Vikan


Vikan - 21.04.1960, Blaðsíða 9

Vikan - 21.04.1960, Blaðsíða 9
SMÁSAGA — Nei, það ætlaði ég ekki. Hlustið á mig. Við getum ekki gert að því, þó að hamingja okkar Martins ha)ngi á veikum þræði. Við vissum. pð við vorum sköpuð hvort fyrir annað, en þó verðum við að sk,1'*a. Finnst yður það ekki hræðilegt? Ég verð að sleppa honum vngna barnalegs loforðs, sem gefið var fvrir mörgum árum. Skiljið bér ekki, að þið eruð frekar eins og systkini? Rut roðnaði. •— Þetta er ekki satt. Ef Martin óskaði að slíta trúlofun okkar, hefði hann siMfur talað um það við mig. Við höfum aldrei duiið hvort annað neins. — En bér vitið, að hann gæti ekki fengið sig til þess. Hann er alger bleyða. — Þér hafið ekki háar hugmyndir um hann, — þó segið þér, að þér elskið hann. — Já, maður elskar ekki eingöngu vegna góðra eiginleika. Rödd hennar var full fyrirlitninear. — Maður elskar persónuna eins og hún er — með öllum kostum og göllum. Eg veit. að Martin er veiklaður og daufur. — E?n það gerir ekkert til, — ég elska hann Það var enginn vafi á, að hún hafði rétt fyrir sér. Rut var næstum í vafa um. að þær væru að tala um sama ma[nn. Hún hafði alltaf hugsað um Martin sem sterkan og traustan rid.dara. —- .Tafnvel þó að þér elskið Martin, þá er engin ástæða til að ætla, að hann elskf yður. — Hvernig get ég fengið yður til að trúa mér? Andlit Tínu var afmyndað. — Hafið þér ekki tekið eftir neinu. — ekki neinni breytingu á honum upp á siðkastið? Hafið þér ekki haft hugboð um. að eitthvað amaði að honum? Nei. ... nei, bað er ekki satt, hugsaði hún. Orð Tinu snertu hana illa. Hugsunarleysi Martins, áhugaleysi á húsinu, ást- leitnin úr augum hans var horfin. -—- Skýringin var komin fram. Tína horfði fast á hana. — Þér hafið séð eitthvað. ég sé það á yður. Hefði ég ekki verið viss um ást hans, hefði ég ekki komið hmeað. — bað hefði verið tilgangslaust. En ég sver það, að hann elskar mig. Innst inni vissi Rut, að þetta var allt satt, en skynsemi 'hennar barðist á móti þvi. Þetta var sem ljótur draumur. Granna, ókunna stúlkan æddi eirðarlaus um í stofunni. Martin gat ekki elskað hana. Hún var sérkenjnileg — en ekki falleg. Tína las hugsanir hennar — Þér undrizt, að hann skuli elska mig. Eg er ekki snotur og þokkafull eins og þér. Satt að segja veít. ég ekki. hvernig það gat gerzt. Það var kraftaverk. Martin er hræddur um að særa yður, en þér eruð svo ung og falleg. að það væri ekki rétt af yður að giftast honu’'-'. begar hann endurgeldur ekki þá ást, sem þér verðskuldið. — Martin hl\' :' =egja mér sjálfur, ef Það lægi honum á hjarta. — Verið nú svo væn mð hlusta á mig. Það, sem ég ætlaði að biðja yður um var að láta hvorki Martin né nokkurn annan vita, að við hefðum hitzt. Þér gætuð sjálf slitið trúlofuninni, — sagt, að yður hafi snúizt hugur. Það mundi bjarga heiðri yðar. Allir mundu halda, að þér væruð orðin þreytt á MarHn. — En, . . . mótmælti Rut. — Hlustið á mig. hrópaði Tína. Orðin flutu af vörum hennar. — Sjáið Þér ekki, að það mundi sanna yður tilfinningar hans. Ef mér skjátlast — og Martin elskar yður, tekur hann það ekki í mál að missa yður, en grátbænir yður að rifta ekki heitinu. Sé honum aftur á móti sama, sjáið þér, að ég segi yður sannleikann, — að hann elskar mig, — og þá viljið bér áreiðanlega ekki sjá hann framar. Rut varð undrandi á frekjunni í þessari uppástungu, en á móti vilja sínum varð hún að viðurkenna, að þetta var freistandi. Þrátt fyrir það að Tína var svona lítil og grönn, var óvenjuleg viljafesta í framkomu hennar. Ósjálfrátt flaug Rut i hug, að Martin ætti ekki létt líf fyrir höndum í sambúð við þessa stúlku. Allt i einu rann það upp fyrir henni, að hún hafði hálft í hvoru búizt við þessu. — Ekkert getur hindrað, að ég segi Martin frá þessari heimsókn, mælti hún. — Sjálfsagt ekki, en ef þér gerið það, verður allt miklu óþægilegra fyrir yður. — Getur verið. En ég þekki Martin vel, og ég veit, að hann verður yður reiður fyrir að hafa komið hingað og talað við mig án hans vitundar. Hann fyrirgefur yður aldrei. Framhald á bls. 28. á móti því. Granna ókunna stúlkan érkennileg en ekki falleg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.