafa gott útsýni yfir suðurlandsundirlendið, ef veður er bjart. VIKAM býður yður til Kaupmannahafnar Flugfar og upphald fyrir tvo í viku Hér er fyrsta spurningin af fjórum — Krossið við rétt svar á miðanum neðst og haldið honum til haga. Klippið miðana út, þegar fjórir eru komnir og sendið til Vikunnar, pótshólf 149. Hver er maðurinn? Það er að segja, ef heppnin er með. Allt er undir þvi komið. Sjálfsagt verða fjölmargir með réttar lausnir, og þá verður dregið úr þeim. Getraunin verður í fjórum blöðum, einn þáttur í liverju, Hún verður fólgin í þvi að þekkja menn, einn hverju sinni, og fyrsti þátturinn er hér til hægri. Sá, sem vinnur til þessarar farar, mun ráða þvi sjálfur, hvenær hann fer. Líklegast er, að menn fýsi að nota sumarleyfi til fararinnar, og yrði það þá í júli eða ágúst. Keppninni lvkur í 19. blaði, sem kemur út 12. mai. Við gefum 10 daga frest til þess að senda blað- inu lausnirnar, og það verður því kominn 22. maí, þegar keppninni lýkur. Þann dag verður dregið úr réttum lausnum, og hinum lieppna verður tilkynnt samdægurs. Farið verður með Viscount-flugvél frá Flugfélagi Islands. Þá er hægt að hafa viðkomu í Glasgow eða Osló, og getur viðkomandi dvalizt þar einhvern tíma, ef hann óskar þess, og haldið ferðinni áfram með Flugfélagi fslands síðar. I Kaupmannahöfn er margt að sjá, og þar að auki er auðvelt að fara í ferðalög út frá borginni, til dænús yfir til Svíþjóðar. Við höfum beðið Björn Th. Björnsson listfræðing að skrifa pistil um kóngsins Kaupmannaliöfn og þær lystisemdir, sem þar verða á vegi hins heppna. Björn liefur orðið við þessari ósk, og birtist grein hans i næstu opnu. Aú þessu sinni er spurningin um íþróttamann, sem lengi heíur verið frægur með þjóðinni. Við nefnum þrjú nöfn og þið krossið við þann sem ykkur finnst líklegastur.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.